Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 104
96
9. tafla. Kímvöxtur gúrkuplantna frá Barká, Dag-
veröareyri og Möðruvöilum í hlutfalli (%) viö vöxt
í vatni. Meðaltal staða og þriggja laga í jarðvegi.
Lítill vöxtur í skófínni kann að skýrast af
því að á einum staðnum var leiðnitala þess-
arar skófar mjög há, hugsanlega vegna upp-
söfnunar á áburðarefnum.
Þá voru tekin sýni á þremur stöðum úr
einu túni á Dagverðareyri, þar sem
annaðhvort óx vallarfoxgras, valiarsveifgras
eða varpasveifgras. Meðhöndlun var sú sama
og áður og var sýnunum skipt í þrennt, skóf, yfirborðsmold (0-2 sm) og undirmold (6-8 sm),
bæði skolsýni og moldarsýni. Vöxtur var mældur eítir 5 og 8 daga og er hér sýnt meðaltal
mælinga í plasti og boxi (10. tafla). Vöxturinn var mestur úr mold þar sem vallarfoxgras óx og
skófín dró mest úr vexti.
Vöxtur eftir 4 daga Vöxtur eftir 7 daga
Skóf 61 62
0-2 sm 67 61
6-8 sm 76 64
10. taíla. Sýrustig (pH), leiðnitala (Lt) og kímvöxtur gúrkuplantna (sm) í
jarðvegsskoli frá Dagverðareyri. Meðaltal mælinga í poka og boxi og meðal-
tal lengdarmælinga eftir 5 og 8 daga.
pH Lt Lengd, sm
Varpasveifgras 6,44 1,52 4,54
Vallarsveifgras 6,43 0,92 4,46
Vallarfoxgras 6,47 1,33 5,86
Skóf 6,17 3,02 3,98
Efra lag 6,37 0,61 5,56
Neðra lag 6,93 0,14 5,73
Vöxturinn er lítill í skófínni, hugsanlega vegna of hárrar leiðnitölu, og neðra jarðvegs-
lagið vex í fíestum tilvikum betur en það efra.
Nú var athugað hvaða áhrif þessi sömu skolsýni hafa á vöxt og viðgang fjögurra gras-
tegunda, varpasveifgrass, vallarsveifgrass, snarrótar og vallarfoxgrass (11. tafla). Ekki var
neinn munur á vextinum eftir því úr hvaða gróðurlendi jarðvegssýnið var. Niðurstöður sýndu
marktækt samspil á milii plöntutegundanna og jarðvegslaganna, bæði í rótarvexti (P=0,048)
og toppvexti (P<0,001).
II. tafla. Vöxtur fjögurra grastegunda í jarðvegsskoli ffá Dagverðareyri í hlutfalli (%) við
vöxt í vatni með næringarlausn. Meðaltal rótar- og toppvaxtar þriggja staða og þriggja
gróðurlenda.
Varpasveifgras Vailarsveifgras Snarrót Vallarfoxgras
Skóf 108 84 92 74
Efra lag 102 92 108 95
Neðra lag 92 91 86 80
Skófin rýrir vallarfoxgrasið mest, en varpasveifgrasið minnst. Jarðvegurinn rýrði rótar-
vöxt alira tegundanna, nema snarrótar, og toppvöxt allra tegunda, nema varpasveifgrass.
Neðra lagið rýrir rótarvöxtinn mest og toppvöxtinn hjá snarrót.
Loks var gerð á því athugun hvort tnismunandi grastegundir rýrðu uppskeru gúrkufræ-
plantna (12. tafla).