Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 183
175
Hráefnið og gœði þess
I eftirfarandi töflu eru tölur um helstu eiginleika liráefnisins en hver þeirra byggist á meðaltali
þriggja sýna:
2. tafla. Efnamagn heysins við bindingu.
Liður Tími á velli klst Þurrefni % Orka FEm/kga) Hráprótein þe.% Bufferhæfhi mE/100 g þe.
Ia 4,5 32,4 0,79 20,4 33,3
lb 25,5 43,8 0,76 20,9 34,8
lla 26,0 39,9 0,81 20,2 27,8
Ilb 49,5 63,9 0,78 20,6 29,5
a) Orkugildi er reiknaö eftir meltanleika mældum meö pepsín-sellulasa aðferð sem
ofmetur nokkuð meltanleika háarinnar.
Um var að ræða kröftugt hey, orku- og próteinríkt. Mælt orkugildi heysins féll nokkuð
við velting á vellinum (samanburðurinn Ia:Ib og IIa:IIb). Hlutfallstölur próteins stigu hins
vegar lítið eitt. Hvort tveggja er vel þeklct úr hliðstæðum tilraunum á Hvanneyri. Bufferhæfni
heysins við.hirðingu var á meðalsviði eldri innlendra mælinga (Bjami Guðmundsson og Ás-
dís Helga Bjarnadóttir 1995).
Verkun háarinnar
Tilraunaheyið var tekið til athugunar að liðnum sjö mánaða verkunar- og geymslutíma. í
næstu töflu eru meðaltölur mælinga á votheyssýnunum. Einnig þar standa þrjú sýni að baki
hverri meðaltölu:
3. tafla. Efnamagn og eiginleikar votheysins.
Liður Þurrefni %a) Orka FEm/kg þe. Sýrustig pH Ammoníak nh3-n Sykrur g/kg þe.
Ia 31,9 0,83 4,35 5,03 24
Ib 42,6 0,79 4,71 4,37 30
lla 38,4 0,82 5,00 4,62 25
Ilb 61,9 0,79 5,67 2,09 80
a) Ofnþurrkað þurrefni.
Sjá má vel áður þekkt álirif þurrkstigsins á sykrumagnið í heyinu fullverkuðu. Glögg
línuleg fylgni var með þurrefnisprósentu heysins við hirðingu (x) og sýmstigi votheysins úr
því (y);
y=3,15+0,04x r2=0,82 P=0,002
Mælt orkugildi votheysins var að jafnaði 3% meira en heysins við hirðingu. Svo margar
mælingar mynda meðaltölin að tilviljun ein ræður vart mismuninum sem er meiri í I- en II-
liðum. Varðveisla fóðurorku heysins virðist hafa tekist afar vel.
Lítilsháttar mygiu gætti í tveimur böggum Ib-liðar af þremur en að öðru leyti var mygla
ekki sjáanleg í neinum bagganna. Fellur það að fyrri reynslu um myglu í háarböggum (Bjami
Guðmundsson 1995).
Heyát gemlinganna -fóórunarvirdi háarinnar
Heyát gemlinganna var mælt tvær vikur í röð eins og fyrr sagði. Meðaltölur þess eru birtar í 4.
töflu: