Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 169
161
Gerjun í skemmdum rúllum
Eins og fyrr greinir skemmdust nokkrar rúllur í tilraununum vegna bilana í límingum yfir
sýnagötum. Þess vegna hafði loft greiðan aðgang að heyinu inn að kjarna. Engu að síður þótti
ástæða til þess að halda áfram sýnatökum og mæla verkunina í þessu rúllum. Verkunin var
síðan borin saman við sambærilegar óskemmdar rúllur. Þetta voru vallarfoxgras-, bygg- og
rýgresisrúllur með þurrefnishlutfall á bilinu 13—46%.
í stuttu máli eru helstu einkenni skemmdra rúlla af völdum lofts, fyrir utan afar óþægilega
lykt, mikil hækkun sýrustigs (6,5 til >8,0), mikil ediksýru- (>150 g/kg þe.) og ammóníum-
myndun og minnkandi mjólkursýra. Smjörsýra mælist stundum í miklu magni, en alls eklci
ailtaf. Mælt þurrefnistap var að jafnaði 27 kg þe./rúllu, eða 19%.
Ástœður misheppnaðrar verkunar í byggrúllum
Á Möðruvöllum hefur í tvígang orðið að farga byggrúllum (í annað skiptið yfir 80 rúllum)
vegna misheppnaðrar verkunar. Við nánari athugun á meðal bænda í nágrenninu kom í ljós að
fleiri höfðu lent í svipuðum vandamálum með bygg. Fljótlega var hægt að útloka að um plast-
skemmdir væri að ræða, vegna þess t.d. að rýgresi á Möðruvöllum, sem slegið var samtímis
og féklc sömu meðferð og sama plast, reyndist verkast óaðfmnanlega. Á Möðruvöllum hafði
rúllunum verið staflað í tvöfalda stæðu, en nokkrum hafði fyrir tilviljun þó ekki verið staflað.
Þegar kom að gjöf kom í ljós að óstöfluðu rúllurnar voru óskemmdar en allar stöfluðu
rúllurnar voru ónýtar. Tekin voru sýni úr rúllunum um vorið og þau efnagreind. Nokkrar
niðurstöður úr bygginu eru sýndar í meðfylgjandi töflu:
Fyrsta vikan Að vori Óstaflað Staflað
Þurrefni. % 18 17 13
Sýrustig, pH 6,4 4,0 5,9
Mjólkursýra, g/kg 16 96 62
Ediksýra, g/kg 10 14 66
Smjörsýra, g/kg 1 0 6
Ammoníum N, % 3 7 21
Svo virðist sem staflaða byggið hafi „blotnað“ eða verið með lægra þurrefni. Það sem
eyðileggur byggrúllurnar er greinilega að ediksýru- og smjörsýrugerjun verður mikil og tekur
yfir hluta af mjólkursýrugerjuninni. Þetta skýrir vonda lykt af byggrúllunum. Astæður þessa
eru ekki ljósar, en þetta gæti tengst þurrefni, mismunandi sláttutíma eða notkunar mylcju í
flögin að vori.
UMR,€ÐUR
Þær rannsóknaniðurstöður sem hér eru kynntar styrkja verulega þekkingargrunn okkar á eðli
verkunar heys í rúlluböggum. Gerð velheppnaðrar verkunar má skipta í þrjá flokka eftir þurrk-
stigi heysins. Skil milli flokka geta verið nokkuð breytileg og fer m.a. eftir buffervirkni hrá-
efnisins. Dæmi um verkun í þessum flokkum eru sýnd á 2. mynd þar sem sýnt er samhengi
gerjunar (mjólkursýru), sýrustigs og niðurbrots vatnsleysanlegra sykra (VLS).
I. Verkun í vel þurrkuðu rúlluheyi (60-80% þe.).
í þessum flolcki verður engin eiginleg gerjun. Mjólkursýra mælist <2g/kg þurrefnis
og þar af leiðandi er lækkun sýrustigs vart merkjanleg. Sykruneyslan er engu að síður
umtalsverð (18-35%) og fer minnkandi með aulcnu þurrkstigi. Ástæður sykruneysl-
unnar eru ekki fullkunnar, en eru sennilega af völdum öndunar lifandi plöntufrumna
og ensímvirkni sem í byrjun verkunar ummyndar sykrur í CO2 og H2O, en eftir því
sem umhverfið verður loftfírrðara verður öndunin ófullkomin og sykrumar um-