Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 142
134
ÓÆSKILEG EFNI í FÓÐRI
I reglugerðinni er tilgreint hámarksmagn ýmissa óæskilegra efna í fóðri og er magnið misjafn
eftir því um hvaða fóður og hvaða óæskilega efni er að ræða. Af jónum og frumefnum eru
gefin upp hámarksgildi fyrir arsen, blý, flúor, kvikasilfur, nitrít og kadmíum. Ýmsar afurðir,
s.s. sveppaeitur, aðrar örveruafurðir og plöntuvarnarlyf eru taldar upp og má sem dæmi nefna
aflatoxín Bl, blásýru og DDT, og einnig eru settar reglur um grasafræðileg óhreinindi.
Rétt er að benda á að hér á landi er ekki leyft að blanda sýklalyfjum í fóður eins og gert
er víða erlendis til að ná fram auknum vexti.
PÖKKUN FÓÐURS
Sumum hreinum fóðurefnum og öllum fóðurblöndum skal pakkað í pakkningar/sekki eða ílát
sem eru innsigluð með einnota innsigli sem brotnar við notkun og eklci er hægt að nota aftur.
Þó má selja fóðurblöndur í lausri vigt og opnum ílátum í vissum tilvikum, s.s. ef varan er flutt
beint frá framleiðanda til neytenda, um er að ræða fóðurblöndu með rnest 3 fóðurtegundum
eða um er að ræða kögglað fóður eða saltsteina. Einungis má selja aukefni og forblöndur með
þeim í lokuðum ílátum eða pakloiingum/sekkjum sem eru innsigluð með einnota innsigli er
brotnar við notkun og ekki er hægt að nota aftur.
FÓÐUR SEM STENST EKKI KRÖFUR
Þegar fóður reynist ekki standa undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar eiga bændur að
hafa samband við Aðfangaeftirlitið eða við ráðunauta búnaðarsambandanna. Aðfangaeftirlitið
sér um að senda fulltrúa sinn á staðinn til að taka sýni úr fóðrinu og það verður síðan efna-
greint á kostnað Aðfangaeftirlitsins. Rétt er að taka fram að þetta á eingöngu við ef fóðrið
stenst ekki kröfur eða er á einhvern hátt óeðlilegt eða öðruvísi en búast mátti við. Aðfanga-
eftirliíið tekur ekki við sýnurn til efnagreiningar fyrir framleiðendur eða bændur heldur aðeins
eftirlitssýni og þau eru þá tekin af fulltrúum Aðfangaeftirlitsins.
Þegar niðurstöður úr efnagreiningum liggja fyrir sér Aðfangaeftirlitið um að viðkomandi
bóndi fái niðurstöðurnar í hendur, auk þess sem ráðunautur sem hefur séð um málið fær
niðurstöðurnar sendar. Víki niðurstöður greiningarinnar verulega frá því sem framleiðandinn
gefur upp sem innihald fóðursins fær hann senda athugasemd og er krafinn um skýringar.
GÖGN VEGNA INNFLUTNINGS Á FÓÐRI
Nú eru á skrá um 100 aðilar sem flytja inn fóður, bæði fyrir gæludýr og fyrir búfé. Til þessa
hafa mjög fáir bændur sótt um Ieyfi til innflutnings á fóðri, en örlað hefur á áhuga á því.
Ekkert er því til fyrirstöðu að bændur flytji sjálfir imi fóður, einir sér eða í samvinnu, enda
hafa sumir horft til þess hve lágt verð er á t.d. byggi og maís erlendis. Flutningskostnaður til
landsins er þó talsverður og verður að taka hann með í reikninginn þegar reikna á út hag-
kvæmni slíks innflutnings, auk aðflutningsgjalda o.þ.h. Ofan á innflutningsverð (c.i.f.) leggst
0,5% fóðureftirlitsgjald sem er innheimt í tolli og rennur til Aðfangaeftirlitsins, auk 55% tolls
sem er endurgreiddur að fullu íyrir hráefni eða fullunnið fóður til loðdýraræktar eða fiskeldis.
Fyrir annað hráefni tii fóðurgerðar er tolluriim endurgreiddur að frádregnum 80 aurum á kíló
innflutts fóðurs, en af inníluttum fóðurblöndum er tollurinn endurgreiddur að frádregnum
7,80 krónum á kíló fóðurs. Gæludýrafóður er undanþegið þessum tolli. Að auki ber að greiða
14% virðisaukaskatt af fóðri.
Innflutningur á fóðri er háður því að fengist hafi leyfi frá Aðfangaeftirlitinu til inn-
flutningsins. Til þess að fá leyfið þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði.