Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 90
82
notuð í sömu korntegund. Venjulega passar að hafa hæð snigilsins um 2 cm ffá botni skurðar-
borðsins (fmgurþyklct). Ef verið er að skera mjög grófar og uppskerumiklar tegundir getur
verið ástæða til að hælcka snigilinn (t.d. ef um raps er að ræða), en varla er ástæða til að ætla
að slílcar aðstæður séu algengar hérlendis. Mötunarpinnar í miðju snigilsins eru hjámiðju-
tengdir í snigilinn, þannig að þeir teygja sig út að framanverðu og krælcja í uppskeruna en
dragast inn að aftanverðu þegar færiband færistokksins tekur við. Stundum er hægt að stilla
hallann á þessum pinnum og þeir eru oft þannig gerðir að ef þeir brotna þá lenda þeir inni í
sniglinum í stað þess að fara með uppslcerunni inn í vélina og valda skemmdum þar.
Færibandið í færistokknum er drifið af öxlinum í efri endanum og sá endi er fastur en
neðri endinn er hreyfanlegur. Uppslceran flyst upp færistokkinn á rnilli færibands að neðan-
verðu og botnplötu færistokks. A mörgum þreslcivélum er hægt að snúa snúningsátt færi-
bandsins við og stundum snúningsátt færisnigilsins líka, en það er til að hægt sé að losa um
stíflur sem lcunna að verða þegar aðstæður eru erfiðar.
ÞRESKILL
Þreskillinn hefur það hlutverk að slá kornið úr öxunum og skilja það frá hálminum. Venjulega
er reiknað með að 80-90% af lcorninu náist í gegnum þreskihvelfuna við venjulegar aðstæður.
Algengt er að breidd þreskiverksins sé á bilinu 0,8-1,7 m á nútíma þreskivélum.
Til þreslcibúnaðarins teljast; steinafella, þreskivölur, þreslcihvelfa, hálmvinda og títu-
brjótar, auk drifbúnaðar þreslciverksins sem er í flestum tilfellum reimdrif með mismunandi
lrraðastillingum.
Steinafélla
Steinafella er skúffa sem er á milli færistoklcs og þreslcihvelfu. Hemri er ætlað að taka við
steinum, jarðvegi og hörðum hlutum sem kunna að berast inn í vélina til þess að þeir fari eldci
inn í þreslcilinn, en þar myndu þeir vísast valda skemmdum. Steinafelluna er hægt að tæma og
ber að gera það reglulega, einkum ef milcið af jarðvegi berst í hana, því að steinafella sem er
full af jarðvegi hleypir ekki steinum ofan í.
Þreskivölur
Grunnuppbygging þreskivalar er mjög svipuð á flestum þreskivélum. Það eru 6-8 rifluð slag-
stál sem eru ýmist skrúfuð eða soðin á endaplöturnar. Þvermál valarins er breytilegt, oftast á
bilinu 44-61 cm. Dæmi eru þó til um meira þvermál (Fortschritt, 80 cm, John Deere, 66 cm).
Þyngd þreskivalar ræðst rnjög af þvermáli hans og þyngri völur hefur meiri lrreyfiorku, heldur
jafnari snúningsliraða við breytilegt álag, en er lengur að ná snúningshraðanum upp.
Snúningshraði þreskivalar er stillanlegur, oftast á bilinu 15-35 m/s, og mikilvægt er að
hann sé réttur rniðað við aðstæður hverju sinni. Heppilegur ferilhraði þreskivalar fer eftir
korntegund og ástandi hemrar (þroslca, ralcastigi). Norslcar viðmiðanir gera ráð fyrir feril-
hraðanum 28-30 m/s fyrir bygg, hveiti og rúg við eðlilegar aðstæður. Sænskar tölur gera ráð
fyrir 26-32 m/s í tvíraðabyggi en 20-25 m/s í sexraðabyggi (24-32 m/s í hveiti og rúgi) eftir
aðstæðum. Eftir því sem liraðinn eykst þá verður þreskingin harðari, þ.e.a.s. þreskiverkið nær
að hreinsa fleiri lcorn úr öxunum, en jafnframt eykst hættan á því að komið verði fyrir
slcemmdum af harkalegri meðferð. Val af snúningshraða byggir því á að finna heppilegt sam-
spil á milli þessara þátta og líklegt verður að telja að hér á landi séu það efri mörlcin sem
gilda, þar sem undantekningalítið er verið að skera kornið minna þroskað og með hærra raka-
stigi en gert er í nágrannalöndunum. Einnig getur verið réttlætanlegt að sætta sig við harlca-
legri meðferð á lcorninu þegar verið er að framleiða korn til fóðurs en elcki sáðkom.