Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 123
115
RABUNflUTflFUNDUR 1999
Samanburður á vexti geldinga, hrúta og gimbra
Sveinn Hallgrímsson
Heigi B. Ólafsson
og
Hilda Pálmadóttir
Bœndaskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Haustið 1992 var verkefnið „Síslátrun vorlamba“ sett af stað, en í því voru minni lömb sem
eldci voru sláturhæf að hausti tekin á eldi og slátrað á tímbilinu desember til apríl (Sveinn
Hallgrímsson 1994 og 1996). Svipuð tilraun hafði verið gerð haustið 1983, en þá var lömbum
slátrað um jól (Sveinn Hallgrímsson 1983). Á undanfömum árum hefur þessi aðferð við að
koma lömbum til þroska fyrir slátrun og setja ferskt kjöt á markað unnið sér fastan sess í ís-
lenskri sauðíjárrækt. Hingað til hafa það nær eingöngu verið gimbrar sem aldar hafa verið.
Því er þörf að athuga hvort hægt sé að taka lélegu hrútlömbin og ala þau og slátra þeim eftir
1. mars, eða hvort nauðsynlegt er að gelda þau.
MARKMIÐ
• Að gelda vorlömb að hausti, um 5 mánaða gömul hrútlömb.
• Að bera saman vöxt, þroska, kjötgæði, þar með talið bragðgæði kjöts, og fóðumýtingu
geltra og ógeltra hrútlamba og gimbra.
• Að slátra í byrjun mars, með tilliti til þess að hrútabragð af hrútlömbunum sé horfið, eins
og keimingar eldri bænda ganga út á.
• Að bera saman gæði kjöts af hrútum, geldingum og gimbrum sem slátrað er í mars.
• Að kanna hagkvæmni þess að ala lömb fram í mars.
FRAMKVÆMD
1. Helmingur tiltækra hrútlamba var geltur. Miðað var við að ekki væra færri en 8 lömb í
hverjum hópi.
2. Tekið var á hús og rúið þegar beit var talin of léleg.
3. Fóður er vigtað og moð frá lömbunum og það efnagreint.
4. Dýralælcnir var fenginn til að annast geldingu.
5. Kjöt var tekið til bragðprófunar strax eftir slátrun 1998, þó ekki þannig að fá til þess „fag-
hóp“ heldur aðeins amatöra (nemendur og starfsfólk Bændaskólans), og meta hvort munur
væri á bragðgæðum eftir hópum.
6. Hópur gimbra var til samanburðar veturinn 1997-98.
7. Tilraunin var gerð 1997-98 og endurtekin 1998-99.
Tilraunastaður: Fjárhús Bændaskólans á Hvanneyri.
Abyrgðarmaður: Sveinn Hallgrímsson.
Starfsmenn: Helgi Bjöm Ólafsson, tilraunamaður og Guðmundur Hallgrímsson, ráðsmaður.
Fjármenn: Þorkell Þórðarson og ísgeir Aron Hauksson.