Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 146
138
og skráningar á aðilum sem framleiða og versla með fóðurefni eða tilbúnar fóðurblöndur fyrir
búfé og önnur dýr16. Hún kveður á um samhæfmgu innan EES svæðisins á því hvernig staðið
skuli að fóðurframleiðslu. í gildandi tilskipunum hafa verið möguleikar fyrir aðildarlönd ESB
til vissrar einkatúlkunar á hvað teljast góð vinnubrögð i framleiðslu á fóðri. Til að tryggja
betur öryggi kaupenda við viðskipti innan svæðisins og til að fyrirbyggja mismunun í kröfum
til framleiðsluhátta, og þar með framleiðslukostnaðar, er þessi tilskipun sett. Þá hafa verið sett
sérstök ákvæði17'18 varðandi framkvæmd á þessum reglum að því er varðar skilyrði og fyrir-
komulag til samþykktar og skráningar vissra stofnana og milliliða sem starfa í fóðuriðnaði.
Hér er um nákvæmar reglur að ræða sem snúa að innflutningi fóðurs frá svokölluðum þriðju
löndum, þ.e. löndum utan EES svæðisins19. ísland verður samkvæmt þessu innan landamæra
ESB að því er varðar fóður. Verslun með fóður sem flutt er inn frá þriðju ríkjum eða er fram-
leitt hér á landi á því í framtíðinni að vera frjáls milli landa innan EES svæðisins.
Tvær viðamiklar tilskipanir" ’ og ein smærri" fjalla aðallega um breytingar á gildandi
tilskipun ESB hvað varðar skilgreiningar og hugtök, ásamt lögboðnum skráningum á efna-
innihaldi og Ieyfílegum frávikum frá þeirn. Verið er að gera skilgreiningar samhæfðari í
öllum tilskipunum sem lúta að fóðri og þar með minnka líkur á mistúlkun innan EES
svæðisins. Mjög mikilvægt er að koma þessu í fast form hér á landi, því hugtök varðandi
fóður- og næringarfræði dýra eru á reiki, auk þess sem merkingum á fóðri er oft ábótavant og
ekki í samræmi við þær reglur sem í gildi eru.
Mjög umfangsmikil endurskoðun hefur farið fram á einni af grundvallar tilskipun ESB
um fóður23. Hér er um að ræða verulegar breytingar sem reynslan hefur sýnt að nauðsynlegt
var að gera. Markmið eru skýrð betur en var varðandi markaðssetningu aukefna og framleið-
endur eru gerðir ábyrgir fyrir þeim aukefnum sem þeir framleiða og versla með. Menn geta
t.d. ekki framleitt og markaðssett eftirlíkingar samþykktra aukefna, nema að láta skrá þær sér-
staklega. Tilskipunin felur í sér mikla framför í allri notkun aukefna í fóður.
Margar tilskipanir ESB sem við rnunum taka upp á næstunni varða aukefni í fóðri. Sýkla-
lyf eru þó undanskilin hér á landi, nema að þvi er varðar notkun sumra þeirra til að verjast
hníslasótt í alifuglum. Þá hefur verið veitt leyfi fyrir noldcrum nýjum tegundum litarefna og
steinefna, auk þess sem reglum varðandi önnur aukefni hefur verið breytt24.
Áukning á notlcun og markaðssetningu ensíma, örvera og blöndum þeirra í dýrafóður
hefur aukist mjög mikið að undanförnu. Til að fá að setja þessi efni á rnarkað þarf að skrá þau
hjá framkvæmdastjórn ESB, en áður en það er gert þurfa umsóknirnar að fara fyrir sér-
fræðinganefnd og fastanefnd ESB sem áður er getið. Við getum því átt von á mörgum nýjum
aukefnum í fóður á næstunni, enda hafa rnörg þeirra verið leyfð í Evrópu23'26 þó þau séu eklci
ennþá Ieyfð hér á landi.
Miklar breytingar hafa orðið á reglum ESB varðandi notkun á próteinum úr vefjurn land-
dýra í fóðurblöndur fyrir jórturdýr. Þetta er vegna kúariðufaraldursins í Bretlandi sem mikið
hefur verið í fréttum síðastliðin tvö ár. Nú er bannað að nota sláturafurðir af landdýrum í
fóður fyrir jórturdýr27. Fram þarf að lcoma við sérmerkingar á fóðri, sem inniheldur þessi hrá-
efni, að bannað sé að fóðra jórturdyr á því2S. Þetta gildir þó ekki um mjólk og mjólkurvörur,
tvígild kalsíumfosföt úr fitulausum beinum, þurrkað plasrna og aðrar vörur úr blóði.
Endurskoðun hefur verið gerð á leyfilegu hámarki óæskilegra efna í fóðri og tilskipunum
breytt þar um29. Hér er bæði um að ræða efni sem eru til staðar í þeim hráefnum sem fóðrið er
framleitt úr og efni sem verða til við óheppilega geymslu hráefna eða tilbúinna fóðurblandna.
Unr er að ræða heildar endurskoðun á viðmiðunum varðandi innihald óæskilegra efna og af-
urða í fóðri. Gott dæmi um vandamál af þessu tagi sem brugðist hefur verið við, er inn-
flutningur á miklu rnagni af Sitrus-hrati til Evrópu frá Brasilíu. Við mælingar á mjólk í Þýska-