Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 156
148
tugga stærri en svo að hægt sé að ljúka meðferð hennar á þeim tíma sem ætlaður er til verks er
henni skipt. Þannig verða fljótt til margar tuggur á hverju túni.
Verk
í líkaninu gerist það sem við þekkjum úr lífinu, verk hefjast og þeim lýkur. í hverju verki er
ein aðgerð á einni luggu. Aðgerðin getur verið sláttur, snúningur, rakstur eða eitthvað annað.
Þegar næst er slegið, snúið eða rakað er það annað verk, enda unnið á öðrum tíma og við-
fangsefnið jafnvel önnur tugga. Þannig eru hugtökin verk og aðgerð notuð hér, þó að jafnvel
mætti víxla þeim án þess að það stangaðist á við daglegt mál.
Öll verk eiga sér upphafstíma og verktíma sem er áætlaður meðan á verki stendur. Þau
hafa viðfangsefni sem er tugga og framkvæma á henni sína aðgerð, sem oft felst ekki í öðru
en að breyta ástandi tuggunnar. Þannig breytir rakstur ástandinu úr fleldc í múga, sláttur úr
grasi í skára. I upphafi er ætlaður hámarkstími til verksins. Sé ljóst að ekki er hægt að ljúka
verki á þeim tíma er hæfilega stór biti sniðinn af tuggunni og skilinn eftir. Reynist síðar
nauðsynlegt að hætta verki fyrr en ætlað var er tuggunni enn skipt.
Við verklok eru skráðar viðeigandi breytingar á tuggunni og vinnutími skráður á þau
föng sem notast var við.
Líkanið hefur sérstakan verklista sem inniheldur þau verk sem eru í gangi eða í biðstöðu
hverju sinni. Þau geta varla orðið mjög mörg, en hámarksfjöldi þeirra ræðst einkum af fjölda
starfsmanna og dráttarvéla.
Dcigbók
Dagbókin geymir klukku og dagatal, auk dagskrár sem er listi yfir næstu atvik. Atvik er það
kallað sem ræsir verkefni forritsins eða sinnir þeim. Hér þarf að skilja á milli verka í ímynd-
aðri veröld líkansins og þess sem framundan er hjá forritinu. Þannig er t.d. eitt verk að slá til-
tekinn blett, en eitt atvik þarf til að hefja það verk og annað tii að ljúlca því. Að því leyti
verðum við að líta á þessa dagskrá sem minnislista forritsins, eldci bóndans.
Dagbókin stýrir tímanum í líkaninu. Þar breytist tíminn í stökkum í stað þess að líða
áfram. Stöklcin eru misstór og ráðast af næsta atviki. Milli atvika gerist eldcert. Til að herma
eftir því sem í veruleikanum gerist stöðugt erir atvik sett reglulega á dagslcrá með það stuttu
millibili að viðunandi teljist. Þannig koma reglulega fyrir atvik sem sjá til þess að áhrif veðurs
lcomi fram og önnur sem kalla á bóndann til álcvarðanatöku.
Allar megineiningar hafa aðgang að dagbólcinni til að lesa af klulckunni og margar geta
sett atvik á dagskrá.
Bóndi og verkstjóri
Bóndinn í líkaninu hefur það eina hlutverk að stjórna og tekur eklci þátt í neinu verki. Þetta
verður að hafa í huga og því þarf að skrá venjulegan bónda sem vinnumann líka, enda er hann
off uppistaðan í vinnuafli búsins. Hér er hins vegar slcilið fullkomlega á milii þessara tveggja
hlutverka. Hvort sem við höfum líkanið eða raunverulegan búrekstur í huga byggist ákvörðun
bónda á markmiðum hans og upplýsingum um stöðu heysins á túninu, aðstöðuna (föngin)
sem hann hefur yfir að ráða, veðri, veðurhorfum, dagsetningu og tíma dags.
í líkaninu er nú tvö afbrigði af bónda. Annar byggir sínar ákvarðanir á eigin markmiðum
og upplýsingum sem hann fær hjá öðrum einingum líkansins. Þetta er sjálj'stceói bóndinn.
Hinn bóndinn stöðvar iíkaniö og spyr notandann hvað skuli gera næst. Það er ósjálfstœði
bóndinn.
Sjálfstæði bóndinn þarf að taka ákvarðanir sem er líklegt að alvörubóndi tæki við svip-