Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 120
112
(Crandell og Gall, 1993), bleikju (Nilsson, 1992) og kyrrahafslaxi. Eftir kynþroska við 24
mánaða aldur tók fiskurinn býsna fljótt við sér í vexti, hrygnumar juku þyngd sína um 24%
innan 6 mánaða frá kynþroska og hængarnir um 36%, og voru þá þyngri en geldu fískarnir. í
rannsókn Crandell og Gall (1993) á regnbogaurriða náðu hængar, sem urðu kynþroska eins
árs, ekki þyngd annarra fiska innan árs.
Arfgengi kynþroska, sem hér fengust, benda til verulegra áhrifa samleggjandi erfða á
þennan eiginleika, bæði við 15 og 24 mánaða aldur. Astæða þess að það fæst hærra arfgengi
fyrir kynþroska í hrygnum en hængum við 24 mánaða aldur gæti verið sú að kynþroski hænga
haustið áður hefði hamlað því að sumir hængar yrðu aftur kynþroska að ári. Með tilliti til þess
að arfgengi mæðra fyrir kynþroska reyndist litlu hærra en arfgengi feðra virðast önnur erfða-
áhrif en samleggjandi og sértæk umhverfisáhrif á kynþroska einstakra systkinahópa vera
minni háttar.
Arfgengi feðra fyrir þyngd var mjög hátt við 15 mánaða aldur en lækkaði í miðlungi hátt
viö 24 mánaða aldur og niður í lágt arfgengi við 30/34 mánaða aldur. Astæða þessa gæti verið
hátt og breytilegt hlutfall kynþroska í systkinahópunum. Minni kynþroski og hærra arfgengi
hjá hrygnum en hængum styður þessa tilgátu. Su o.fl. (1996) fengu hækkandi arfgengi á
þyngd með aldri í rannsókn á regnbogaurriða. Þeir útskýrðu það með minnkandi álirifum af
sérstökum umhverfisáhrifum á einstaka systkinahópa á meðan þeir voru aðskildir á seiðastigi.
Arfgengi mæðra fyrir þyngd breyttist ekki að marki með aldri. Það kann að tengjast stöðug-
leilca goggunarraðar sem áður var fjallað um í sambandi við fylgni lrrognaþyngdar og meðal-
þyngdar í systkinahópum á mismunandi aldri.
Neikvæð erfðafylgni þyngdar hænga og kynþroska þeirra við 15 mánaða aldur endur-
speglar vaxtarstopp sem verður vegna kynþroskans. Margir fiskanna voru rennandi þegar
mælingin var gerð og hafa því væntanlega ekki vaxið neitt um eitthvert skeið. Hitt kemur
meira á óvart að fylgni meðalþyngdar hrygna í systkinahópum og kynþroska bræðra þeirra við
15 mánaða aldur reyndist neikvæð og umtalsverð í bæði keri 1 og 2 og hvort sem þyngd
hrygna var leiðrétt fyrir lirognastærð eða ekki. Samband vaxtarhraða (í aðdraganda kyn-
þroska) og kynþroska virðist því vera með öðrum hætti á seiðastigi en þegar bleikjan er einu
ári eldri. Það virðist engin augljós skýring á að kynþroski seiðahænga sé meiri í hópum sem
hafa minni eðlislæga getu til vaxtar. Ef til vill er þama um að ræða einhver áhrif af hegðun
hænga, sem eru að verða kynþroska, á vöxt systra þeirra í sama keri. Pedersen (1997) greinir
frá nýjum tilgátum sem setja spurningamerki við viðteknar hugmyndir um orkunýtingu fiska í
frumbernsku. Þar á meðal er tilgáta Wieser o.fl. (1988) um að í kviðpokaseiðum sem vaxa
mjög hratt sé miimi orku varið til annarrar starfsemi. Elcki era forsendur til að fullyrða að
þessar nýju kenningar kuimi að skýra neikvæða fylgni á milli þyngdar og kynþroska í seiða-
hængum.
Jákvæð erfðafylgni á milli þyngdar einu ári fyrir kynþroska (15 mánaða aldur) og kyn-
þroska (24 mánaða aldur), sem hér fékkst, er í samræmi við niðurstöður fyrir lax (Gjerde og
Gjedrem, 1984; Gjerde, 1986; Gjerde o.fl. 1994). Það var einnig jálcvæð erfðafylgni á milli
þyngdar og kynþroska við 24 mánaða aldur. Nilsson (1992) félck neikvæða fylgni á milli
þessara eiginleilca hjá bleikju við þriggja ára aldur. Hann dró þá ályktun að það stafaði af því
að vöxtur hefði legið niðri um skeið vegna kynþroslcans.
Hærri erfðafylgni á milli þyngdar við 24 mánaða aldur og 30/34 mánaða aldur en á milli
þyngdar við 15 mánaða aldur og 24 eða 30/34 mánaða aldur lcann að stafa af því að fylgnin
verði meiri þegar styttra er á milli mælinga og hins að áhrif kynþroslca við 15 mánaða aldur á
þyngd verði aðallega á þeim sama aldri en áhrif kynþroska við 24 mánaða aldur verði meiri
og sambærilegri á þyngd við 24 og 30/34 mánaða aldur en 15 mánaða aldur.