Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 145
137
sjúkdómum. Þessi lög takmörkuðu í raun ijölda þeirra fóðurtegunda sem flytja mátti til
landsins og veittu landbúnaðarráðuneytinu víðtæka heimild til hvers konar haíita á fóðurinn-
flutningi, sérstaldega þegar búijársjúkdómar geysa erlendis. Þessar reglur hafa nú verið
rýmkaðar, en ný lögy um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim voru sett 1993. Breytingar10 sem
snerta innflutning á fóðri voru síðan gerðar á þeim 1995. Reglur varðandi heilbrigði dýra voru
ekki nema að hluta teknar upp í EES-samninginn og því eru í gildi strangari reglur hér varð-
andi innflutning á fóðri sem inniheldur hráefni úr dýraríkinu heldur en í ESB.
NÚGILDANDI FÓÐURREGLUGERÐIR
Ekki verður gerð grein fyrir þeim reglugerðum sem settar hafa verið við lögin sem talin eru
upp hér að framan. Rétt er þó að geta þeirra reglugerða sem nú eru í gildi varðandi fram-
leiðslu og verslun með fóðurvörur. Aðalreglugerðin11 við lögin frá 1994 að því er varðar
fóður var sett sama ár. Um er að ræða mikinn bálk upp á 134 síður sem byggir á gerðum ESB.
Við gerð hennar var að miklu leyti stuðst við reglugerð sem Norðmenn höfðu þá nýlega sett
um sama efni, en til stuðnings voru notaðar reglugerðir fleiri nágrannalanda sem einnig
byggja á gerðum ESB. Þrjár breytingar hafa verið gerðar við þessa reglugerð, 199512, 1996lj
og 1998l4, og nú stendur fyrir dyrum að breyta henni verulega því nú bíður fjöldi ESB gerða
þess að öðlast gildi hér á landi, eins og sést á listanum yfir lög og reglur hér á eftir.
NÝJAR GERÐIR ESB UM EFTIRLIT MEÐ FRAMLEIÐSLU OG VERSLUN
MEÐFÓÐURVÖRUR
Á vegum ESB starfa fastanefnd og sérfræðinganefnd um fóður. Þær halda reglulega fundi
minnst einu sinni í mánuði í Brussel. Einnig starfa undirnefndir þegar leysa þarf sérstök við-
fangsefni, t.d. varðandi efnagreiningaraðferðir, ný fóðurefni og samningu nýrra gerða. í þessu
nefndum geta aðildarríkin haft áhrif á málefni ESB varðandi fóður og stýrt verulega gerð
þein'a tilskipana sem í gangi er á hverjum tíma, auk þess að samþykkja eða banna markaðs-
setningu nýrra fóðurefna. Mikil áhersla er lögð á að taka inn sem flest sjónarmið aðildar-
ríkjanna svo samstaða náist um mál, þannig að ekki sé um mótatkvæði að ræða þegar kemur
til atkvæðagreiðslu. í nefndunum sitja minnst einn fulltrúi frá hverju ESB landanna og í
mörgum tilfellum fleiri en einn og fleiri en tveir, s.s. frá Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi.
Auk þess eiga EFTA ríkin þama áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétti. Norðmenn
senda ávallt fulltrúa á þessa fundi, en því miður situr fulltrúi íslands aðeins fundina öðm
hvoru. Þetta gerir það að verkum að við getum nánast engin áhrif haft á þær gerðir sem sam-
þykktar eru en verðum oftast að taka þær upp óháð því hvort við teljum þær henta hér á landi
eða þjóna einhverjum öðrum tilgangi. Þetta er mjög bagalegt.
Fastanefndin um fóður hefur afgreitt mörg mál á undanfömum árum í formi ESB gerða
sem kalla á breytingar á reglugerðum okkar. Noklcrar þeirra breytinga sem fyrir liggja í formi
nýrra gerða ESB verða lauslega ræddar hér á eftir, enda taka þær væntanlega gildi hjá okkur á
árinu. Vegna umfangs þessara breytinga er eflaust best að semja nýja reglugerð um eftirlit
með fóðri. byggða á reglugerð nr. 650/1994 með áorðnum breytingum. Þetta mun einfalda
alla stjórnsýslu varðandi þessi mál og veitir ekki af í fámenninu hjá okkur.
í tilskipun frá 1995 um samhæfmgu grundvallarreglna við opinbert eftirlit með fóðmn
dýra’3, sem tekur væntanlega gildi hér 1999, er leitast við að samræma vinnureglur við eftirlit
með fóðri þannig að hægt sé að byggja meira á upprunalegri skoðun fóðursins og hún gildi
allsstaðar á EES svæðinu. Tilskipunin tekur til alls fóðurs, bæði þess sem framleitt er á EES
svæðinu og flutt er inn, en hindrar eklci viðbótar eftirlit í einstaka löndum þess.
í framhaldi af þessu var sett tilskipun um skilyrði og fyrirkomulag vegna viðurkenningar