Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 170
162
myndast þá mest í etanól með hjálp alkohól dehydrógenasa sem er virkastur við
óskert pH (McDonald o.fl. 1991). Á endanum Qarar Iíf plöntufrumanna út og jafn-
vægi myndast. Þrátt fyrir þetta má búast við því að sykruleifar séu meiri en í blautara
verkuðu heyi (2. mynd).
II. Verkun í miðlungs forþurrkuðu rúlluheyi (30-60% þe.).
í þessum flolclci er verkunin bæði af völdum geijunar og ensímvirkni í lifandi plöntu-
frumum. Virkni mjólkursýrumyndandi baktería er skert sökum hás þurrefnis og pH
fellur hægt. Hámarks mjólkursýrumyndun fer sjaldan yfir 60 g/kg þe. Á 2. mynd sést
að svkruneyslan er mun hraðari en gerjunin (mjólkursýrumyndunin og lækkun pH)
gefur til kynna. Þetta stafar sennilega af mikilli virkni plöntufruma og ensíma í upp-
hafi verkunartímans vegna tiltölulega hagstæðs ralcastigs. Plöntufmmurnar deyja
vegna mjólkursýrumyndunar og lækkandi sýmstigs og stöðugleiki kemst á. Lág eða
há buffervirkni í heyi með þurrefnishlutfall á bilinu 30-40% ræður miklu um hvort
verður ofan á, mjólkursýmgerjun eða öndum plöntufrumna (sjá 1. mynd). Há buffer-
virkni dregur úr virkni mjólkursýrumyndandi baktería en hefúr sennilega lítil áhrif á
öndun plöntufrumna.
III. Verkun í lítið forþurrkuðu rúlluheyi svo sem í grænfóðri (<30%).
í þessum flolclci er verkunin dæmigerð votheysverkun eða allsráðandi mjólkursým-
gerjun. Algengt er að magn mjólkursýru í fullverkuðu heyi sé á bilinu 80-120 g/kg
þe. Vegna hagstæðs rakastigs og framboðs á sylcrum fyrir mjólkursýmmyndandi
balcteríur, ásarnt loftfirrðu umhverfi, fer fram ört niðurbrot sykra í mjólkursýru. Eins
og lcemur fram á 2. mynd er sýmstigslælckun og sykruneysla í réttu hlutfalli við
mjólkursýrumyndunina í heyinu. Vegna lágs sýrustigs deyr plöntuffumumassinn á
nolckrum dögum og síðan flestar mjóllcursýmbakteríur þegar botninum er náð (pH
—4,2). Stöðugleilca er náð.
Þrokastig vallarfoxgrass við slátt hefur mikil álxrif á verkunina væntanlega, vegna mis-
munandi buffervirkni hráefnisins. Snemmslegna vallarfoxgrasið hefur að því er virðist ýmis
einlcenni sem ralcin eru til hálfmisheppnaðarar verkunar. T.a.m. er mjólkursýrugerjun umtals-
vert minni en í síðari sláttutímum, og þar af leiðandi er sýrustigslækkunin mun minni (1.
mynd). Engu að síður hefur snemmslegna vallarfoxgrasið óumdeilanlega yfirburði í lostætni
og fóðrunarvirði fyrir mjólkurkýr eins og lcynnt er hér í næstu grein (Laufey Bjamadóttir og
Þóroddur Sveinsson 1999). Ef leita á skýringa á þessu gæti hluti hennar verið vegna minni
edilcsýru og ammoníums í snemmslegna heyinu samanborið við síðari sláttutíma (8. tafla), en
þelckt er að þessi efni dragi úr áti (McDonald o.fl. 1991). Auk þess eru sykruleifar (1. mynd)
og meltanleiki þurrefnis hærri í snemmslegna heyinu, sem hefúr öllu jafnan jákvæð áhrif á át-
lyst.
ÞAKKARORÐ
Við viljum færa sérstakar þalckir til Höskuldar Gunnarssonar fyrir veitta aðstoð við rúllurnar á
Möðruvöllum, Sigríðar Dalmannsdóttur fyrir þrotlausar HPLC-mælingar og Tryggva Eiríks-
sonar fyrir ailar heyefnagreiningarnar.
HEIMILDIR
R.W. Payne (formaöur ritnefndar), 1993. GENSTAT,M 5. Release 3 Reference Manual. Statistics Department,
Rothamsted Experimental Station, AFRC Institute of Arable Crops Research, Harpenden, Hertfordshire AL5
2JQ. Clarendon Press, Oxford. 796 s.
Bjarni Guðmundsson, 1995. Öflun og verkun heys handa mjólkurkúm. Rit Biívísindadeildar nr. 7, 46 s.
Bjarni Guðmundsson & Ásdís Helega Bjarnadóttir, 1995. Heyþurrkun og grasgaeði. Rit Bivísindadeildar nr. 10,
38 s.