Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 139
131
RAÐUNAUTAFUNDUR 1999
Hlutverk fóðureftirlitsins gagnvart bændum
Lilja Grétarsdóttir
Aðfangaeftirlitinu
Aðfangaeftirlitið var stofnað árið 1994 og tók við hlutverki eftirlitsdeildar RALA. Aðfanga-
eftirlitið hefur eftirlit með framleiðslu og sölu innlendra og erlendra fóðurvara, sáðvöru og
áburðar. Það er sjálfstæð stofnun með aðsetur í RALA-húsinu á Keldnaholti. Um Aðfanga-
eftirlitið gilda lög nr. 22/1994 og reglugerðir sem settar hafa verið með stoð í þeim lögum.
Lögin og reglugerðimar er að fmna á heimasíðu Aðfangaeftirlitsins á www.rala.is/adfang.
EFTIRLIT MEÐ FÓÐRI
Reglugerð nr. 650/1995 og breytingar sem gerðar hafa verið við hana fjalla um fóður og efitir-
lit með því. í reglugerðinni er kveðið á um að einungis sé heimilt að framleiða fóðurvörur,
sem ætlaðar eru til sölu, innflutnings og/eða viðskipta, sem eru hreinar, ferskar, ósviknar og
fullnægja lcröfum um heilbrigði og gæði og geta hvorki skaðað dýr, menn eða umhverfi.
Fyrirtæki sem framleiða til innanlandsnota og/eða flytja inn fóðurvömr skulu skrá starf-
semi sína hjá Aðfangaefitirlitinu, sem og það fóður sem er framleitt eða flutt inn. Sá sem fram-
leiðir og/eða selur fóðurvömr skal tilgreina og bera ábyrgð á vömupplýsingum sem krafist er.
MERKINGAR FÓÐURS
í reglugerðinni er meðal annars kveðið á um hvemig merkingum fóðurs sem boðið er til sölu
hér á landi skuli háttað.
Vörulýsingar, eins og lýst er hér á eftir, eiga að koma fram á umbúðunum, áfestum
merkimiða, fylgiseðli, fylgiskjali eða á auglýsingaspjaldi. Lögboðnar upplýsingar og við-
bótarupplýsingar eiga að vera á afmörkuðum fleti, þær skulu vera á íslensku og vera auðsýni-
legar, læsilegar og óafmáanlegar. Merkingar á öðrum tungumálum em heimilar, enda sé
kaupanda tryggð íslensk þýðing.
í 3. kafla reglugerðarinnar eru settar fram kröfur um innihald hreinna fóðurefna. Þar
kemur fram hvaða upplýsingar eru skyldubundnar, þ.e. verða að koma fram, og hvaða upp-
lýsingar eru valfrjálsar, þ.e. má setja á umbúðimar. Einnig er þar að finna upplýsingar um lág-
marks- eða hámarksinnihald af ákveðnum efnum.
Það er mjög misjafnt eftir fóðurefnum hvaða kröfur eru gerðar um upplýsingar. Skyldu-
bundnar upplýsingar eru yfirleitt um prótein, tréni, fitu og sterkju, eitt eða fleiri, en valfrjálsar
upplýsingar eru oftast um vatn, ösku og stundum fitu, tréni o.fl., allt eftir því hvers eðlis
fóðurefnið er.
Heimilt er að setja aðrar upplýsingar en lögbundnar og viðbótampplýsingar á
pakkninguna. en ákveðnar reglur gilda þar um:
• Þær verða að vera utan afmarkaða flatarins.
• Ekki má viljandi tilgreina tilvist eða magn annarra næringarefna en þeirra sem skráð
eru sem greiningarefni í reglugerðinni.