Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 110
102
1. tafla. Eftainnihald uppgraftar.
Sýnataka, staður pH Fjöldi (meðaltal) K (me) (meðaltal)
Úr botnleðju 3 5,18 0,44
Úr uppgrefti 6 5,08 0,29
Úr spildu fyrir dreifingu 2 5,78 0,44
hlutum gróðurbeðsins. Sýnin voru
tekin úr algengu ræktunarlandi,
þ.e. úr 10 ára gömlum skurðum á
mýrartúnum í Bæjarsveit í Anda-
kílshreppi. Ahugi var til að mynda
á að athuga sýrustig og hvort
greina mætti uppsöfnun á kalíum.
í 1. töflu eru sýndar niðurstöður
nokkurra mælinga. Um var að ræða tvær spildur á framræstri mýri, en önnur spildan náði þó
yfir á sendið land. Eðli uppgraftarins var í þessu tilfelli mjög misjafnt eftir því hvar úr
skurðinum var tekið. í botni skurðaima er oft svört eða rauð leðja, en votlendisgróður með
öflugu rótakerfi er þar áberandi. I skurðhliðinni var ofit nokkuð mildinn jarðvegur grasi gróinn
og snarrót áberandi. Ofan á skuróbakkanum er jarðvegurinn að jafnaði svipaður og í túnunum.
Eftir viðræður við sérfræðinga um hugsanlega myndun eiturefna í loftfirrtu umhverfi eins og
skurðbotnum var ákveðið að gera einnig litla ræktunarathugun (pottatilraun), þar sem sáð var í
„hreinan“ uppgröft, blandaða sáðmold með uppgreftri (50/50) og til samanburðar í hreina sáð-
mold. Notað var fræ af sumarrepju, vetrarrýgresi, byggi og sumarhöfrum. Athuguð var spírun
og uppskera eftir 90 daga frá sáningu. Til viðbótar var einnig bætt við einu sýni sem tekið var
í skurðbotni úr mýri á Hvanneyri.
□ Uppgröftur
SBIandað
□ Sáðmold
3. mynd. Spírunarhlutfall eftir20 daga í pottum.
Þá var skoðað sérstaklega hvert spírunarhlutfallið var með tilliti til uppruna sýnanna, þ.e.
úr botni skurðs, eða úr blönduðum uppgreftri. Þannig samanburði er stillt saman á 4. mynd.
Aréttað slcal aftur að gagnasafnið er lítið og verður túlkun að vera í samræmi við það, en ekki
er sjáanlegt að um sé að ræða afgerandi neikvæð áhrif frá botnleðjunni.
A vaxtartímanum var gefinn áburður sem nant um 450 kg/ha Græðir 5 (15-15-15). Upp-
skera var síðan mæld eftir 90 daga frá sáningu. Á 5. mynd má sjá meðaluppskeru á spírað fræ
fyrir allar gróðurtegundimar. Verulegur breytileiki var í uppskerutölum. Ekki var sjáanlegt
samhengi milli uppskerumagns og K-gilda eða pH-gilda. Eins og sjá má hefur sáðmoldin í