Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 176
168
ræða vallarfoxgras heldur blöndu af háliðagrasi, vallarsveifgrasi og snarrót (Sigríður Bjama-
dóttir 1998).
Ef skoðað er gróffóðurát fyrir hver 100 kg þunga er meðaltalið 2,4 kg þe. sem er lægra en
í grastegundatilrauninni sem var 2,5 kg þe. Hæsta gildið í þessari tilraun á vallarfoxgrassáti
var þó 4,3 kg þe. og lægsta gildið var 0,4 kg þe. (4. tafla). Þetta sýnir hversu breytileikinn er
mikill í þessari tilraun þar sem sláttutímarnir hafa mikil áhrif á át eins og síðar mun koma
fram.
Að meðaltali er orkujafnvægið á núllpunkti en nokkur offóðrun var á próteini. Talsverð
undirfóðrun átti sér þó stað, sérstaklega hjá kúm sem voru á 3. sláttutíma. Ein kýr átti við súr-
doðavandamál að etja en hún var tiltölulega nýborin þegar tilraun hófst en var þó ekki á 3.
sláttutíma fyrr en á siðasta tímabili.
Úrefni í mjólk er að meðaltali 4,5 mmól/1 sem er innan þeirra marka sem teljast eðlileg.
Þess ber þó að geta að úrefnismælingar voru í nokkrum ólestri hjá Rannsóknastofu
mjólkuriðanarins (RM) þessa mánuði og er því ekki hægt að horfa blint á þessi tölugildi.
Ahrif mismunandi sláttutíma vallarfoxgrass á át
í 5. töflu má sjá heildamiðurstöður á áti. Þar kemur fram marktækur munur á öllu áti milli
sláttutíma nema kjamfóðuráti sem er eðlilegt og g PBV étið úr þurrheyi en eins og áður er
getið fengu kýrnar einungis 4 kg af því.
Kýrnar átu mest af gróffóðri þegar þær vora á 1. sláttutíma, eða að meðaltali 14,6 kg þe.,
en í fyrrnefndri grastegundatilraun átu þær 12,1 kg þe. að meðaltali af vallarfoxgrasi eingöngu
(Þóroddur Sveinnsson og Gunnar Ríkliarðsson 1995). Þetta er einnig meira át en í tilraunum
sem gerðar voru á Hvanneyri 1992-1994 en þar átu kýrnar 11,7 kg þe. af þurrheyi og 11,2 kg
þe. af rúlluheyi og í tilraun sem gerð var 1991-1992 var átið heldur meira á þurrlegu rúlluheyi
(um 44% þe) eða 12,1 kg þe. (Bjarni Guðmundsson 1995). Þá er þetta einnig meira gróffóður-
át en í tilraun á Stóra Ármóti veturinn 1993-1994 með mismunandi kjarnfóðurgjöf fyrir
mjólkurkýr, þar átu þær 10,1 kg þe. (Gunnar Ríkharðsson o.fl. 1997). Ástæðumar fyrir þessu
mikla áti sem hér mældist eru einlcum þrennar. I fyrsta lagi lostætni snemmslegins vallar-
foxgrass og óvenjuhár orkstyrkur þess (0,93 FE/kg þe.), í öðru lagi óvenju hár orkustyrkur
heildarfóðurs (0,95 FE/kg þe.) og í þriðja lagi fjölbreytilegt gróffóður. Allt eru þetta þættir
sem talið er að hafi örvandi álirif á át. Eins og komið hefur fram í tilraunum hérlendis með
gróffóður handa mjólkurkúm étast orkuríkustu heyin best eins og hér gerðist (Gunnar Rík-
harðsson 1995, Þóroddur Sveinsson og Gunnar Ríkliarðsson 1995). Aukin fjölbreytni í fóður-
skammti eykur át samanber háartilraun þar sem kýr sem fengu blöndu af þurrheyi og rúllu-
heyi, átu meira en þær sem voru eingöngu á þurrheyi eða rúlluheyi (Sigríður Bjarnadóttir
1998). Þetta mikla át á 1. sláttutima lýsir lystugleika vallarfoxgrassins en það sem kemur
kannski á óvart er hvað lystugleikinn fellur hratt með auknu þroskastigi. Þannig fer gróffóður-
átið niður í 10,5 lcg þe. á dag á 2. sláttutíma og 8,4 kg þe. á dag á 3. sláttutíma. Þetta verður að
teljast mikið fall á eldci lengri tíma. Lílclegt er að þær éti milcið af góðu lystugu heyi þegar það
býðst en séu elclci að éta eins milcið og þær þurfa af því lélegasta og mjólki því af sér. Kýmar
átu mest af þurrheyinu þegar þær voru á 3. sláttutíma en leifðu stundum þegar þær voru á 1.
sláttutíma.
Þegar orkuát lcúnna er skoðað er munur á milli allra sláttutímanna sambærilegt við þurr-
efnisátið. Þegar kýrnar eru á 1. sláttutíma éta þær að meðaltali 13,3 FEm/dag sem er umtals-
vert meira orkuát af gróffóðri en í snarrótartilraun og háartilraun sem var 7,2 og 10,0 FEm/dag,
þrátt fyrir tiltölulega mikla kjarnfóðurgjöf (Sigríður Bjarnadóttir 1996, Sigríður Bjamadóttir
1998). Kýrnar fengu mest af orlcu þegar þær voru á 1. sláttutíma, næst mest á 2. sláttutíma og
minnst á 3. sláttutíma. Þetta endurspeglar orkugildi vallarfoxgrassins sem fellur einnig í