Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 188
180
Leitað var skýringa á mismun metinnar átlystar með því að kanna nokkra einkennisþætti
háarinnar. Gagnasafnið var flokkað eftir metinni átlyst kúnna á hámii. Niðurstöðurnar eru
samandregnar með meðaltölum og öryggismörkum mismunar (95%) í 10. töflu.
10. tafla. Tengsl nokkurra þátta við metna átlyst kúnna, meðaltöl og öryggismörk (95%).
Átlyst (einkunn fyrir átlyst)
Dauf (D,C) Allgóð (B) Agæt (A)
Spildufjöldi 6 14 12
Aldur túns 6±8 13±7 11±6
Búfjáráburður, t/lia 18±l 1 I4±5 13±6
Tilbúinn áburður milli slátta, kg N/lia 42±22 30±20 37±19
Dagar frá fyrri slætti 40±13 33±6 34±6
Háaruppskera, rúllur/ha 7,8±4,6 7,2±1,6 5,8±I,3
Há á veili, klst 46±52 41 ± 12 32±6
Fjöldi plastlaga á rúllu 5,0±1,7 5,0±0,6 5,4±0,6
Þurrefni, % við gjafir 50±I6 57±9 68±6
Reiknað orkugildi. FEm/kg þe. við gjafir 0,91 ±0,10 0.90±0,10 0,92±0,10
Hráprótein, g/kg þe. við gjafir 172±40 184±14 181 ± 12
Sýrustig, pH við gjafir 5,2±1,0 5,4±0,4 5,9±0,1
Öryggismörkin sýna að óvíða er um eindreginn mismun að ræða. Ákveðna hneigð má þó
greina í ýmsum liðum:
Þurra háin var lystugust. Talanarkaða lyst höfðu kýrnar á há sem fengið hafði ríflegan
mykjuskammt. Kunna þar að vera á ferð bein álirif mykjunnar en fremur þó óbein í gegnum
ranga gerjun. Þá virtust kýrnar kunna að meta há af yngri túnum, hóflega áborna og há sem
ekki hafði legið lengi á velli. Neikvæð áhrif þroska háarinnar á lystugleika hennar korna fram
í tvennu: annars vegar aldri háarinnar (dagafjölda frá fyrri slætti) og hins vegar í uppskeru-
magninu (rúllum á ha). Þá má veita því athygli að kýrnar hafa rnetið þykkt plasthjúps með
jákvæðum hætti, þótt í srnáu væri. Flestir þessara þátta eiga sér augljósar skýringar sem
bendir til þess að innra samræmi átlystarmats og gagnaskráningar bændanna hafi verið eðli-
legt.
UM NIÐURSTÖÐURNAR
Þótt rannsóknirnar tvær, sem hér hefur verið sagt frá, séu ólíkar að gerð er samræmi í niður-
stöðum þeirra. Há verkast vel í rúllum. einkum ef hún er þurrleg. Myglu gætir sárasjaldan í
háarböggum og rýrnun á mældu fóðurgildi frá hirðingu tii gjafa er iítil (sjá 8. töflu). Lyst
gemiinga (og sauðfjár líklega yfírleitt) á há úr rúllum vex með þurrkstigi hennar. Gemlingatil-
raunin sýndi vöxt lystugleikans upp að 45% þurrefni. Nýrri tilraunir á Hvanneyri hafa staðfest
þetta - benda jafnvel til þess að mörkin kunni að liggja ofar (Bjarni Guðmundsson - óbirtar
niðurstöður). Við 45% þurrefni er gerjun í heyinu orðin óveruleg.
Á verkunartíma háar er umhverfishiti jafnan lægri en fyrri slægjunnar. Vera kann að sá
mismunur valdi því að vandfengnari sé hrein mjólkursýrugerjun í votri há en fyrri slægju
þegar verkuð er í rúllum og ferböggum. Þá má benda á að bufferhæfni háar virðist vera meiri
en í fyrri slægju (Bjarni Guðmundsson og Björn Þorsteinsson - óbirtar niðurstöður). Þetta er
nú verið að rannsaka nánar. Niðurstöður sunnlensku bændanna á átlyst kúnna benda til þess
að best gefist rúlluháin sem þurrust.
Vinnumagn við öflun háarinnar reyndist heldur meira en við öflun fyrri slægju. Dauf
fylgni þurrefnisprósentu í hánni og þurrkunartíma bendir til þess að gefa þurfi vinnubrögðum