Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 178
170
1. mynd. Aðhvarf þurrefnisáts og dagsnytar við mismunandi
sláttutíma vallarfoxgrass á tilraunatímanum.
Ahrif mismunandi sláttutíma vallarfoxgrass á framleiðslu mjólkurkúa
í 6. töflu má sjá áhrif sláttutíma vallarfoxgrass á framleiðslu mjólkurkúa á tilraunaskeiðinu.
Áhrif sláttutíma á nyt og orkuieiðréttri mjólk eru greinileg. þar sem kýmar mjólka mest á 1.
sláttutíma en mjólka minnst á 3. sláttutíma. Þegar litið er á efnainnihald er einungis mark-
tækur rnunur á próteini, en eftir því sem kýrnar innbyrða meiri orku því meira prótein verður í
mjólkinni. Ef litið er á hlutfallstölur er fall í nyt einungis um 12% (6. tafla) á sama tíma og
fall í orkuáti er um 40% (5. tafla). Hér verður að hafa í huga að ástand kúnna áður en þær fóru
i tilraunina var mjög gott og að hvert tilraunaskeið var einungis 3 vikur. Þess vegna má búast
við því að áhrif heygæðanna komi ekki að fullu fram í mælingum á nyt vegna þess að kýrnar
eiga möguleika á að jafna fóðursveiflur í stuttan tíma.
6. tafla. Áhrif mismunandi sláttutima vallarfoxgrass á framleiðslu mjólkurkúa.
l.slt. 2. slt. 3. slt. P-gildi Meðaltal Staðalskekkja mismunarins
Magn
Mjólk, kg/dag 18,6 17,4 16,7 ** 17,6 0,35
Orkuleiðrétt mjólk, kg/dag 18,5 17,0 16,2 *** 17,2 0,26
Fita, g/dag 748 679 651 *** 692,6 15,1
Prótein, g/dag 621 564 533 *** 572,6 13,9
Efnainnihald
Fita, % 4,08 3,96 3,94 0,229 3,99 0,057
Prótein, % 3,38 3,29 3,23 * * 3,30 0,028
Fitupróteinh lutfall 1,20 1,20 1,22 0,532 1,21 0,018
Laktósi, % 4.56 4,58 4,57 0,897 4,57 0,032
Fitusnautt þe. 8.84 8,76 8,70 0,121 8,77 0,046
Úrefni, mmól/l 4,49 4,37 4,78 0.085 4,55 0,129
Frumur (þús.)í ml 283 251 286 0,892 274 57,1
HlutfalIslegt magn
Mjólk. kg/dag 100 94 90 ** 95 1,9
Orkuleiðrétt mjólk. kg/dag 100 92 87 *** 93 1,4
Fita, g/dag 100 91 87 *** 93 2,0
Prótein, g/dag 100 91 86 *** 92 2,2
P<0,05, ** P<0,01, *** P<0,001.