Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 99
91
í ljós kemur að árangur var lélegur eða enginn á nærri helmingi bæjanna. Það vakti hins
vegar athygli að víða var árangur góður í nýlegum 1-3 ára túnum (2. tafla).
2. tafla. Árangur ísáningar í misgömul tún hjá bændum 1993-1997.
Aldur túna Góður Sæmilegur Lélegur Enginn
2-5 ára tún 62 30 8 0
Eldri tún 8 17 8 67
Það vakti enn fremur athygli hve árangur var oít lélegur þar sem varpasveifgras varð
ríkjandi þegar leið á sumar. Sums staðar sáust sáðraðirnar, en engin grös komu upp. Starfs-
menn Rala á Möðruvöllum hafa leitað skýringa á lélegum árangri ísáningar. Markmiðið var
að greina og einangra skaðvaldinn og hugsanlega að eyða honum eða gera hann óvirkann. í
upphafi verkefnisins voru settar fram nokkrar tilgátur, og voru þær helstar að árangursleysi
helgaðist af:
• Samkeppni sáðgresis við lifandi grös um pláss og næringu (Competition).
• Lífverur (örverur eða smádýr) ráða niðurlögum nýgræðings (Parasites).
• Ójafnvægi næringarefna (Defíciency - Toxicity).
• Rotnun plöntuleifa myndar lífræn eiturefni sem hamla plöntuvexti (Phytotoxin).
• Lifandi gróður gefur frá sér eiturefni til að styrkja samkeppnisstöðu sína
(Allelopathy).
Til að leita svara við þessum spumingum hafa verið notaðar mismunandi rannsókna-
aðferðir, sem skipta má í vallartilraunir, pottatilraunir og vinnustofutilraunir. Unnið hefur
verið að þessu verkefni í samvinnu við Norðmenn sem eru að fást við svipuð vandamál.
EFNI OG AÐFERÐIR
Vallartilraunir
Árið 1993 var vallarfoxgrasi og sumarrýgresi ísáð i þrjár ræmur á Miðmýri á Möðruvöllum.
Var þetta gert að vori (21. maí), sumri (7. júlí) og hausti (18. september).
Haustið 1994 (11. október) var vallarfoxgrasi sáð í ræmu þvert yfir Miðmýrina á Möðru-
völlum og til samanburðar var sáð í sama tún vorið 1995 (14. júní). Það skaðaði þessa tilraun
að túnið var rnjög blautt sumarið 1995 eítir snjóþungan vetur. Ræmumar náðu bæði yfir kalna
bletti og óskemmda. Á þessurn ræmum, bæði á kölnum og ókölnum blettum, voru svo girtir af
litlir reitir sumarið 1995 og þeim skipt upp, þannig að á helmingnum var grasi haldið niðri
með klippingu (til að hindra samkeppni við sáðgresið), helmingur var kalkaður (til að kanna
hvort sýrustig tálmaði vöxt sáðgresis) og í miðjum reitnum var úðað með blöndu af sveppa-
og skordýralyfí (til að kanna hvort örverur eða smádýr kynnu að hindra þrif sáðgresis).
Nokkrar fræplöntur voru merktar og fylgst með vexti þeirra og viðgangi fram á haust.
Vorið 1996 (29. maí) var ísáð í grænfóðurflag sem hafði gróið upp, en í því var talsvert
varpasveifgras. Þvert á sáðstefnuna var prófað að kalka, eða úða með illgresislyfi (Roundup),
skordýralyfi (Permasect) eða sveppalyfi (Orthocid 83).
Vorið 1997 (10. júní) hófust 3 ísáningartilraunir á gömlum túnum á þremur bæjum við
Eyjaíjörð; Barká, Dagverðareyri og Möðruvöllum. Var um að ræða móajörð á Barlcá, en
mýratún á Dagverðareyri og Möðruvöllum. Gróðurfari var þannig háttað að á Barká var
varpasveifgras ríkjandi (55%), á Dagverðareyri vallarfoxgras (40%) og vallarsveifgras (50%),
og á Möðruvöllum vallarsveifgras (60%) og túnvingull (40%). Reitir á Barká voru 78-94%
kalnir, á Dagverðareyri 39-75% og á Möðruvöllum 40-90%. Ætlunin var að rannsaka hvað