Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 87
79
falla niður um þreskihvelfuna og slæddust með hálminum í gegn. Hálmurinn hristist síðan
aftur eftir hálmhristlinum þar til hann fellur aftur af vélinni og leggst þar í streng á jörðina.
Hægt er að velja hvort hálmurinn fer heill aftur úr vélinni eða hvort hálmsaxari kurlar
hálminn og jafnvel dreifir úr honum afitan við vélina. Komið sem fellur niður um þreskihvelf-
una og það kom sem fellur niður úr hálmhristlinum safnast á komplötu og flyst af henni aftur
á hreinsiverk. Þar þarf kornið að falla niður um efra og neðra sáld gegn loftstreymi frá
viftunni sem blæs aftur úr vélinni hálmleifum, rusli og kuski sem kann að hafa fylgt með
korninu. Það kom sem telst fullhreinsað er svo flutt með snigli í komgeymi, en sá hluti
kornsins sem ekki telst fullhreinsaður fer með öðrum snigli (hratsnigli) aftur upp á þreskilinn
eða hreinsiverkið til frekari lrreinsunar. Á 1. mynd eru sýndir helstu hlutar einfaldrar þreski-
vélar af algengri gerð.
SKURÐARBORÐ
Til skurðarborðs teljast sópvinda, skurðbúnaður, snigill og færistokkur, þ.e.a.s. þeir hlutar
sem eru framan á þreskivélinni. Skurðarborð geta verið af nokkrum gerðum, en það sem er
allsráðandi í dag er svokölluð T-gerð þar sem skurðarborðið er mun breiðara en þreskill
vélarinnar og sér færisnigill skurðarborðs um að safna uppskerunni að miðju og miðla til færi-
stokks sem er af svipaðri breidd og þreskillinn.
Breidd skurðarborðs er nokkuð breytileg eftir stærð þreskivélanna. Algengustu stærðir
eru á bilinu 3—7,5 m. Á breiðum vélum er yfirleitt hægt að taka skurðarborðið af á handhægan
hátt og setja það á vagn þegar flytja þarf vélina á milli staða.
Skurðarborðið getur verið ýmist stutt eða langt. Stutt borð (amerísk gerð) er um 45 cm
langt, mælt frá fingraoddum og aftur að snigli. Langt borð (evrópsk gerð) er um 60 cm langt.
Stutt borð hentar emlcum vel ef strálengd þeirrar korntegundar sem þarf að skera er mjög stutt
eða þegar stráið er skorið ofarlega. Stutt borð er hins vegar vandnotað þegar strálengdin er
mikil og eins ef akurinn er í legu, en þá er hætta á að færisnigillinn nái í plöntuna áður en ljár-
inn sker hana. Þá dregst hún upp með rótum og með fylgir jarðvegur inn í vélina, sem er hið
versta mál. Hægt er að draga úr þessum vanda með því að hælcka færisnigilinn.
Langt borð er almennt talið henta betur en stutt borð, ekki sist á norðlægum slóðum. Með
löngu borði er auðveldara að leggja uppskeruna inn á borðið með öxin á undan, sem er mikil-
vægt fyrir þreskinguna, mötunin verður yfírleitt jafnari, það gengur betur ef akurinn er
komimi í legu, og löngu borðin eru formuð þannig að rétt aftan við ljáinn er upphækkun sem
virkar bæði sem vörn gegn steinum og jarðvegi og kemur auk þess í veg fyrir að smáöx, sem
kastast frá færisnigli, fari út af borðinu. Hætta við löngu borðin er að ef verið er að skera
mjög strástutt þá getur uppskeran safnast fyrir á borðinu framan við færisnigilinn og ýmist
stíflað vélina eða farið í haugum inn í þreskiverkið, sem veldur afleitri þreskingu með til-
heyrandi korntapi. Til að mæta þessu er gott að geta stillt stöðu sópvindunnar ffarn og aftur
innan úr ökumannshúsi. Flestar þreskivélar sem nú eru á markaði hafa lengd skurðarborðs á
bilinu 50-60 cm.
Hæð skurðarborðs yfir jörðu er hægt að stilla innan úr ökumannshúsi og á sumum vélum
er sjálfvirk hæðarstilling. Meiðar eru undir borðinu til að verja botninn, hindra að skurð-
búnaður gangi of nálægt jörðu (6-12 cm) og hindra að steinar og jarðvegur safnist framan við
borðið og fari inn á borðið. Léttibúnaður er til að minnka álag á meiða borðsins og til að það
fljóti betur yfír ójöfnur ef slegið er mjög nærri jörðu eins og þarf að gera þegar akurinn er í
legu. Léttibúnaðurinn á að taka það mikinn þunga af skurðarborðinu að hægt sé að lyfta því
með hendinni með því að taka I stráskilju borðsins. Það má þó ekki vera svo létt að það fari
að sveiflast upp og niður þegar ekið er á ójöfnu landi.