Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 172
164
RRÐUNflUTflFUNDUR 1999
Áhrif sláttutíma á fóðrunarvirði vallarfoxgrass
Laufey Bjamadóttir
og
Þóroddur Sveinsson
Raimsóknastofnun landbúnadarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Heimaaflað gróffóður er stór hluti af heildarfóðurþörf á hinu almenna kúabúi hérlendis. Því er
mikilvægt fyrir bóndann að gæði þess séu sem mest. Þeir þættir sem mest áhrif hafa á gæði
gróffóðursins eru áburðargjöf, grastegundir, heymeðferð og sláttutími. Ýmsir aðrir þættir sem
erfitt er að stjórna hafa þó rnikil áhrif eins og veðurfar.
Vallarfoxgras er mikilvægt sáðgresi í endurrækt túna vegna uppskerugetu og lostætni.
Gerðar hafa verið ótal tilraunir með áhrif sláttutíma vallarfoxgrass á fóðurgildi, uppskeru og
endingu þess. Þá hafa tilraunir með kýr og kindur sýnt að fóðrunarvirði þess er mikið í saman-
burði við aðrar grastegundir, en engar tilraunir hafa hins vegar kannað áhrif sláttutíma á lost-
ætni fyrir mjólkurkýr.
Fóðurgildi heyja ræðst mest af þroskastigi grasa við slátt og áburðargjöf, þroskastig hefúr
mikil áhrif á meltanleika og áburður á efnainnihald. Fóðrunarvirði heysins er metið sem marg-
feldi fóðurgildis þess og heyáts viðkomandi grips (Bjami Guðmundsson 1981). Það sem hefur
hvað mest áhrif á át viðkomandi grips er svo lystugleiki heysins. Með þessari tilraun voru
könnuð áhrif mismunandi sláttutíma vallarfoxgrass á át, nyt, efnainnihald mjólkur og þunga-
breytingu kúnna. Með tilrauninni má meta fóðrunarvirði vallarfoxgrass sem slegið er á mis-
munandi tíma. Tilraunin var gerð i Möðruvallafjósi frá mars til apríl 1998 og var styrkt af
Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Kýr
Kýrnar voru 12 alls, þar af 6 fyrsta kálfs kvígur. Þeim var skipt upp í fjóra mismunandi hópa
þar sem kýr innan hóps eru valdar hvað líkastar með tilliti til aldurs, burðar og nythæðar.
Upplýsingar um kýmar, viku áður en tilraun hófst, má finna í 1. töflu.
Fóöur og fóðrun
Vallarfoxgrasið var af svokallaðri Efstumýri en vorið 1996 var því skjólsáð með rýgresi að
hluta og byggi að hluta. Vorið 1997 var greinilegur munur á vallarfoxgrasinu eftir þvi í hvaða
skjóli það hafði verið. Vallarfoxgras í skjóli rýgresis var mun lengur af stað og lágvaxnara og
eyður meira áberandi en þar sem byggi hafði verið sáð með. Þann 6. júlí var þekja sáðgresis
metin 60-70% rýgresismegin og 80-90% byggmegin. Uppskera vallarfoxgrass var mæld fyrir
hvern sláttutíma með því að klippa meðfram 2 m löngum sláttuprikum. Klippt vom 10-15
„prik“ í hvorum hluta. Nokkuð erfitt reyndist að klippa vallarfoxgrasið í annað og sérstaklega
í þriðja skipti því að það var orðið mjög hávaxið og gróft. Niðurstöður uppskerumælinga og
mat á þroskastigi við slátt rná sjá í 2. töflu. Notaður var örbylgjuofn til þess að ákvarða
hirðingartímann þannig að allir sláttutímar hefðu svipað þurrkstig. Óþurrkar settu nokkuð