Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 187
179
7. tafla. Efnamagn háarflokka eftir rikjandi grastegundum - sýni tekin viö gjafir.
. Þurrefni % Hráprótein g/kg þe. Orkugildi FEm/kg þe.
Vallarfoxgras ríkjandi
Meðaltal 58,8 169 0.92
Staðalfrávik 11,9 27 0,09 n=13
Vallarsveifgras ríkjandi
Meðaltal 61,8 184 0,89
Staðalfrávik 17,5 20 0,07 n=13
Blanda grastegunda
Meðaltal 66,9 189 0,83
Staðalfrávik 8,2 24 0,09 n=7
n=Spildufjöldi.
Ekki var annað að sjá en verkun háarinnar hefði tekist vel. Má meðal annars marka það af
breytingum efnamagns hemiar frá hirðingu til gjafa:
8. tafla. Efnamagn háarinnar við hirðingu og gjafir,
meðaital og staðaifrávik.
Við hirðingu Við gjafir
Þurrefni, % 62±14 62±15
Orkugildi, FEm/kg þe. 0,89±0,07 0,89±0,09
Hráprótein, g/kg þe. 190=27 179±25
Um er að ræða samanburð 33 samstæðra heysýna. Eina breytingin frá hirðingu til gjafa
felst í nokkurri læklcun hrápróteins; aðrir þættir virðast hafa haldist í sínum skorðum. Hér
gætir eldci þeirrar rýrnunar sem Sigríður Bjamadóttir (1998) fann í tilraun sinni.
Jafnan eru tengsl á rniili þurrefnis súrverkaðs heys (x) og sýrustigs þess (y). Aðhvarfs-
líkingin í gagnasafninu er y=4.05+0,00281 x ... r2=0,41 P<0,001.
Bændur voru beðnir að rneta lystugleika háarinnar/átiyst kúnna til einkunnar. Ætu lcýrnar
hána kátar og af áfergju skyldi gefin einkunnin A, en D ef þær aðeins nösluðu í heyið með ó-
lund og leifðu miklu. Einkunnimar B og C komu þar á milli. Mat af þessu tagi er að vissu
marki einstaklingsbundið, auk þess sem átlyst kúnna ræðst einnig af öðram þáttum fóðrunar-
innar (fóðurtegundum, fóðrunarháttum, ástandi gripanna o.fl.). Þetta tvennt verður að hafa í
huga við mat á niðurstöðum. Eftirfarandi tafla sýnir hvernig stigagjöfm fyrir ályst féll eftir
ríkjandi grastegundum:
9. tafla. Átlyst kúnna eftir ríkjandi grastegundum.
Vallarfoxgras Vallarsveifgras Blanda
Átlyst metin A (12) 50% 33% 17%
Átlyst metin B (14) 36% 43% 21%
Átlyst metin D og C (6) 67% 33% -
Tölur í svigurn gefa til kynna fjölda dæma (spildna) sem skiptingin byggist á. Eindreginn
mismunur kemur eklci fram. Fæð mælinga bak við einkunnirnar D og C setur ályktunum tak-
rnörk en hlutur vallarfoxgrassins er mestur í hópnum sem hæsta átlystareinkunn hlaut. Háin
ást vel; há af liðlega 8 spildum af hverjum 10 hlaut A eða B í einkunn fyrir átlyst.