Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 175
167
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var notuð líkingin:
Kr/kg =(28,86+(0,25x32,41 xfita%/3,94+0,75x32,41 *prótein%/3,26))/l,03
Verð á þurrheyi var ákveðið 13 kr/FEm, 1. sláttutími 14 kr/FEm, 2. sláttutími 13 kr/FEm, 3.
sláttutími 12 kr/FEm og kjarnfóður 30 kr/FEm. Verðin taka mið af kostnaðarútreikningi fyrir
hey á Möðruvöllum.
Tilraunaskipulag og tölfrœði
Tilraunin var sett upp sem latneskur femingur með þrjá mismunandi sláttutíma af vallar-
foxgrasi dreift á þrjú tímabil, þar sem hvert tímabil tók þrjár vikur. Á þarrn hátt prófaði hver
kýr hvern sláttutíma í þrjár vikur samfleytt og allar kýmar prófuðu alla sláttutíma. Uppgjör
fyrir fervikagreiningu nær yfir tvær síðustu vikur hvers tímabils. Fyrir hvem grip eru
mælingar á áti í 8 daga, 4 dagsmælingar á nyt, 4 mælingar á efnainnihaldi og 2 vigtanir á
hverju tímabili. Líkanið sem notað var við fervikagreininguna innihélt þættina: sláttutími (3)
og hópur (4), og tímabil (3) sem blokkir. Þannig er komið í veg íyrir að áhrif af eðlilegri
lækkun á nyt og áti blönduðust inn í áhrif af mismunandi sláttutíma og kýr fengu mismunandi
sláttutíma í mismunandi röð. Jafnframt var skoðaður munur á milli hópa á viðbrögðum við
mismunandi sláttutíma með því að kanna samspilsáhrif hóps við sláttutíma. Við uppgjör á
gögnum var notað tölfræðiforritið Genstat (1993).
Uppgefm skekkja í töflum er staðalskelíkja meðaltalsins. Bak við hvern meðaltalsútreikn-
ing liggja 24 mælingar fyrir hvert tímabil í uppgjöri. Þegar talað er urn mun á milli meðaltala
er átt við tölfræðilega marktækan mun nteð P-gildi <0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Samspilsálrrif milli hópa og sláttutíma voru óveruleg nema í þurrheysáti og próteinhlutfalli í
mjólk sem þýðir að í þeim tilvikum var svörun hópana við sláttutímunum ekki samsíða eða
eins. í öllum öðrum tilvikum mældust engin samspilsáhrif og því sýna meðaltöl í töflum
heildaráhrif sláttutímanna á hópana.
Vikulegur breytileiki er mikill í talnasafninu hvað varðar át og þar af leiðandi jafnvægis-
útreikninga. í 4. töflu má skoða meðaltal hinna ýmsu breyta í gagnasafninu og hæsta og
lægsta vikulega gildi þeirra. Til að mynda er hæsta gildi á áti af vallarfoxgrasi 17,6 kg þe. en
lægsta gildi 1,9 kg þe. Að meðaltali átu kýmar 10,9 kg þe. af gróffóðri. Á Möðruvöllum var
gerð tilraun þar sem sem áhrif vallarfoxgrass, vallarsveifgrass og snarrótar voru könnuð. Þar
reyndist meðalát af vallarfoxgrasi vera 12,1 kg þe. á dag en þar var um að ræða súgþurrkaða
þurrheysbagga (Þóroddur Sveinnsson o;
Gunnar Ríkharðsson 1995). í tilrauninni
sem nú var gerð var kjarnfóðurgjöfin að
meðaltali 3,3 kg þe. sem er meira en í
grastegundatilrauninni á Möðruvöllum
senr var 1,2 kg þe., en talið er að aukin
hlutdeild kjarnfóðurs í fóðurskammti
dragi yfírleitt úr gróffóðuráti. I
svokallaðri hártilraun sem gerð var á
Möðruvöllum þar sem áhrif af þurrheyi
af 1. slætti og háar í rúllum vom könnuð,
átu kýrnar að meðaltali 11,7 kg þe. þegar
þeim var gefíð bland af þurrheyi og
rúllheyi eða svipað og gert var í þessari
tilraun. I háartilrauninni var ekki um að
4. tafla. Meöaltöl hinna ýmsu breyta úr tilrauninni, ásamt
liæstu og lægstu vikulegu gildum einstakra kúa.
Meðaltal Lægsta giidi Hæsta gildi
Vallarfox.át, kg þe. 7,9 1,9 17,6
Þurrheysát, kg þe. 3,0 1,8 3,3
Kjarnf.át kg þe. 3,3 1,3 6,1
Alls át, kg þe. 14,2 7,2 24,3
Át, vallarfox./lOO kg 1,7 0,4 4,3
Þungi, kg 471 409 561
FEmjafhvægi 0,87 -5,0 11,5
AAT jafitvægi, g 98 -409 1012
PBV jafnvægi, g 160 -105 631
Nyt, kg/dag 17,6 9,6 30,5
OLM, kg/dag 17,0 9,9 27,1
Úrea, mmól/1 4,54 3,14 6,18