Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 115
107
RAÐUNflUTfifUNDUR 1999
Arfgengi og fylgni kynþroska og þyngdar bleikju
(Salvelinus alpinus) í eldi
Einar Svavarsson
Hólaskóla
Ein af veigameiri forsendum þess að bleikjueldi sé hagkvæmt er að fiskurinn vaxi vel og verði
ekki kynþroska áður en hann nær sláturstærð. I kjölfar kynþroska tapar kjötið fitu og lit og
vatnsimiihald eykst þannig að gæði rýma verulega (Love 1980). Markaðir kalla á mismunandi
stærðir af físki. Fiskurinn þarf að vera kominn í þá stærð sem markaðurinn vill áður en hann
verður kynþroska og hluti af hverjum árgangi þarf að hafa náð sláturstærð ári fyrir kynþroska
til að hægt sé að sinna markaðnum allt árið. Ef fiskurinn verður mjög seinkynþroska hefur það
í för með sér iengra kynslóðabil sem hægir á kynbótaffamförum.
Eftirfarandi skrif greina frá rannsókn sem gerð var á bleikju úr Laxárvatni á Ásum þar
sem leitast var við að varpa ljósi á að hve miklu leyti mismikil tilhneiging til kynþroska og
mismunandi þyngd stafaði af erfðum. Einnig voru skoðuð tengsl þessara eiginleika og hvemig
væri best að haga úrvali með tilliti til þeirra í kynbótum.
Framleiðnisjóði landbúnaðarins styrkti þetta verkefni. Sturla Þórðarson og Þórður Pálsson
veiddu foreldra tilraunableikjunnar. Úrvinnsla verkefnisins var unnin með styrk frá Starfs-
skiptasjóði Evrópusambandsins undir handleiðslu Dr. Jan Nilsson við sænska Landbúnaðarhá-
skólann í Umeá. Þessum aðilum em færðar bestu þakkir.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Klakfiskar vom veiddir í net í ágúst 1990. Eldi og mælingar fóm fram í Hólalaxi. Klak-
fiskarnir voru kreistir og hrogn frjóvguð eftirtalda daga: 27. ágúst, 18 hrygnur og 6 hængar; 1.
september 33 hrygnur og 11 hængar; 8. september, 6 hrygnur og tveir hængar. Hverjum hæng
var æxlað við 3 hrygnur. Fáeinum dögum eftir frjóvgun drápust flest hrognin undan 3
hrygnum þannig að niðurstöðurnar byggja á afkvæmum 19 hænga sem frjóvguðu hrogn
tveggja eða þriggja hrygna, alls 54 hrygnur, þ.e. 19 hálfsystkinahópar og 54 systkinahópar.
Sýnishom 20-25 lirogna undan hverri Irrygnu var einstaklingsvigtað á augnstigi. Eftir klak var
hver systkinahópur alinn í 130 1 (60 cm í þvermál) keri. Fóðrun hófst í byijun febrúar. Fóðrað
var eftir lyst ,eða ríflega það, með sjálfvirkum fóðrurum. Fiskamir voru sveltir í allt að viku
fyrir og í mælingu. Vatnshæð í kerjum var 15 cm þar til í júní, þá hækkuð í 45 cm. Fjöldi
fiska í keri var staðlaður við 200 í apríl og svo fækkað í 150 í ágúst. Á hrognastigi og fram að
frumfóðrun var hitastigið 3-5°C. í frumfóðrun var það hækkað smá saman í 8°C á þremur
mánuðum og síðan haft 8-11°C fram að síðustu viku í október þegar það var lækkað niður í
5°C og haft 3-5°C næstu tvo vetur (nóv.-maí) og 5-7°C yfir sumartímann.
Sýnishorn 25 og 60 fiska úr hverjum systkinahópi vom einstaklingsmerktir með númer-
uðum plastmerkjum (Floy-tags) í október, þá 13 mánaða (í þessari grein verður aldur tími frá
frjóvgun nema annað sé tekið fram), og settir í sitt hvort kerið, ker 1 og 2. Kynþroskastig og
þyngd 1294 fiska í keri 1 og 2700 fiska í keri 2 var skráð við 15 og 24 mánaða aldur.
Fiskarnir í keri 1 voru vigtaðir og skomir upp til að kyngreina þá við 30 mánaða aldur en
fiskarnir í keri 2 við 34 mánaða aldur. Fiskar sem tíndu merki voru ekki hafðir með í
greiningu gagna.