Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 141
133
6. Hráefnainnihald (samsetning).
7. Sérstök próteinefni og önnur N-sambönd.
8. Aukefni.
9. Vatnsinnihald, ef yfir 5-14%.
11. Innihald sýruóleysanlegrar ösku, ef yfir 2,2%.
10. Geymsluþol.
11. Framleiðsludagur og tilvísunarnúmer vörulotunnar.
12. Nafn og heimilisfang þess sem ber ábyrgð á upplýsingunum.
Heimilt er að setja neðangreindar viðbótarupplýsingar á afmarkaða flötinn ásamt lög-
boðnu upplýsingunum hér að ofan:
1. Viðbótarupplýsingar um innihald af tilteknum efhum og næringarþáttum.
2. Kenni- eða vörumerki.
3. Nafn eða fyrirtæki framleiðanda, ásamt heimilisfangi.
4. Framleiðsluland.
5. Vöruverð.
6. Viðskiptaheiti vörunnar eða vörumerki.
7. Astand fóðursins eða sérstök meðferð sem það hefur fengið.
Kröfur um upplýsingar um innihald af næringarefnum eru svipaðar fyrir öll dýr til mann-
eldis. en þó má benda á að lýsíninnihald þarf að koma fram á svínafóðri og metíóníninnihald
á alifuglafóðri. Svipaðar kröfur eru gerðar til inerkinga á gæludýrafóðri og fóðri fyrir dýr til
manneldis og loðdýr, en þó er t.d. eklci skylt að gefa upp hráefnainnihald á umbúðum fóðurs
fyrir gæludýr önnur en hunda og ketti.
Sérstakar reglur gilda einnig um merkingar á aukefnum einum sér eða í forblöndum og
fóðurblöndum. Yfirleitt er þess krafist að þetta fóður sé sérstaklega merkt með viðvörun um
að bætt sé í það aukefni og á umbúðirnar sé skráð sérheiti aukefnisins, innihald virka efnisins,
síðasti söludagur eða geymsluþol reiknað frá ffamleiðsludegi. Sé aukefnið hættulegt á
einhvern hátt þarf að vera á fóðrinu viðvörun. T.d. eru mörg hníslalyf hættuleg fyrir hross,
auk þess sem þau geta verið hættuleg þeim alifuglum sem þau eru ætluð með tilteknum
lyfjum og þegar um er að ræða selen í steinefnablöndum þarf að koma fram að röng notkun
þeirra geti valdið eitrun.
Frá þessum kröfum sem settar eru í reglugerðinni eru engar undantekningar hvað varðar
fóður sem selt er til bænda - allt fóður á að vera merkt samkvæmt þessum kröfum. Því miður
er talsvert um það að bændum er selt fóður sem ekki uppfyllir þessar kröfúr og er jafnvel al-
veg ómerkt. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi með fiskimjöl, en yfirleitt eru fóður-
blöndur vel merktar.
Það er mjög siæmt að verið sé að selja fóður sem er ómerkt, því í fýrsta lagi getur þá
bóndinn ekki gert fóðuráætlanir og í öðru lagi er ekki við neitt að styðjast ef honum finnst
lóðrið ekki fullnægja þeim kröfum sem hann gerir til þess. Aðfangaeffirlitið hefúr ítrekað
þurft að hafa afskipti af málum þar sem fóður er ekki nægilega vel merkt, en til þess að Að-
íángaeftirlitið geti gert eitthvað í málunum er nauðsynlegt að því berist ábendingar um ómerkt
fóður. Framleiðendum og innflytjendum fóðurs ber að senda Aðfangaeftirlitinu upplýsingar
um innihald fóðurs sem þeir selja og jafnframt að tilkynna um breytingar sem gerðar kunna
að vera á samsetningu og efnainnihaldi fóðursins og sömu upplýsingar eiga bændur að fá.