Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 133
125
Við vigtun 13. júní vantaði 3 pör í báða hópa og er meðalþungi þeirra því settur í sviga í
töflunni, þar sem hann er ekki sambærilegur við seinni vigtanir. Við þessa vigtun var athugað
hvernig geltu lömbin hefðust við og var ekki annað að sjá en að geldingin hefði tekist vel þar
sem eldcert lamb var með ígerð. Elckert af hringgeltu lömbunum hafði þá misst punginn, en 17
dögum síðar, eða 30. júní, var hann dottinn af öllum.
Við tölfræðilegt uppgjör, bæði á þunga á fæti og vaxtarhraða, var prófað hvort mismunur
milli para væri marktælcur, bæði innan geldingaraðferða og án tillits til geldingaraðferða og
jafnframt milli geldingaraðferða, bæði með og án leiðréttinga fyrir upphafsþunga 28. maí.
Elcki reyndist svo vera, bæði hvað varðar þunga á fæti og vaxtarhraða. Næst kemst munurinn
að vera marlctælcur (miðað við 95% tilfella) á þunga 29. september og eins á vaxtartímabilinu
frá 30. júní til 29. september á milli geltu og ógeltu paranna.
2. tafla. Vaxtarhraði, g á dag.
Geldingaraðferð Tala lamba 28. maí- 30. júní Vaxtartímabil 30. júní— 29. sept,- 29. sept. 14. okt. 14. okt- 4. nóv.
Töng 12 276 211 189 60
Samanb. 12 288 224 206 40
Hringir 12 265 202 172 60
Samanb. 10 285 237 200 40
Geldingar 24 271 207 181 60
Ógeltir 22 286 230 203 . 40
Enda þótt eklci hafi komið fram marktækur munur í vexti geltra og ógeltra hrútlamba í
þessari tilraun er rétt að benda á að ágæt samsvörun er í vexti hópanna, þ.e.a.s. vaxtargeta
geltu lambanna er alltaf minni eftir geldingu og eylcst munurinn er líða tekur á sumarið
Lömbin voru vigtuð eftir slátrun og aldur þeirra slcráður, sjá 3. töflu.
3. tafla. Meðalaldur lamba og meðalþyngd skrokkanna innan hvers slátrunarhóps. í hverjum hópi eru 4 lömb.
Kyn Dagssetning slátrunar Meðalaldur í dögum Aldur yngsta og elsta lambs Aldurs- munur Meðalþyngd kg Staðalfrávik (f. þyngd)
Gimbrar 3. og 7. okt.97 150 139-158 19 15,1 2,3
Hrútar 3. og 7. okt.97 150 144-160 16 17,9 5,4
Geldingar 5. nóv. 97 175 167-188 22 14,5 2,3
Hrútar 5. nóv. 97 175 169-188 19 15,4 3,2
Geldingar 18. nóv. 97 190 182-197 15 15,4 2,7
Hrútar 18. nóv. 97 190 182-197 15 17,4 1,3
Geldingar 2. des. 97 200 196-214 18 14,8 3,6
Hrútar 2. des. 97 200 196-214 18 18,0 2,8
Geldingar 17. des. 97 215 210-221 11 15,0 1,9
Hrútar 17. des. 97 215 210-22! 11 16,4 1,3
Geldingar 8. jan. 98 240 232-246 14 15,5 1,8
Hrútar 8. jan. 98 240 232-246 14 16,3 2,9
Eins og fram lcemur í 3. töflu þá var aldursmunur lambanna innan hvers hóps frá 11
dögum upp í 22 daga, sem verður að teljast frelcar mikill miðað við hve lítill munur er á með-
alaldri hópanna. í hópnum þar sem meðalaldurinn er 190 dagar er yngsta lambið yngra en
elsta lambið í yngri hópnum, en þar er meðalaldurinn 175 dagar. Þrátt fyrir þetta var álcveðið
að halda flolckuninni á lömbunum eftir slátrunardegi við uppgjör á skynmatshlutanum. Rann-