Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 82
74
2. tafla. Kostnaður við votverkun.
Verð, kr/ein. Einingar Samt. kr/ha Samt. kr/kg
Plastpokar 443 5,8 2.569 0,73
Stórsekkir 1.900 5,8/3 3.673 1,05
Vinnulaun 568 2,0 1.136 0,32
Vélavinna 1.159 - 1.159 0,33
Affoll (5%) 2.541 - 2.541 0,73
Völsun (afskr., vinna, rafm.) 4.725 - 4.725 1,35
Samtals 15.803 4,51
Kornþurrkun
Mismunandi aðferðir eru notaðar til þess að þurrka kornið. Surnir bændur hafa aðstöðu til að
þurrka kornið sjálfir á meðan aðrir kaupa verksmiðjuþurrkun fyrir sína uppskeru. Kostnaður
við að korna upp búnaði til þurrkunar og rekstrarkostnaður þess búnaðar getur verið mjög
mismunandi eítir aðstæðum og ræður miklu aðgengi að hagkvæmri orlcu. Einnig er mikilvægt
að hentugt húsnæði sé til staðar ef súgþurrka á kornið heima. Aður en út í slíka fjárfestingu er
ráðist verður að reikna út hvort arðsemi hennar er hærri en sá kostnaður sem til fellur ef
þurrkun væri lceypt af verktaka. Akvörðun skýrsluhöfunda var að reikna ekki út sérstaklega
kostnað við að koma upp þurrkunarbúnaði, vegna þess hversu aðstæður eru mismunandi á
búunum hvað vai'ðar aðstöðu og orkuverð. Algengt er að kornbændur sem keyptu þurrkun
sumarið 1997 hafí greitt 5 krónur fyrir hvert þurrkað kg af korni og er þá flutningur til og frá
þurrkunarstað ekki meðtalinn.
Hcildarkostnadur ú korni tilbúnu til gjafar
í 3. töflu er sýnd samantekt útreikninga fyrir heildarkostnað og kostnaðarskiptingu á lcorni
sem tilbúið er til gjafar. Miðað er við meðalkostnað, en í kaflanum um hagkvæmnimörk hér á
eftir er gerð grein fyrir helstu forsendum sem breytilegar eru milli einstakra ræktenda eða
tímabila.
• Kostnaður við votverkun miðast við súrsun í 600 kg stórsekkjum.
• Kostnaður við þurrkun miðast við að hún sé keypt af verktaka og þá ekki tekið tillit
til þess hvaða aðferð er notuð til þurrkunar.
• Geymslukostnaður er hlutdeild í kostnaði vegna hlöðu (þ.e. áætlað viðbótarrými);
miðað er við stálgrindarhús með byggingarkostnað að fjárhæð 2.707 krónur mJ, af-
skrift er 2% á ári og vaxtakostnaður 5,5%.
• Kostnaður við völsun á heimaverkuðu korni er miðaður við að valsað sé daglega og
að afköst á valsi séu um 400 kg/klst. miðað við votverkað korn.
• Reiknað er með að orkunotkun á valsara sé 8 kWh/t við völsun á votverkuðu korni,
en 24 kWh/t við völsun á þurrkuðu korni.
3. tafla. Heildarkostnaður á korni tilbúnu til gjafar.
Votverkun (stórsekkir) Þurrkun (aðkeypt)
kr/ha kr/kg kr/ha kr/kg
Jarðvinnsla og sáning 37.452 10,70 37.452 10,70
Kornskurður og þresking 8.000 2,29 8.000 2,29
Verkunarkostnaður 11.079 3,17 26.250 7^50
Völsun 4.725 1,35 5.390 1,54
Geymslukostnaður 319 0,09 319 0,09
Samtals 61.575 17,60 77.411 22,12