Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 168
160
Áhrif sláttutíma (þroskastigs) vallarfoxgrass
í 8. töflu eru sýndar heildamiðurstöður á áhrifum sláttutíma og verkunar á fóðurgildi, plöntu-
sýrur, gerjunarafurðir og sykrur í vallarfoxgrasi frá 1997. Til þess að þurrkstig hefði ekki áhrif
á niðurstöðurnar var stefnt að því að hirða vallarfoxgrasið á svipuðu þurrkstigi alla sláttu-
tímanna. Eins og kemur fram í 8. töflu var ekki raunhæfur munur á þurrefnishlutfalli heysins
milli sláttutíma, og varð það á bilinu 34-37%. Þess vegna verður að teljast líldegt að sá munur
sem kemur fram á verkun heysins sé fyrst og fremst tengdur þroskastigi þess við slátt.
Meltanleiki þurrefnis og próteinhlutfall fellur með þroskastigi eins og alkunna er og
einnig steinefnin Ca, P, Mg og K (ekki sýnt hér). Sömuleiðis fellur styrkur plöntusýra með
vaxandi þroska heysins við slátt. Þessir þættir stuðla sennilega að því að buffervirkni (ekki
mæld) er mest í snemmslegna heyinu, eins og reyndar innlendar og erlendar rannsóknir sýna
(Bjarni Guðmundsson 1995. McDonald o.fl. 1991). Þess vegna ætti ekki að koma á óvart að
gerjunarvirknin er marktækt minni í snemmslegna heyinu í samanburði við seinni sláttutíma.
Ammoníumbundið N, mjólkur- og ediksýrustyrkur er lægstur í snemmslegnasta heyinu og
sýrustig því hæst, enetanólmagnið er svipað í öllum heygerðum.
Þegar skoðuð eru áhrif sláttutíma á sykrurnar sést að styrkurinn fer minnkandi því seinna
sem slegið er, nema sukrósinn sem breytist ekki með þroskastigi. Þess vegna fæst sterkt
jákvætt samband milli VLS og meltanleika þurrefnis. Heildarmagn vatnsleysanlegra sykra
mælist heldur lægra hér en í heygerðunum árið áður (sjá t.d. 6. töflu) og veldur því minni
sukrósi, glukósi og frúktósi. Sykruneysla verkunarimiar er einnig talsvert minni að jafnaði,
eða 22 g/kg þurrefnis, en var 38 g árið áður. Og ólíkt fyrri niðurstöðu er neyslan hlutfallslega
nrest á kostnað glukósa og fruktósa en rninna á kostnað sukrósans. Magn frúktana breyttist
ekki á verkunartímanum.
A 1. mynd eru sýndir ferlar mjólkursýru (einkenni loftfirrðrar gerjunar), sýrustigs og
sykra á fyrstu 150 dögunum eftir pökkun. Þar sést vel hvað fyrsti sláttutíminn sker sig mikið
úr. en ferlar gerjunar á 2. og 3. sláttutíma eru svo að segja eins. Einnig sýnir myndaröðin
hversu náið samband er á rnilli sýrustigs og mjólkursýrumagns, ferlarnir eru nánast spegil-
myndir.
.
Ahrif geymslustaðar á hita og gerjun
Til þess að skoða hvaða áhrif staðsetning stæðu hefði á hitastig og verkun í rúlluheyi var
rúllum og hitanemum komið fyrir sunnan undir vegg, norður undir vegg eða inn í hlöðu. Til-
raunin var fyrst framkvæmd sumarið 1996 og endurtekin 1997. Niðurstöður hitamælinganna
eru í 9. töflu þar sem sýndur er meðalmánaðarhiti á yfirborði og í rniðju rúllanna. Sömuleiðis
eru sýnd hámarks og lágmarksgildi. Talsverður hitamunur var á milli sumar og haustmánuð-
anna þessi ár, sérstaldega sunnan undir vegg. Einnig er umtalsverður munur á hitastigi í rúllu-
miðju annars vegar og yfirborði hins vegar. Hárkmarks rúlluhiti í miðju hennar mældist um
36°C, en á yfirborði 50°C. Munurinn var minni á öðrum stöðum. Dægursveiflur hitastigs eru
einnig mjög breytilegar eftir staðsetningu rúllanna. Þannig er lítil sem engin hitadægursveifla
í rúllum sem eru inni, en að jafnaði um 20°C í rúllum sunnan undir vegg (ekki sýnt) síð-
sumars.
Þrátt fyrir þetta mældist enginn áþreifanlegur munur á verkun í rúllunum eftir stað-
setningu þeirra og eins og hún er mæld hér (niðurstöður ekki sýndar). Verkunin var i engu
frábrugin þeirri sem sést í 5. töflu um minna forþurrkuðu snarrótina frá árinu 1996 og 8. töflu
um 2. sláttutímann í vallarfoxgrasinu frá árinu 1997.