Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 98
90
RAÐUNAUTAFUNDUR 1999
ísáning - sáð í gróinn túnsvörð
Bjami E. Guðleifsson
Rannsóknastofnun landbúnaóarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Hlutverk jarðvinnslunnar er að snúa jarðveginum við, blanda moldina, koma áburðarefnum í
landið, jafna það og síðast en eltki síst að endurnýja gróður. Víða erlendis er grasrækt hluti af
sáðskiptaferli. Vegna þess að þar er jarðvegur mikið og oft unninn, plægður, herfaður og
tættur, jafnvel svo að bygging hans skaðast, hafa menn leitast við að draga úr jarðvinnslunni.
Ein leið var að sá beint í landið án jarðvinnslu, hvort sem um var að ræða opinn akur eða
gróið tún. Þetta er kallað „direct drilling“ á ensku, en hefúr verið nefnt ísáning á íslensku.
Til sáningar í óunninn svörð eru notaðar sérstakar sáðvélar, sem þannig eru gerðar að
framan við sáðrörið er mjór tætari sem tætir rás sem fræið fellur ofaní. Fræinu er þannig sáð í
raðir með 10-15 sm bili og síðan er valtað á eftir. Þetta er auðvitað mun ódýrara en fúll-
vinnsla, og hafa rnenn velt því fyrir sér hvort ekki mætti nýta slíkar vélar til lagfæringa á
gróðurfari túna, sérstaklega eftir að kal hefúr herjað. Augljóslega getur ísáning aldrei leyst
hefðbundna endurræktun af hólmi, því ísáningin endumýjar einungis gróðurfarið, ekki aðra
ágalla túnsins, s.s. þýfi eða lélega framræslu.
FYRSTU ÍSÁNINGAR
Isáning hefúr nokkrum sinnum verið prófuð hérlendis, en aldrei með raunverulegum árangri,
enda hafa tækin verið misgóð. Sumarið 1990 gerði Rala á Möðruvöllum athugun á því að sá
vallarfoxgrasi í noldcurra ára kalið móatún á Dæli í Fnjóskadal með venjulegri raðsáðvél
Landgræðslunnar. Enginn árangur sást sáðárið og heidur ekki næsta sumar, en á þriðja ári,
1992, var komið 70% vallarfoxgras í þau svæði sem sáðvélin hafði farið yfir. Þetta varð til
þess að Rala á Möðruvöllum keypti norska ísáningarvél vorið 1993 með aðstoð Framleiðni-
sjóðs, og var hún mikið notuð það vor og reyndar einnig nokkuð um haustið, vegna þess að
víða á Norður- og Austurlandi voru kalskemmd tún þetta vor. Mun láta nærri að sáð hafi verið
í yfir 200 hektara á um 80 bæjum. Mest var sáð vallarfoxgrasi eða grasfræblöndu með vallar-
foxgrasi. Mat var gert á árangri bæði haustið 1993 og aftur haustið 1994 (1. tafla). Ekki var
verulegur munur á því hvort árangur var metinn sama haust eða einu ári seinna, en í heild olli
árangurinn vonbrigðum. Þó má nefna að sums staðar kom nokkurt sáðgresi í túnin á öðru og
þriðja ári, en víða hvarf það fljótt. Samanburður fékkst einnig á árangur á Suðurlandi, en þar
var ísáning metin á nokkrum bæjum eftir miklar kalskemmdir vorið 1997.
1. tafla. Árangur ísáningar (% bæja) í túnum bænda 1993-1997.
Fjöldi bæja Góður Sæmilegur Lélegur Enginn
Norðurland 68 31 19 25 25
Austurland 7 28 29 14 29
Suðurland 9 22 33 12 33
Meðaltal 27 27 17 29