Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 106
98
vallarfoxgrös oft með visna blaðodda og smáraplöntur oft ljósar, sem gæti bent til næringar-
skorts. Þessi einkenni geta þó einnig komið af eituráhrifum. Efnagreining á jarðvegi úr til-
raunum 1995 bentu ekki til þess að urn efnaskort væri að ræða. í vinnustofutilraununum var
yfirleitt reynt að halda áburði í lagi með áburðargjöf, en hún kann þó í sumum tilvikum að
hafa verið takmarkandi. Kann það að vera skýringin á því að yfirborðsmoldin, sem yfirleitt er
næringarríkari, gefur stundum meiri vöxt en undirmoldin (7. tafla). Sömuleiðis kann það að
vera skýringin á því að kalblettir gefa rneiri vöxt en lifandi blettir (5. tafla), vegna þess að kal-
blettirnir eru yfnleitt í lægðum þar sem næringarefni skolast að. Milcil vaxtarhindrun yfir-
borðsskófar kann að stafa af ofgnótt næringarefna, því í sumum tilvikum mældist mjög há
leiðnitala í sýnum úr skófunum (10. tafla). Því er erfitt að útiloka algjörlega að ofgnótt
næringarefna í yfnborðinu valdi árangursleysi í ísáningu.
Rotnun plöntuleifa
Rotnun sinu og róta getur myndað skaðleg efnasambönd. Því var sinan í þremur ísáningatil-
raunum 1997 rökuð burt. Þetta virtist í engu bæta árangur ísáningarinnar (4. tafla). Hins vegar
kom fram í mörgum vinnustofutilraunum að upplausnarvökvi af sinu rýrði rótarvöxt verulega
(6. tafla). Ahrifin á spírun og toppvöxt eru óljósari. Því er ekki hægt að útiloka neikvæð áhrif
niðurbrots á plöntuleifum á nýgræðinginn. Þáttur niðurbrots á rótum hefur elcki verið
rannsakaður sérstaklega. Búist var við að þessi neikvæðu álirif sinunnar væru fyrst og fremst í
kölnum blettum túnanna, en svo reyndist ekki vera. Sýnataka úr kölnum og ókölnum blettum
leiddi í ljós engu minni vaxtarhindrandi álirif í ókölnum blettum, þar sem eru blöð og stönglar
bæði af lifandi og dauðum grösum (5. og 6. tafla). Því virðist ekki hægt að útiloka niðurbrot
lífrænna efna sem þátt í lélegum árangri ísáningar.
Eilurefni frú plönlum
Ef um er að ræða eitruð efnasambönd sem plöntur mynda er reiknað með að þau séu að mestu
bundin við efstu sentimetra jarðvegsins og að þau síðan blandist neðri jarðvegslögum og
þynnist út við jarðvinnslu. Því var í nokkrum tilvikum jarðvegi skipt upp í yfirborðsjarðveg
og undirjarðveg. Það óvænta kom í ljós að yfírborðslagið gaf oft engu rninni vöxt en undir-
moldin (6. og 7. tafla), en þó óx efra lagið ver í einu tilviki þar sem gúrkuplöntur voru
prófaðar (10. tafla). Hins vegar kom greinilega fram að í skóf, sem skafin var af yfirborðinu,
var alltaf mikil vaxtarhindrun á gúrkuplöntur (9., 10. og 11. tafla). Það virðist því ljóst að
vaxtarhindrandi efni eru ekki í efstu tveimur sentimetrum jarðvegsins, heldur hljóta þau að
vera bundin við sjálft yfirborðið og sinuna. Hvort hér er um að ræða eiturefni eða ójafnvægi í
næringarefnum verður ekld sagt með vissu á þessu stigi. Eldd tókst að einangra vaxtar-
hindrandi efni úr einu gróðurlendi fremur en öðru, en jarðvegsskol úr skóf hindraði vöxt
minnst hjá varpasveifgrasi en mest hjá vallarfoxgrasi (11. tafla). Því er hugsanlegt að varpa-
sveifgrasið gefi frá sér eiturefni sem það þolir sjálff en elcki vallarfoxgrasið. Snarrót og vallar-
sveifgras eru svo þolnari en vallarfoxgrasið. Lolcs var prófaður kímvöxtur gúrkuplantna
innanum grastegundirnar fjórar og kom þá fram að varpasveifgrasið hindrar kímvöxt gúrku-
fræplantnanna mun meira en snarrót, vallarsveifgras og vallarfoxgras. Þetta kann að vera
ástæðan fyrir því að illgresisúðun er eina meðferðin sem hefur aukið árangur ísáningar og þá
helst þar sem mikið er af varpasveifgrasi (3. og 4. tafla). Reynt er nú að einangra og greina
þau efni sem hindra vöxt nýgræðingsins.
ÁLYKTANIR
Árangur ísáningar í túnsvörð við hefðbundnar aðstæður er ófullnægjandi. Ástæður þessa hafa
verið kannaðar. Athuganir sýna að plöntumar spíra, en dafna síðan illa eða ekki. Benda niður-