Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 193
185
í 2. töflu er gefið yfirlit yfír stöðu kúnna 18 í upphafí tilraunar, tekið er meðaltal þriggja
gripa innan hóps.
2. tafla. Yfirlit yfir stööu kúnna við upphaf tilraunar.
Hópur Burður Vikur frá burði Kjarnfóður Þungi Hold Nyt
1 1 30.8 0 kg/dag 371 2,75 8,8
2 1 30,8 2 kg/dag 408 2,42 11,4
3 2 21,5 4 kg/dag 387 2,50 15,7
4 2 7,2 4 kg/dag 371 2,67 20,6
5 3+ 16,7 4 kg/dag 388 3,08 16,7
6 3 6,1 6 kg/dag 404 3,00 23,7
Mœlingar og sýnataka
Allt fóður var vigtað í gripina alla daga þessa þrjátíu daga sem mælingar fóru fram. Vailar-
foxgrasskammturinn var eins alla daga, kjarnfóðurskammturinn tók mið af nyt og stöðu á
mjaltaskeiði og var minnkaður um magn sem nemur 250 grömmum á viku og grænfóður-
skammturinn miðaðist við frjálst át (10% leifar).
Kýrnar voru vigtaðar og holdstigaðar þriðja, fjórða hvern dag auk þess sem nytmælingar
fóru fram þrisvar (6 mál) á hverju tímabili. Morgun- og kvöldsýnum var slegið saman í eitt
sýni (45% kvöldmjólk, 55% morgunmjólk) sem sent var til efnagreiningar, þrjú slík fyrir
hvert tímabil.
Uppskerumælingar fóru frarn annan til þriðja hvern dag en grænfóðrið var slegið sam-
dægurs, rúllað, keyrt inn og gefið ferskt. Tekið var sýni úr vallarfoxgrasrúllum á þriggja daga
fresti. Leifasýni var tekið frá kúnum í lok hvers tímabils þar sem þurrefnisprósenta leifa var
metin. Leifasýnum af hverri gerð var síðan slegið saman og þau send til efnagreininga, eitt
sýni af hverri gerð fyrir hvert tímabil. í 3. töflu er gefíð yfirlit yfir vallarfoxgrasið, kjarnfóðrið
og leifasýnin.
3. tafla. Orku- og efiiainnihald vallarfoxgrass, kjamfóöurs og leifasýni frá hverju
tímabili. Níu sýni liggja bak við vallarfoxgrastölumar.
Gerö sýnis Þurrefnis- prósenta Efnainnihald í kg þe. Melt.% FEm Hráprót.% g AAT gPBV
Vallarfoxaras 63,41 70,2 0,80 15,8 86,26 6,"
Kúakgl.-ÍO 89,00 1,12 20,0 150 -5
R leifar Tbl 11.20 69 0,78 22,6 69 106
R leifar Tb2 19.11 71 0,81 18,5 70 63
R leifar Tb3 11,01 64 0,71 19,3 63 82
F leifar Tbl 10,76 53 0,56 15,7 51 67
F leifar Tb2 27,39 67 0,75 16,5 61 51
F leifar Tb3 8,80 58 0,63 19,5 67 84
V leifar Tbl 9,40 63 0,70 16,5 62 57
V leifar Tb2 23,81 76 0,89 17,3 76 42
V leifar Tb3 8,52 53 0,56 20,1 52 110
Leifasýnin gefa til kynna að kýmar séu að velji það besta úr skammtinum. Fyrir vikið má
segja að verið sé að vanmeta efnainnihald þess sem innbyrt er. Hærra þurrefni í leifunum
skýrist af því að þær hafa verið í hlýju fjósinu yfír nótt og hafa því náð að þorna.
Utreikningar
Orkuútreikningar gróffóðursins byggja á meltanleikatölum, próteinútreikningamir á meltan-
leikatölum, innihaldi hrápróteins og leysanleika próteinsins. Miðað var við leysanleika-