Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 91
83
Þreskihvelfa
Þreskihvelfan er það land sem Iiggur að þreskivelinum og gerir honum mögulegt að slá
kornin úr öxunum. Venjulega þekur þreskihvelfan u.þ.b. 25-30% af yfirborði þreskivalar
(90-120°). Lengdin er því oftast á bilinu 40-60 cm. Eftir því sem þvermál þreskivalar er
meira er hægt að hafa lengri þreskihvelfu miðað við að hún þeki sama hlutfall af yfirborði.
Löng þreskihvelfa hentar betur í komi sem erfitt er að þreskja, eins og algengt er hérlendis,
því að hún einfaldlega þreskir betur og minnkar því korntapið. Hún er hins vegar verri þegar
rakastigið í korni og hálmi er orðið lágt, því að þá kurlast hálmurinn meira í þreskiverkinu og
meira af honum lendir í lireinsiverkinu með tilheyrandi hættu á korntapi sem því fylgir, auk
þess sem meiri hætta er á að kornið verði fyrir skemmdum ef hvelfan er löng. Þreskihvelfan
er mikið til opin, þetta er í rauninni noklcurs konar rist sem kornið á að falla niður um en
hálmurinn elcki. Aflcastageta þreslcihvelfu, og þar með þreslciverlcsins alls, er háð heildarflat-
armáli heimar og hversu hátt hlutfall af því er opið.
Afstaða þreskihvelfu gagnvart þreskiveli er stillanleg, bæði að framan og aftan. Á eldri
vélum er það oit gert vélrænt með stöngum, en á nýrri vélum er það vökvastýrt. Bilið er haft
minna að aftan en framan, oftast í hlutfollunum 1:2 til 1:3. Ef bilið er t.d. 6 mm að aftan þarf
það að vera 12 mm að framan til að hlutfallið sé 1:2 og 18 mm til að það sé 1:3. Eftir því sem
bilið er minna verður þreslcingin harðari og meiri, en hætta á kornslcaða jafnframt meiri.
Hálmvinda
Hálmvindan hefur það hlutverlc að taka við hálminum þegar hann kemur frá þeskivelinum og
beina honum niður á fremsta hluta hálmhristils, ásamt því að koma í veg fyrir að hálmur
vefjist og safnist utan á þreslcivölinn. Á sumum vélum er hægt að stilla stöðu hálmvindunnar
og á einstaka tegundum er einnig hægt að stilla snúningshraðann, en algengara er að snún-
ingshraðinn sé háður snúningshraða þreskivalar.
Títubrjótar
Títubrjótar eru i rauninni viðbótarbúnaður sem elcki er ætlast til að sé alltaf hafður á, heldur
einungis bætt við þegar þörf er á. Þetta eru sérstalcar plötur eða listar sem sett eru í þreski-
hvelfuna til þess að auka við þreskigetuna og gera þreskinguna harðari, einkum með það að
markmiði að ná að brjóta títur af korninu þegar þær vilja sitja sem fastast. Þegar slíkt vanda-
mál lcemur upp er rnælt með því að brugðist sé við á eftirfarandi hátt:
• Byrja á því að minnlca bilið á milli þreslcihvelfu og þreslcivalar í þrepum.
• Ef það hjálpar ekki þá skal aulca ferilhraða þreskivalar, þó helst ekki upp fyrir 32 m/s.
• Ef títumar láta enn ekki segjast verður að grípa til títubrjótanna.
Það á sem sagt helst ekki að nota títubrjótana nema brýna nauðsyn beri til og önnur ráð
dugi elcki. Gera má ráð fyrir talsverðum skaða á korninu, það verði varla nothæft sem sáðkorn
og að það verði viðkvæmara fyrir skemmdum í geymslu. Elcki er ólíklegt að vegna aðstæðna
hérlendis sé þörf á að nota þennan búnað meira en venjan er í nágrannalöndunum.
HÁLMHRISTILL
Hlutverlc hálmhristilsins er að skilja laust korn frá hálminum. flytja hálminn aftur af vélinni
og flytja lcornið sern skilst frá til lcornplötu. Um 10-20% af lcominu berst í gegnum þreskilinn
og inn á hálmhristilinn. Hafi þreslcingin telcist vel er þetta korn að langmestu leyti laust í
hálminum og þarf aðeins að hrista það úr. Langstærstur hluti þess koms sem lcemur frá
hálmhristlinum Icemur frá fremsta hluta hans og aukin lengd hálmhristils hefur því takmark-
aða þýðingu, en Iengdin er oft á bilinu 3-5 m. Virlcni hálmhristilsins ræðst mjög af því hversu