Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 128
120
vegna hugleiðinga sem fram höfðu komið að hans sögn um það mál. Bjöm Pálsson skrifar
svargrein í Frey (1931) og segir þar frá athugunum sínum á vænleika hrúta og hrútlamba sem
gelt höfðu verið um vorið. Björn telur að geltu lömbin hafi reynst gefa þyngri föll að hausti
og að þau hafi verið betur holdfyllt í flestum tilvikum. Árið 1936 skrifar Páll Zóphóníasson
grein í Frey og segir þar frá athugunum sínum á þunga og holdíyllingu skrokka af hrútum og
geldingslömbum. Ennfremur skrifa Halldór Pálsson og Stefán Vagnsson greinar í Frey árið
1937, þar sem rætt er um nauðsyn þess að gelda hrútlömb að vori til að fá betur þroskuð föll á
hrútlömbum (Halldór Pálsson og Stefán Vagnsson 1937). Þessi mikli áhugi á að gelda hrút-
lömb tengist sölu dilkakjöts til Bretlands og að það muni leiða til betri holdfyllingar falla
segja greinahöfundar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hrútlömb vaxa nokkru hraðar en geld-
ingar, þó ekki sé munurinn mikill á fyrstu 3 til 5 mánuðunum, um 5% (Sjá Fraser o.fl. 1987).
Sömu höfundar halda því fram að þessi munur geti farið í 15 til 20% við 1 árs aldur. Að öllu
eðlilegu ætti því að stefna að því að gelda aðeins þau lömb sem ekki ná eðlilegum þroska á
fyrsta sumri, en gelda að hausti sem á eða þarf að ala áfram.
Heimildir
Fjármaður í Presthólahreppi, 1930. Nokkur orð um geldingu hrútlamba. Freyr 27: 50- 51.
Fraser, A., J.T. Stamp & J.M.M. Cunningham, 1987. Sheep Husbandry and Diseases. 6. útg. BSP Professional
Books, Oxford, London, 334 s.
Björn Pálsson, 1931. Reynsla nokkurra tjáreigenda um þunga og holdgæði geldingsfjár. Freyr 28: 97-99.
Páll Zóphóniasson, 1936. Hrútlömb — eða geldingslömb. Á að gelda hrútlömbin í vor? Freyr 31: 125-128.
Halldór Pálsson & Steefán Vagnssson, 1937. Bændurgeldið hrútlömbin í vor. Freyr 32: 73-77.
Sveinn Hallgrímsson, 1983. Jólatömb 1983. Saudfjárrœktin, B.í. fjölrit, lOs.
Sveinn Hallgrímsson, 1993. Síslátrunvorlamba. Bændaskólinn á Hvanneyri, fjölrit, 18+2 s.
Sveinn Hallgrímsson, 1996. Síslátrun vorlamba. RIT búvísindadeildar nr. 13: 15-29.