Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 101
93
ókölnum blettum sömu túna. Hluti skolvatnsins var sendur til Noregs, þar sem spírun hreðku-
fræjanna var metin eftir sólarhring við 21°C.
Sumarið 1998 (14. maí) voru gerð skolsýni af jarðvegshnausum úr ísáningartilraununum
á Barká, Dagverðareyri og Möðruvöllum. Voru skolsýnin af yfirborðsgróðri og sinu, sem
skafin var ofanaf hnausunum (skól), úr 0-2 sm jarðvegsdýpi (yfirborðslag) og 6-8 sm jarð-
vegsdýpi (undirlag). Skolvatnið var síað gegnum kaffipokafilter. Voru gúrkufræ látin spíra í
þessum vökva við 26°C í myrkri vafin inní svart plast og rótarlengd og lengd kímstönguls
mæld eftir 4 og 7 daga. Viðmið voru gúrkuplöntur sem spíruðu í vatni. Þá voru tekin sýni (25.
júní) úr fyrrnefndu túni á Dagverðareyri og var tekið sýni af bletti þar sem vallarfoxgras óx,
annað þar sem vallarsveifgras óx og það þriðja úr varpasveifgrasbletti. Meðhöndlun var sú
sama og áður, og var skolsýnunum skipt í þrennt, skóf, yfirborðsmold (0-2 sm) og undirmold
(6-8 sm). Vöxtur var mældur eftir 5 og 8 daga. Nú var athugað hvaða áhrif þessi sömu skol-
sýni hefðu á vöxt og viðgang íjögurra grastegunda, varpasveifgrass, vallarsveifgrass, snarrótar
og vallarfoxgrass. Viðmið var í vatni og fengu allir liðir næringarlausn (Pokon, Lt=l,5 pS).
Uxu plönturnar á filterpappir í Ijósi við 23°C í viku og síðan við 16°C í 25 daga og var
næringarlausn bætt í boxin eftir þörfum, og úðað var með sveppalyfi gegn sveppum og
þörungum. Sveppirnir voru tegundagreindir og reyndust þeir ekki sjúkdómsvaldar. Loks var
gerð á því athugun hvort mismunandi grastegundir rýrðu uppskeru gúrkufræplantna. Voru
grastegundirnar fjórar ræktaðar í næringarlausn á filterpappír við 22°C í 7 daga og síðan við
16°C í 15 daga. Forspíruðum gúrkufræplöntum var komið fyrir á milli þeirra, þremur plöntum
í hvert box á milli fjögurra grasplantna, og boxin sett við 21°C. Þegar gúrkufræplönturnar
voru metnar höfðu margar þeirra fengið 1 laufblað.
NIÐURSTÖÐUR
Vallartilraunir
Vallartilraunir 1993-1995 sýndu að vorsáningin með ísáningarvél gaf betri árangur en sumar-
eða haustsáning. Rannsólcn á ísáningu með vallarfoxgrasi haustið 1994 og vorið 1995 sýndi
að sumarið 1996 var einungis 26% vallarfoxgras þar sem haustsáð var í kalinn blett, en 37%
þar sem vorsáð var. Má því segja að hvorugur sáðtíminn hafi gefið viðunandi árangur, þó vor-
sáningin hafi reynst betur en haustsáning. Við mælingu á sáðgresinu reyndist hvorki sáðtími,
kölkun né ldipping á illgresi hafa nein marktæk áhrif, en úðun rneð skordýra- og sveppalyfi
hafði marktæk jákvæð áhrif (P<0,001).
ísáning vorið 1996 í grænfóðurflag sem hafði gróið upp tókst miklu betur. Eftir þrjú
sumur var Ijóst að úðun með illgresislyfi hafði gefið besta raun (3. tafla).
3. tafla. Hlutdeild vallarfoxgrass 1998 (% hula) eftir ísáningu í uppgróið
grænfóðurflag á Möðruvöllum 1996.
Viömiðun Sveppalyf Skordýralyf Illgresislyf Kalk
60 49 55 85 59
ísáning í flag sem þetta er talsvert ólík því að sá í gamalt tún með grassverði, miklu líkara
þvi að verið sé að sá í endurunnið eða yngra tún, enda árangurinn ágætur hér. Það vakti
athygli að í þessu flagi varð varpasveifgras fljótt áberandi, nema í reitunum sem voru úðaðir
með illgresislyfi. Þá er þess að geta að í nokkrum tilvikum, þegar grænfóðri eða grasfræi
hefur verið sáð beint í óunnin grænfóðurflög, er greinilegt að sáðgresið dafnar best þar sem
yfirborðslaginu hefur verið blandað við undirlag.
ísáningartilraunir á þremur túnum vorið 1997 beindust að athugunum á þeim þáttum sem