Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 192
184
12000 . 25.00
2. mynd. Uppskera í kg þe./ha og FE,„/ha, auk hrápróteininnihalds græn-
fóðurgerðanna þriggja á meðan tilraun stóð yfir. R=rýgresi, F=fóðurmergkál,
V=vetrar-repja. Númerin sýna vikur í tilraun.
Eitthvað var um arfa í grænfóðrinu; töluvert um flelcki í rýgresishlutanum, áberandi
breiður í mergkálinu framan af en varla merkjanlegt í repjunni. Kálflugu varð eldci vart en hún
getur gert mikinn usla þar sem hún nær sér á strik<7>.
FÓÐRUN
Annað fóður
Auk grænfóðursins sem kýrnar fengu að vild (dagskammturinn tekur mið af leifum frá
deginum áður og miðast við að sé um 10%) fengu þær fastan skammt af rúlluverkuðu,
snemmslegnu vallarfoxgrasi, 5 kg/dag með um 62% þe. sem nemur 3,1 kg þe./dag. Hlutfall
þess í gróffóðurskammtinum nam tæpum 33% miðað við þurrefni. Leifar vallarfoxgrassins
voru mjög iitlar, um 0,1 kg/dag að jafnaði. Kýrnar fengu kjamfóður miðað við stöðu mjalta-
skeiðsins, nyt og magn við upphaf tilraunarinnar.
Að morgni var vigtað frá kúnum grænfóðurleifar frá deginum áður, þeim geftð vallarfox-
grasið og u.þ.b. helmingur dagskammts af kjarnfóðri. Eftir hádegi var allt grænfóðrið vigtað í
kýrnar. þeim gefmn hluti strax og lrinn hlutinn lagður íýrir framan þær. Honum var síðan ýtt
að þeim eftir kvöldmjaltir auk þess sem seinni skammtur kjarnfóðursins var gefinn. Hányta
kýrnar fengu þrískiptan kjarnfóðurskammt og var þeim þá gefinn einn hlutinn eftir hádegið.
Gripir og tilhögun
Upphaflega var ætlunin að hafa tilraunina sem beitartilraun. Frá því var horfið vegna óvissu
með veðurþátt á þessum árstíma auk þess sem vissa um átmagn hefði ekki fengist. Kýmar
voru því teknar alfarið inn af há um mánaðarmótin ágúst-september og fengu grænfóður-
gerðirnar þrjár i bland þartil einstaklingsmælingar hófust 10. september.
Alls voru 30 kýr í tilrauninni sem var tvískipt. Tólf þessara kúa báru síðla árs 1997, höfðu
seinkað sér og eiga að bera í janúar og febrúar á þessu ári. Þeim var skipt upp í 4 hópa þar
sem kýr innan hóps völdust saman m.t.t. burðartima, nythæðar og aldurs. Kúm innan hóps var
síðan dreift á fóðurgerðimar þrjár í upphafi tilraunar og. héldu sömu gerð allan tímann. Þeim
hefur verið fylgt eftir hvað varðar holdstigun og nyt og ætlunin er að fylgja þeim áfram á nýju
mjaltaskeiði. Þessi hluti tilraunarinnar bíður uppgjörs þar til fyrri hluta mjaltaskeiðs þessa árs
lýkur. Hinum 18 kúnum var skipt upp í 6 hópa og val á gripum saman í hóp fór fram á sama
hátt. Kúm innan hóps var einnig dreift á fóðurgerðirnar þrjár í upphafi tilraunarinnar, en allar
kýr prófuðu allar gerðir í þessu tilviki og voru 10 daga í einu á hverri fóðurgerð.