Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 117
109
Fylgni á milli hlutfallslegra affalla á hrognastigi í systkinahópum og hlutfalls hrygna á
meðal þeirra fiska sem lifðu til loka rannsóknarinnar var-0,336 (P=0,013).
Meðaital meðalþyngdar augnhrogna í systkinahópum var 84±10,7 mg (+st.dev.). Meðal-
þyngdin var frá 59±6,8 mg til 113±4,9 mg.
Fylgni á milli meðalþyngdar lirogna og meðalþyngdar fiska í systkinahópum við 15
mánaða aldur, 24 mánaða aldur í báðum kerjum, 30 mánaða aldur í keri 1 og 34 mánaða aldur
í keri 2 var pósitíf og marktæk í öllum tilfellum (1. tafla).
1. tafla. Fylgni meðalþyngdar hrogna og annars vegar kynþroskahlutfalls og hins vegar meðalþyngdar. Fylgni
kynþroskahlutfalls á meðal hænga við 15 mánaða aldur og meðalþyngdar systra þeirra.
Eiginl. 1 Eiginl. 2 Fylgni meðaltala
Innan feðra, N=19 Innan mæðra, N=54
Ker 1 Ker 2 Ker 1 Ker 2
Þyngd hrogna Kynþr. hænga v. 15 mán. aldur 0.07ns 0.0 Ins -0.05ns -0.08ns
Þyngd hroana Kynþr. hænga v. 24 mán. aldur 0.18ns 0.14ns 0.22ns 0.21ns
Þyngd hrogna Kynþr. hrygna v. 24 mán. aldur 0.31ns 0.45ns 0.19ns 0.22ns
Þyngd hroana Þyngd v. 15 mán. aldur 0.37ns 0.38ns 0.36** 0.35*
Þyngd hrogna Þyngd v. 24 mán. aldur 0.39ns 0.42ns 0.36** 0.37**
Þyngd hrogna Þyngd v. 30 mán. aldur 0.34ns 0.31*
Þyngd hrogna Þvnad v. 34 mán. aldur 0.36ns 0.28*
Kynþr. hænga v. Þyngd hrygna v. 15 mán. aldur -0.55* -0.47* -0.44** -0,36**
15 mán. aldur Þyngd hrygna v. 15 mán. aldurJ) -0.52* -0.54ns -0.34* -0.36**
a) Leiðrétt fyrir hrognaþyngd.
ns P>0,05, * P<0,05, ** P<0,01.
Kerjaáhrif á þyngd við 15 og 24 mánaða aldur voru ekki marktæk. Fiskamir voru ekki
vigtaðir á sama aldri í lokamælingunni svo það kom ekki á óvart að þeir voru talsvert þyngri í
keri 2. Áhrif víxlverkunar á milli kerja og feðra annars vegar og kerja og mæðra innan feðra
hins vegar voru marktæk (P<0,01) við 24 og 30/34 mánaða aldur en ekki við 15 mánaða
aldur. Smanlögð töldu þessi víxláhrif 4,9% af heildarbreytileikanum hjá hængum við 24
mánaða aldur og 6,5% við 30/34 mánaða aldur. Hjá hrygnum vom víxláhrifin nokkru minni,
3,7% við 24 mánaða aldur og 2,6% við 30/34 mánaða aldur. Áhrif lcyns á þyngd vom mark-
tæk á öllum aldri. Hrygnumar voru þyngri við 15 mánaða aldur en hængamir voru þyngri við
24, 30 og 34 mánaða aldur. Það er augljóst að fiskar sem urðu kynþroska við 24 mánaða aldur
voru að meðaltali þyngri við 15 mánaða aldur en fiskar sem ekki urðu kynþroska. Kynþroska
fiskamir höfðu aukið forskot sitt í þyngd við 24 mánaða aldur. Þrátt fyrir kynþroska og
vaxtarstopp sem honum fylgir höfðu kynþroska hængar i keri 1 enn nærri jafn mikla hlutfalls-
lega yfirburði í þyngd 4—5 mánuðum eftir riðtíð (30 mánaða aldur) eins og þeir höfðu við 15
mánaða aldur. Kynþroska hrygnur í keri 2 höfðu við 34 mánaða aldur náð sömu hlutfallslegu
yfirburðum í þyngd. samanborið við geldar hrygnur, og þær höfðu við 15 mánaða aldur. Við
34 mánaða aldur höfðu hængar sem urðu kynþroska við 24 mánaða aldur aukið hlutfallslegt
forskot sitt í þyngd á gelda hænga miðað við þyngd við 24 mánaða aldur (2. tafla).
Verulega hátt hlutfall seiðahænga varð kynþroska. Breytileiki í kynþroska á milli
systkinahópa reyndist mikill hjá báðum kynjum. Hlutfallið á milli kynþroska hænga og kyn-
þroska hrygna við 24 mánaða aldur var mjög svipað í báðum keijum (3. tafla). Kerjaáhrif og
áhrif kyns á kynþroska voru marktæk i öllum tilfellum. Víxláhrif kerja og feðra á kynþroska
hrygna við 24 mánaða aldur voru marktæk. Hins vegar voru hvorki marktæk víxláhrif kerja
°g feðra né kerja og mæðra innan feðra á kynþroska hænga við 15 og 24 mánaða aldur.