Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 149
141
RflÐUNflUTRFUNDUR 1999
Reiknilíkön í jarðrækt
Hólmgeir Björnsson
og
Guðni Þorvaidsson
Rannsóknastofnun landbúnaöarins
INNGANGUR
I rannsóknum er beitt einföldunum til þess að fá skýra mynd af afmörkuðum dráttum flók-
innar tilveru. I tilraunum er t.d. leitast við að halda öllum þáttum sem næst stöðugum öðrum
en þeim sem eru rannsakaðir. Þessar einfaldanir má líta á sem grófgert líkan. Best þekkt eru
þau lílcön, oftast línuleg, sem eru undirstaða tölfræðilegrar högunar og uppgjörs tilrauna.
Fræðigreinin um högun tilrauna og tölfræðilegt uppgjör þeirra, og reyndar fleiri greinar töl-
fræðinnar, eru einmitt sprottnar upp úr landbúnaðarrannsóknum. Flestar tilraunaniðurstöður
eru breytilegar eftir aðstæðum. Ýmsa mikilvægustu þættina má prófa með því að fjölga
þáttum í tilraunum. Það eru þó takmörk fyrir því hve langt má komast með því móti. Önnur
aðferð er að gera tilraunir við breytilegar aðstæður og mæla breytileikann eða mæla skýri-
breytur, sem lýsa ólíkum skilyrðum, og taka þær inn í líkanið sem notað er við uppgjörið.
Einnig þessi aðferð nær skammt.
Hugtakið reiknilíkan er samheiti yfir ýmsar aðferðir til að tengja saman þá þekkingu sem
safnast hefur. Gerð og notkun reiknilíkans er aðferð til að draga ályktanir umfram það sem
einstakar rannsóknir leyfa. Líkön má nota til að meta líklegt gildi þess að hagnýta nýjungar
og þau eru sérstaklega mikilvæg ef menn ætla sér að spá fyrir um óorðna hluti. Við gerð og
notkun líkana verður ljóst hverjir eru helstu áhrifavaldarnir, og eyður í þekkingunni afhjúpast.
Því geta þau verið gagnleg í keimslu eklci síður en rannsóknum.
VIÐFANGSEFNI REIKNILÍKANA
Dagana 23.-24. nóvember s.l. sóttu höfundar þessa erindis ráðstefnu á vegum NJF um reikni-
líkön í jarðrækt og héldu þar erindi. Alls voru haldin átján erindi, auk þess sem veggspjöld
voru kynnt. Má e.t.v. líta á þau sem þversnið af því sem fengist er við á þessu sviði í þátttöku-
löndunum. Sjö erindi voru um líkön í kornrækt, einlcum hveitirækt, og sex um grasrækt. Þá
voru þrjú erindi um líkön í kartöflurækt og tvö í garðyrkju. Nolckur erindanna fjölluðu fyrst
og fremst um líkön í þágu rannsókna. Ýmis líkön eiga sér langa sögu og hafa verið prófuð í
mörgum löndum. t.d. þau sem byggjast á hugmyndum de Wit frá sjöunda áratugnum (Bou-
man o.fl. 1996). Viðfangsefni þeirra eru t.d. vaxtar-, þroska- og sjúkdómsferlar. Meiri hluti
erindanna sneri að aðgerðum í rælctuninni, t.d. viðbúnaði við sjúkdómum, og mati eða spá um
uppskeru og gæði hennar. Líkön eru mikilvæg við mat á umhverftsáhrifum, t.d. útskolun
næringarefna og áhrifum loftslagsbreytinga. í Finnlandi hefur verið komið upp kerfí til að
meta á hverjum stað hvaða tegundir nytjajurta megi rækta að breyttu veðurfari. Utdrættir úr
erindum og veggspjöldum munu birtast í Nordisk Jordbrugsforskning á þessu ári. Heimilda er
hér ekki getið sérstaklega þegar efnið er sótt í erindi á ráðstefnunni.
Líkönum er oft beitt til að undirbúa viðbrögð við tilteknum aðstæðum (tactic). T.d. er
spáð fyrir um líkur á faraldri af plöntusjúkdómi eftir veðurfari og fleiri aðstæðum. Spánni