Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 89
81
Axlyfitur eru hjálparbúnaður framan á fingur sem er ætlað að fara undir plöntur sem
liggja og lyfta þeim upp fyrir ljáinn, þannig að sópvinda nái að ýta þeim inn á skurðarborðið.
Nýjar vélar eru venjulega afgreiddar með eina axlyfitu á hvert „fet“ vinnslubreiddar (4. til 5.
hvern fmgur), en við erfiðar aðstæður getur þurfit að nota fleiri axlyftur (2. til 3. hvern fingur).
Með axlyftum og rétt stilltri sópvindu á að vera hægt að skera liggjandi akur án þess að kom-
tap verði verulegt. Fyrir kemur að axlyftumar taki upp jarðveg og steina, en með réttri notkun
á þó ekki að vera hætta á því og þess vegna í lagi að hafa þær alltaf á vélinni. Ekki er ráðlagt
að hafa axlyftu nær enda en á þriðja eða tjórða frngri, annars er hætta á að uppskeran safnist
þar fyrir.
Sópvinda
Hlutverk sópvindu er að stýra uppskerunni mjúklega inn á skurðarborðið, oftast þannig að
öxin komi á undan, en þó í einstaka tilvikum með rótendann á undan (hávaxinn gróður og
stutt skurðarborð). Sópvindan á að jafna mötunina inn í vélina, hindra að það safnist fyrir
uppskera á skurðarborðinu framan við snigilinn og hún hjálpar lika til við að lyfta upp gróðri
sem er lagstur á akurinn. Sópvindur eru af mismunandi stærðum, en þvermál þeirra er oftast á
bilinu 1,0-1,7 m í þeim þreskivélum sem nú em á markaðnum. Stór sópvinda hefur lengra
virkt vinnslusvæði og á meiri möguleika á að geta hvort tveggja í einu, að lyfta gróðrinum
upp á borðið og jafnframt að fylgja honum nægjanlega eftir inn á borðið og halda þannig ljá
og axlyftum hreinum. Stór sópvinda hentar því oft betur þar sem algengt er að akrar séu
lagstir fyrir skurð. Lítil sópvinda getur aftur á móti unnið nær sniglinum, sem getur verið
kostur þegar stráin eru stutt. Sópvindan er yfirleitt með 5 eða 6 kamba og á kambana eru festir
ijaðrandi tindar. Halli kambanna og þar með tindanna (kambhorn) er stillanlegur, sem kemur í
góðar þarfir, t.d. þegar akur er í legu.
Á sópvindu eru fjögur atriði sem þarf að vera hægt að stilla:
• Upp - niður.
• Fram-aftur.
• Kambhorn.
• Snúningshraði.
Stillingin upp og niður er ávallt mikið notuð, en þegar verið er að skera jafnan standandi
akur er best að hafa hæðina þannig að kambamir leggist á stráin rétt neðan við öxin. Hæðina
er alltaf hægt að stilla innan úr ökumannshúsi. Stillingin fram og aftur er einkum háð því
hversu vel uppistandandi stráin eru sem og lengd þeirra.
Snúningshraði sópvindunnar er eitt af mikilvægustu stillingaratriðum á þreskivélinni
allri, og honum er hægt að stjórna úr ökumannshúsi. Við „venjulegar" aðstæður, þ.e.a.s. þegar
akurinn er jafn og allur uppistandandi, er hæfilegt að ferilhraði sópvindunnar sé 1,3-1,4
sinnum ökuhraði. Þá leggur sópvindan uppskeruna mjúklega inn á borðið með öxin á undan.
Þetta þýðir það að sé ökuhraða breytt þarf að breyta snúningshraða sópvindu líka til sam-
ræmis. Einhver algengustu mistök sem gerð eru við kornskurð eru að sópvinda er höfð á of
miklum snúningshraða og of lágt stillt, en það getur valdið miklu korntapi, einkum þó ef
kornið er vel þroskað á akrinum og farið að losna úr öxunum. Á nýjustu þreskivélum er hægt
að velja sjálfvirka samræmingu á ökuhraða og sópvinduhraða.
Fœrisnigill og fœristokkur
Færisnigillinn safnar uppskerunni að miðjunni þar sem færistokkurinn tekur við henni og
flytur hana upp í vélina að þreskibúnaði. Færisnigilinn er hægt að stilla upp og niður, oftast
um 4-5 cm, og stundum er hægt að stilla hann örlítið fram og aftur líka. Þessar stillingar eru
frekar tímafrekar og því lítið notaðar, enda yfirleitt ekki ástæða til breytinga ef vélin er alltaf