Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 161
153
Mœlinga
I 3. töflu má sjá hvaða mælingar voru gerðar á sýnunum nema í háliðagrasrúllunum (1-1 og 1-
II) en þar hófust sýnatökur eftir hirðingu ekki fyrr en á 8. degi frá pökkun.
3. tafla. Mælingar og sýnatökutímar í tilraununum.
Mælingar Við hirðingu (0) 1 Sýnapunktar u.þ.b. dagar frá hirðingu 2 4 8 16 32 128 250-320
Þyngd á rúllum X X
Rúmmál á rúllum X
Þurrefni X X X X X X X X X
Meltanleiki X X
Tréni (ADF, NDF)B) X X
Prótein X X X X
n-nh3 X X X
pH X X X X X X X X X
Sykrur X X X X X X X X X
Sýrur X X X X X X X X X
Etanól X X X X X X X X X
a) Efnagreiningum ólokiö.
(Hitastig mælt á 30 mínútna fresti frá pökkun og fram á vetur).
Mælingar á meltanleika, trénisþáttum og próteini voru gerðar af Tryggva Eiríkssyni sam-
kvæmt aðferðum fóðurdeildar RALA (NIR, Kjeldahl og in vitro mælingar). Aðferðir við
mælingar á þurrefni, sýrum, etanóli og ammoníum eru þær sömu og lýst er í grein Þóroddar
Sveinssonar og Bjama E. Guðleifssonar (1996), nema hvað nú er etanól mælt samhliða sýr-
unum. í 100 ml vatns er sett 10 g af heyi og látin standa í kæliskáp í einn sólarhring. Er þá
reiknað með að lausar sýrur og aikóhól leki út í vatnið. Vökvinn var síaður og sýrur mældar í
HPLC-tæki með gleypninema og etanól með ljósbrotsnema. Notuð var Aminex HPX - 87H
súla, en ferðafasinn var 0,008 N brennisteinssýra. Auk etanóls voru eftirtaldar sýmr mældar:
Maurasýra, ediksýra, pyruviksýra, mjólkursýra, propíónsýra, malonsýra, oxalsýra, rafsýra,
fumarsýra, eplasýra, smjörsýra, vínsýra, valerinsýra, sítrónusýra og shikimicsýra. Til þess að
auðveida framsetningu í umræðum hér á eftir er sýrunum skipt upp í plöntusýrur annars
vegar, en það eru sýrur sem fyrirfinnast í lifandi plöntufrumum, og gerjunarsýrur hins vegar
sem eru afurðir gerjunar í rúllunum. Plöntusýrurnar sem verða tii umfjöllunar eru þær sem
voru í mestu magni, þ.e. sítrónusýra, eplasýra og oxalsýra. Af gerjunarafurðunum verður um-
ræöan takmörkuð við ediksýru. etanól, mjólkursýru, N-NH3 og smjörsýru, auk pH.
Mælingar á sykrum byggja á aðferð Livingston (1990). Þurrkuð sýni voru möluð og
sykrurnar ieystar upp og eftir síun voru sykrur mæidar í HPLC-tæki með ljósbrotsnema.
Notuð var sama súla og áður og vatn sem ferðafasi, og koma fram eftirtaldar sykrur: Glukósi,
fruktósi. sukrósi, frúktanar, raffinósi, og stakhyósi. Allt eru þetta formlausar ('non-strucural)
sykrur sem nýtast til gerjunar og/eða öndunar. I umræðum hér á eftir verður fjallað um
glukósa, frúktósa, sukrósa, frúktana og VLS (vatnsleysanlegar sykrur) sem er summa allra
mældra sykra í lausninni. Ekki verður frekar fjallað um raffínósa og stalchyósa en þær
greindust samt í öllum sýnum í styrkleika á bilinu 1-10 g/kg þe.
Hiti í rúllunum var skráður á 30 mínútna fresti með „Smart Reader“ skráningatölvu.
Tölfræöi
Öll tölfræðivinna var gerð með aðstoð tölvuhugbúnaðarins GENSTAT (1993) og uppgjör var
svipað og lýst hefur verið í greinum Þóroddar Sveinssonar og Bjarna E. Guðleifssonar (1996,
1997).