Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 163
155
foxgrasið og byggið, sem eru með iægsta sykrumagnið, eru með einna hæstan meltanleika
þurrefnis, eða 69-74%. Samsetning einstakra sykra er einnig nokkuð mismunandi milli
tegunda þó að frúktanar, sem er hópur vatnsleysanlegra Qölsykrunga, séu ailtaf ríkjandi.
Sukrósinn er hins vegar breytilegastur, en mest er af honum í fjölæru grösunum og minnst i
rýgresi og byggi.
í 5., 6. og 7. töflu eru sýnd áhrif mismunandi þurrkstigs og breytingar frá upphafi til loka
geymsiutíma á fóðurgildi, plöntusýrur, gerjunarafurðir og sykrur í heygerðunum sem hér eru
til umfjöllunar. Þar má sjá að munur á miili minna og meira forþurrkaðs heys er afar breyti-
legur eftir heygerðum, og er það fyrst og fremst vegna þess að illa tókst hemja þurrkinn eða
óþurrkinn. Þess vegna er lítill munur á milli þurrkstiga í bygginu, rýgresinu og snarrótinni, en
i vallarsveif-, vallarfox-, og háliðagrasi er hann viðunandi. Þurrefni í forþurrkuðu heygerð-
unum lækkar heldur við geymslu og er það í samræmi við fyrri rannsóknir okkar (Þóroddur
Sveinsson og Bjarni E. Guðleifsson 1996). Rúllurnar voru einnig vigtaðar að vori og reyndist
mælt þurrefnistap vera að jafnaði 5 kg þe./rúllu. eða 2% og var enginn munur á milli heygerða
eða þurrkstiga.
Áhrif þurrkstigs á fóðurgildi (meltanleika og prótein) í heygerðunum virðast lítil og
einnig eru litlar breytingar við geymslu í forþurrkaðu heygerðunum (5. og 6. tafla). Hins vegar
lækkar fóðurgildið í grænfóðurtegundunum við geymslu (7. tafla). Áhrif þurrkstigs á magn
plöntusýra er lítið, en yfirleitt minnkar styrkur þeirra við verkun, sérstaklega í blautum rúllum.
Eins og í fyrri rannsóknum fer sýrustig og magn gerjunarafurða fyrst og ffemst eftir
þurrkstigi heysins í rúllunum (t.d. Þóroddur Sveinsson og Bjarni E. Guðleifsson 1996, 1997).
Að magni til er mjólkursýran ríkjandi af sýrunum í rakari heygerðunum, nema í bygginu, þar
sem ediksýran verður ríkjandi, en þó ekki mikið á kostnað mjólkursýrunnar að því er virðist. í
minna forþurrkaða háliðagrasinu er mest af smjörsýru (6. tafla), en annars mælist mjög lítið af
henni og hún virðist mjög óstöðug. í þurrustu heygerðunum er gerjunarvirknin lítil, en öfugt
við sýrurnar eykst etanólmagnið í samanburði við blautari heygerðirnar. í öllum heygerðum
eykst ammoníummagnið við geymslu og styrkur þess er yfirleitt meiri í minna forþurrkaða
heyinu. Ammoníum er þó hvergi ennþá yfir gæðamörkum, nema í bygginu (7. tafla). Sýrustig
er í flestum heygerðunum í samræmi við þurrkstig. Undantelcningin er meira forþurrkaða
byggið. Þar er sýrustig of hátt miðað við þurrkstig, ediksýran er ríkjandi og smjörsýra og NH3
mælist í talsverðu magni. Ástæður fyrir oft misheppnaðri verkun í byggi eru ókunnar, en
verða ræddar betur hér á eftir.
Gerjunin í rúllunum er á kostnað sykraima í heyinu. Sykrurnar eru hráefnið sem plönt-
urnar og gerlarnir nota til öndunar og gerjunar. Heildarmagn vatnsleysanlegra sykra (VLS) er
nokkuð svipað milli þurrkstiga sömu heygerða, þó tilhneigingar gæti í þá átt að sykrumagnið
aukist við meiri forþurrkun eins og í raimsóknum Bjarna Guðmundssonar (1995). Hins vegar
er sykruieifin eftir verkun mun meiri samkvæmt olckar mælingum en í hans rannsóknum,
kannski vegna þess að þar eru frúktanar ekki mældir. Sérstaklega kemur á óvart hve sykru-
leifm er mikil í blautustu heygerðunum í samanburði við erlendar rannsóknir (McDonald o.fl.
1991). Hugsanlega er það vegna þess hve upphaflega sykrumagnið er hátt. Sykruneysla hey-
gerðanna er á bilinu 38-77 g/kg þurrefni, minnst í vallarfoxgrasinu og mest í rýgresinu. Hlut-
fallslegt hvarf sykra af heildarmagni í upphafi verkunar er þó á mun þrengra bili, eða 25-38%.
I þurrlegu heygerðunum, þ.e. vallarfoxgrasi vallarsveifgrasi og snarrót, gengur mest á
sukrósann við verkunina, eða 61-68%, því næst gengur á glukósann frekar en frúktósann en
frúktanarnir haggast minnst. 1 blautu heygerðunum hins vegar (byggi og rýgresi), gengur mest
á glukósann (67-84%) en hlutfallslega mun minna á aðrar sykrur.