Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 155
147
líkur eru fyrir að mörg hugtökin komi til með að eiga hliðstæðu í líkaninu. Með því að skoða
þau með tilliti til þess hvað þau eiga sameiginlegt er hægt að flokka þau og jafnvel sameina.
Heyþyrla, dráttarvél og hlaða eru allt fjárfestingar með takmarkaðan endingartíma svo eitt-
hvað sé nefnt. Sláttur og hirðing eru bæði verk. Báðum verkum tilheyrir eitthvað viðfangsefni
(gras/hey) og eitthvað þarf til að framkvæma verkið.
Hér verður helstu einingum heyskaparlíkansins lýst. Hvorki er um tæmandi upptalningu
að ræða né nákvæma lýsingu á hverri einingu. Þess í stað eru aðalatriðin dregin fram. Þessar
einingar eru mikilvægastar:
Einins Önnur huatök úr mæltu máli Dæmi um eiaindir
Fang Vinnuafl, vélar, bvssingar, tún, fiárfestingar, eign Fastur/breytil. kostn, ending, ástand
Tugga Gras, hey, fóður, rúlla, baggi Orka, vatnshlutfall, magn
Verk Sláttur, snúningur, rakstur, hirðing Tugga, aðstaða, byrjunartími
Dagbók Dasatal, klukka. dagskrá Atvik, dagsetning
Bóndi Stjórnandi Ákvörðun, fyrirmæli
Verkstjóri Gegna lyrirmælum
Veður Hiti, raki, vindur, regn
Veðurspá Hiti, raki, vindur, regn
Sumar þessara grunneininga eiga mörg afbrigði, hvert með sín sérkenni. Af fangi eru t.d.
sprottin afbrigðin vélar, menn og tún. Af sumum einingum eru notuð mörg eintök þegar
hermt er, af öðrum aðeins eitt. Þannig er aldrei til nema einn bóndi og eitt veður, en margar
tuggur og rnörg föng.
Fung (adstada)
Menn, vélar, tún, byggingar og önnur mannvirki mynda þá aðstöðu sem er til staðar á býlinu.
Einingarnar sem rnynda aðstöðuna nefnast föng. Hvert fang hefur sitt heiti, ásamt öðrum
eigindum. Þar er urn að ræða stofnlcostnað og ár, afkastagetu, stærð, endingu, ástand, rekstrar-
kostnað, notkunartíma, aflþörf og fleira. Sumt af þessu á ekki við allar gerðir fanga. Þannig
hefur aflþörf og ending vinnumanna enga meiningu, né notkunartími túns. Það sem sameinar
föng öðru fremur er að engu verður komið í verk án þeirra og að þeim fylgir kostnaður, ýmist
fastur, breytilegur eða hvort tveggja.
Flestar eigindir fanga eru fastar, skráðar við stofnun og breytast ekki. Aðrar breytast
meðan herrnt er. í þeim flokki eru t.d. notkun (vinnustundamælir) og ástand (tiltækt, bilað,
upptekið).
Tún gegnir ef til vill ekki öllu því hlutverki í líkaninu sem nafnið gefur til kynna. Það er
fang með tilheyrandi eigindum (stærð, kostnaði o.fl.), en uppskeran er geymd i sérstökum
einingum, tuggum. Tún hefur hins vegar lista yfir allar tuggumar sem á því em. Tún er í
flokki með hlöðum og stæðum sem hafa líka slíkan tuggulista.
Tugga
í mæitu rnáli eru notuð ntörg orð yfir það sem einingin tugga á að lýsa. Hér er um að ræða
gras eða hey á öllum verkunar- og þroskastigum. Hver tugga á sér verkunar eða meðferðar-
sögu. Hún er sprottin af tilteknu túni. af tilteknum fleti (eldci endilega öllu túninu). Á hverjum
tíma hefur hún ákveðið þurrefnismagn, vatnsmagn og orku. Hún er alltaf i einhverju ástandi
(gras, flekkur. múgi o.s.frv.). Tugga þekkir sinn vaxtaferil og hvaða áhrif veður og tími hafa á
hana.
í upphafi þekur ein tugga hvert tún. Þegar slegið er breytist ástand tuggunnar úr grasi í
skára. Um leið verður til önnur tugga sem tekur við endurvextinum og verður síðar há. Sé
Eiginleikar, einkenni, upplýsingar, ástand.