Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 80
72
borið saman við innflutt.* 3 Markmið tilraunanna var að bera sarnan fóðurvirði og hvaða áhrif
byggið hefur á prótín, orkujafnvægi, orkunýtingu og þunga mjólkurkúa og hvort mismunur
væri á afurðatekjum eítir mjólkurkú. I báðum tilraununum var gerður samanburður á þurrk-
uðu íslensku byggi, votverkuðu íslensku byggi og innfluttu þurrkuðu byggi. Niðurstöður
beggja tilrauna sýna að nær enginn munur kom í ljós hvort sem um var að ræða innflutt bygg
eða íslenskt; hvort heldur það íslenska var þurrkað eða votverkað. Verkun byggsins hefur þó
áhrif á eiginleika prótíns í bygginu og er nýting þess háð því fóðri sem gefið er með. Það sem
athyglisvert er við þessar tilraunir er að þær staðfesta annars vegar að fóðurvirði íslenska
kornsins er það sama, óháð verkunaraðferð, og hins vegar að íslenskt bygg stenst fyllilega
gæðasamanburð við innflutt. Nýlegar rannsólcnir frá Noregi á norsku byggi sýna mjög
svipaðar niðurstöður hvað varðar samanburð á fóðurgildi votverkaðs og þurrkaðs byggs.4 5
KOSTNAÐARGREINING
I þeirri kostnaðargreiningu sem hér er fram sett gefa skýrsluhöfundar sér það sem grund-
vallarforsendu að bændur sem stunda kornrækt hafí það að markmiði að nýta betur jarðnæði,
byggingar og vélakost sem til staðar er á búinu. Ekki er því reiknað með að sérstaklega þurfi
að kaupa (eða leigja) land til ræktunar. I annan stað er reiknað með að dráttarvélar, plógur,
herfi, áburðardreifari og valtari séu til á búinu (eða aðgengilegt á annan hátt). Sömuleiðis er
reiknað með að flutningavagn og viðeigandi húsnæði til geymslu á korni sé til staðar.
Kostnaðarhlutdeild véla og tækja sem þörf er á við komræktina er metin sem hlutfall af heild-
arnotkun jafnhliða öðrum rekstrarþáttum. Tekið er tillit til þess að vinnuþörf, vélbúnaður og
tilkostnaður er mismunandi eftir verkunaraðferð og eru tvær aðferðir metnar, þ.e. votverkun í
stórsekkjum og þurrverkun á korni. Við mat á kostnaði og fjárfestingum er leitast við að sýna
þann kostnað sem meðalbúið þarf að bera vegna kornræktar á u.þ.b. 5 ha lands/
Kostnadur vió jardvinnslu og sáningu
Hér er settur fram reiknaður kostnaður vegna jarðvinnslu og sáningar á korni. Útreikningar
miðast við meðalkostnað fyrir 1 ha lands, samanber 1. töflu. Miðað er við að ekki þurfi að
frumvinna landið, þ.e. að hægt sé að plægja landið og eklci þurfi framræslu og grófvinnslu
(t.d. með jarðýtu). Eimtig er miðað við að stunduð sé hrein kornrækt, þ.e. að kornið sé ekki
notað sem skjólsáning (t.d. fyrir sáðgresi).
• Miðað er við að olíunotkun dráttarvéla sé mismunandi og í hlutfalli við orkuþörf.
• Við plægingu er miðað við þrískera plóg sem tengdur er á þrítengi dráttarvélar. Af-
köst við plægingu miðast við 0,7 ha/klst.
• Afköst við herfingu miðast við 0,6 ha/klst. Við kölkun og áburðardreifingu er miðað
við að unnið sé með búnaði sem afkastar 4,6 ha/klst.
• Breytilegur kostnaður er samkvæmt búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins
(1996) og er sú fjárhæð sem fellur að meðaltali á dráttarvél fyrir hvem ha af túni.
• Hlutdeild í föstum kostnaði véla og dráttarvéla miðast við 7 klst. notkun/ha.
• Vinnulaun miðast við launalið í verðlagsgrundvelli kúabúa hiim 1. mars 1998.
Bygg 1 jódri mjólkurkua af íslensku kyni, Gunnar Ríkharðsson og Einar Gestsson; Ráðanautafundur 1998 og
islenskt bygg ífóöri mjólkurkúa, Sigríður Bjarnadóttir; Ráðunautafundur 1997.
4 Propionsyrekonservert eller tort korn til mjolkeku, Áshild T. Randby, Institutt for husdyrfag, NLH.
5 Hvaö snertir forsendur kostnaðargreiningar vilja skýrsluhöfundar taka fram að kornrækt ber reiknaða hlutdeild
í föstum kostnaði sem endurspegiar aukna hagkvæmni í nýtingu fastafjármuna. Því má færa rök fyrir þeirri
skoðun aö aukin nýting véla vegna kornræktar auki hagkvæmni búrekstrarins, enda fræðilega séð rétt að kostn-
aður sé gjaldfærður á þeim stað sem hann fellur til.