Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 92
84
þyldct hálmlag er á honum. Ef ökuhraði er of mikill í hlutfalli við uppskeru verður hálmlagið á
hristlinum of þykkt og þá eykst korntapið verulega. Hálmhristillinn er festur á sveifarása sem
snúast og skapa þannig hristing upp og niður og fram og aftur. Snúningsliraðann er yfirleitt
ekki hægt að stilla og er hann oftast á bilinu 170-280 sn/mín. Á mörgum vélum er búnaður til
að róta í hálminum á hristlinum til þess að jafna hann og lemja úr honum lausu kornin. Þetta
geta verið armar eða gaffalhjól sem snúast.
Hálmspjald er fest ofan við hristilinn og hefur það hlutverk að draga úr hraða hálmsins,
ásamt því að hindra að laus korn kastist aftur úr vélinni. Hálmspjaldið er stillanlegt og getur
verió erfítt að fmna rétta stillingu, ekki síst þegar ekið er ýmist upp eða niður halla.
HREINSIVERK
Hlutverk hreinsiverksins er að hreinsa kornið áður en það fer í korngeyminn. Uppbygging
lireinsiverks er í aðalatriðum eins í flestum þreskivélum. Hreinsunin fer fram með því að
stillanlegum loftstraumi er beint í gegnum stillanlegar sáldplötur sem kornið hristist niður í
gegnum, en hálmleifar og rusl fýkur aftur úr vélinni. Til hreinsiverks teljast; kornplata, for-
sáld, sáldkassi með efra sáldi, neðra sáldi og baksáldi, vifta, kornsnigill og hratsnigill.
Kornplatan hristir kornið aftur á sáldin og um leið fíokkast massinn, þamiig að kornin
sem eru þyngri lenda undir, en lausar agnir og hálmleifar sem eru léttari lenda ofan á, sem
auðveldar loftstreyminu að blása þeim burt þegar massinn kemur aftur á sáldin. Forsáldinu,
sem er bara nokkurs konar lenging á komplötunni, er ætlað að hjálpa til við þennan aðskilnað
korns og hismis og þar tekur loftstraumurinn að leika um kornið.
Efra sáldið (agnsáldið) er til að grófhreinsa massann. Það er til af nokkrum gerðum, en
algengast er í dag að bæði efra og neðra sáldið séu plötusáld (norska: lamellsáld) sem hægt er
að stilla eftir kornastærð og aðstæðum. Neðra sáldið (kornsáldið) liggur undir efra sáldinu og
því er ætlað að fínhreinsa massann sem kemur frá efra sáldinu. Það sem eklci nær að komast í
gegnum neðra sáldið, t.d. þegar títur eru fastar á korninu, þarf að fara aftur í gegnum hreinsi-
verkið og fellur aftur af neðra sáldinu og niður í aftara hólf sáldkassans. Þangað fellui' líka
það sem lcemur á baksáldið, en baksáldið er bara gróf framlenging á efra sáldinu, ætlað til að
hleypa niður kornum sem hafa þvælst eftir öllu efra sáldinu án þess að falla í gegn, oftast
vegna þess að eitthvað hangir við þau.
Það sem hafnar í aftara hólfí sáldkassans er flutt með hratsnigli ýmist upp í þreskiverkið,
og fer þá bæði í gegnum þreslci- og hreinsiverkið aftur, eða upp á kornplötuna og fer þá bara í
gegnum lrreinsiverkið aftur. Það sem hafnar í fremra hólfi sáldkassans er flutt með kornsnigli
til korngeymis.
Viftur geta verið af ýmsum gerðum, en loftstreymið þarf að vera hægt að stilla að að-
stæðum hverju sinni til þess að hreinsunin verði sem best, án þess að um komtap verði að
ræða. Loftstreymið er ýmist stillt með snúningshraóa viftu, loftspjöldum eða hvoru tveggja.
NOKKUR ALMENN ATRIÐI
Þau atriði sem mest áhrif hafa á vinnubrögð þreskivélar eru:
• Ralcastig kornsins og hlutfall korns og hálrns.
• Mötun uppskerunnar í vélina.
• Ferilhraði þreslcivalar og bil milli valarins og þreslcihvelfunnar.
• Loftmagn og stillingar sálda í hreinsiverkinu.
Til þess að fýlgjast með vinnubrögðunum getur ölcumaður skoðað korn sem kemur í
lcorngeymi og oftast lcorn sem lcemur með hratsnigli lílca, án þess að stíga af vélinni. En hann
verður jafnframt að gæta að því sem kemur aftur úr vélinni til þess að geta lagað stillingar eða