Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 108
100
RÁÐUNAUTflfUNDUR 1999
Athugun á tækni við skurðahreinsun
Grétar Einarsson
og
Eiríkur Blöndal
Rannsóknastofnun landbúnaóarins, bútæknisviði
INNGANGUR
í eftirfarandi pistli er ætlunin að fjalla noklcuð um hvaða tæki, aðferðir og tækni koma til álita
við að endurbæta framræslu á ræktunarlöndum. Elcki verður fjölyrt um nauðsyn góðrar
framræslu og afleiðingar þess að henni er ekki viðhaldið. Um það efni er tiltækur mikill fróð-
leikur og hefur reyndar oft á ráðunautafundum verið fjallað um þann þátt ræktunarstarfsins.
Elcki eru aðgengilegar tölulegar upplýsingar um hve mikið magn talið í hekturum eða lengdar-
metrum er þörf á að hreinsa eða endurbæta. Hér verður þó út frá ýmsum gögnurn varpað fram
að tún í ræktun séu um 115 þús. hektarar og að um 70% þeirra séu á framræstu landi.
Ennfremur er gert ráð fyrir að hverjum hektara tilheyri um 300 m langur skurður. Þessar for-
sendur leiða til þess að lengd skurða á ræktuðu landi sé um 24.650 km. Flestir þessir skurðir
eru komnir til ára sinna og hreinsun undanfarin ár hefur verið í algjöru lágmarki. Þá hefúr því
einnig verið slegið fram að nýgröft þurfí að hreinsa eftir 12-15 ár og endurhreinsun þurfi að
fara fram með 8-10 ára bili. Framangreindar tölur undirstrika því ótvírætt að ætli menn að
halda núverandi ræktun í horfmu er rnjög þýðingarmikið að velja heppilega tækni til þess, en í
því sambandi eru ýmis ný viðhorf út frá tæknilegu sjónarmiði sem skoða þarf vandlega. í
eftirfarandi umfjöllun er ætlunin að viðra ýmsar hugmyndir sem hafa verið í umræðunni að
undanfömu.
MAGNTÖLUR VARÐANDI SKURÐAHREINSUN
Hreinsun á framræsluslcurðum hefur um nokkuð skeið verið til athugunar hjá Bútæknideild
RALA í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri og með tilstyrk Framleiðnisjóðs. Sumarið
1996 og 1997 voru gerðar athuganir með tælcnibúnað og jafnframt gerðar mælingar á magn-
tölum við lrreinsun á 10 ára gömlum skurðum. Þar kom fram m.a. að á lengdarmeter var botn-
hreinsunin 0,16-0,3 m3, þ.e.a.s. að hæfilegt reyndist að hreinsa um eitt fet úr skurðbotninum.
Ur hliðum skurðanna kom um 0,3-0,4 m3 og væri tekið ofan af skurðbakkanum reyndust það
vera um 0,24-0,45 m3. Alls reyndust þetta vera um 0,7-1,15 m3 á lengdarmetra til að ná eðli-
legum halla fyrir rennsli og bakkanum nokkuð niður. Lílclegt er að magntölurnar endurspegli
nokkuð aðstæður þegar komið er að eðlilegu viðhaldi skurðanna, en þær hækka að sjálfsögðu
eftir því sem lengri tími líður umfram eðlilegt viðhald.
HREINSUN MEÐ SKURÐGRÖFU
Haustið 1997 var á vegum Bútæknideildar gerð lausleg athugun á vinnubrögðum ATLAS
1302 (15,5 tn) slcurðgröfu í samvinnu við Jörfa hf. á Hvanneyri. Mælingarnar voru gerðar
m.a. vegna þess að verið var að reyna tæki til dreifmgar á búfjáráburði og jafnframt lcannað
hvort það næði að dreifa uppmokstri úr skurðum. Mokað var með hefðbundnum hætti, þ.e.
skurðgrafan ók meðfram bakkanum jafnhliða því sem hún hreinsaði, en í stað þess að leggja