Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 150
142
getur fylgt ráðgjöf, t.d. um úðun gegn kartöflumyglu (Sigurgeir Ólafsson 1998). Annað dæmi
er mat á því hvenær skuli fara að vökva þegar þurrkar ganga. Heyskaparlíkan eins og það sem
Gísli Sverrisson (1999) fjallar um hér á eftir getur hentað til að ráðleggja um hvenær skuli slá
og hve mikið í senn.
Önnur líkön eru fremur hugsuð sem hjálpartæki til að stjórna ræktuninni, þannig að sem
bestur árangur náist miðað við þær væntingar og forsendur sem menn geta gert sér fyrirfram
(strategic) og er þá oft um bestun (optimization) að ræða. Líkan, sem er ætlað til leiðbeiningar
á einstöku búi, mótast af þeim spurningum sem það á að svara. Það eru þær sem drífa líkan-
gerðina áfram og þær þurfa því að vera ljósar frá upphafi. Búskaparlíkön eru oft þróuð til að
verða stjórnhjálparkerfi (Decision Support System, DSS) og er þá ýmsum aðferðum beitt til
að tengja saman fjölbreyttar upplýsingar, t.d. úr gagnagrunnum, og í þeim geta verið slembi-
ferli (stochastic) og áhættugreining (risk analysis). Einnig er talað um sérþekkingarkerfi
(expert system). Þar er urn að ræða einskonar greiningarlykil til að greina ástand með "ef -
þá" spurningum sem eru byggðar upp líkt og lyklar til tegundargreiningar. Þrátt fyrir heitið
virðast þessi kerfi einlcum henta byrjendum, en eiga síður við í flóknum rekstri. I þessu sam-
bandi er rétt að geta um þróun í bútækni sem mætti kalla nákvæmni í búskap (Precision
Agriculture). I slíkum búskap er ekki látið nægja að t.d. áburður eða fóður sé nálægt lagi að
meðaltali heldur skal magnið miðað við þarfir á hverjum stað og stundu. Upplýsingar, sem
hefur verið aflað, eru hagnýttar annað hvort beint úr gagnagrunni eða eftir að hafa verið settar
inn í reiknilíkan. Aburðargjöf má mismuna innan spildu þótt borið sé á hana í einu lagi, t.d.
eftir kortlagningu á jarðvegsgerð eða fyrri skráningu á mismunandi frjósemi. Einnig geta
verið nernar sem greina hlandbletti á beitilandi og má þá loka dreifaranum rétt yfir blettunum.
í Evrópu er starfandi vinnuhópur um kartöflurækt (Efficiency in Use of Resources -
Optimization in Potato Production, EUROPP). Hann fæst einlcum við bestun á vatnsbúskap
og niturnæringu í kartöflurækt, lífrænn áburður meðtalinn. Ætlunin er að gefa út handbók og
gera stjómhjálparkerfl (DSS) sem er ætlað til notkunar hvar sem er í Evrópu.
RALA hefur tekið þátt í verkefni sem hefúr verið kallað norræna niturverkefnið (NORN).
Meðal markmiða þess var að kvarða líkan af niturbúskap jarðvegsins (SOILN). Þetta líkan
byggir á öðru líkani, SOIL, sem lýsir vatns- og varmabúskap jarðvegsins (Jansson 1998), og
er unnið að því að kvarða það og prófa. Þetta líkan hefur ekki verið prófað á andosóljarðvegi
(eidfjallajörð) fyrr. Af öðrum verkefnum sent tengjast umhverfi iandbúnaðarins má nefna
fiæði næringarefna á kúabúi (Þóroddur Sveinsson 1998).
TÚNIÐ OG KÝRNAR
Arið 1979 var stofnaður vinnuhópur að frumkvæði Gunnars Guðbjartssonar sem átti að þróa
reiknilíkan fyrir rekstur kúabúa. Tilefni þessa var yfin'ofandi skerðing mjólkurframleiðsl-
unnar (Gunnar Sigurðsson o.fl. 1980, Hólmgeir Bjömsson 1985). Spurt var hvort bændur
gætu brugðist þannig við skerðingu framleiðslunnar að tekjur minnkuðu ekki að ráði. Líkanið
er byggt upp sem líkan af einstöku kúabúi og leitað svara við því hvernig bóndinn geti náð
sem mestri hagkvæmni við þau skilyrði sem hann býr við. Gefnar eru ýmsar tölulegar for-
sendur unr búið, svo sem túnstærð, kýr flokkaðar eftir afurðagetu, framleiðslukvóti o.fl. Líka-
nið svarar með tillögu að áburðarkaupum, kjarnfóðurkaupum, áætlar gripafjölda og reiknar
breytilegan kostnað. Með líkantilraunum voru könnuð áhrif ýrnissa þátta á afkomu búsins, t.d.
heygæða, túnstærðar og afúrðagetu gripa, við mismunandi verðhlutföll áburðar og kjarn-
fóðurs.
Ein athyglisverðasta niðurstaða líkantilraunanna var að það hefði afgerandi áhrif á af-
komu búsins að slá eins snemma og kostur er, þótt heyfengur minnki, vegna þess hve þá fæst