Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 201
193
Fóður og fóðrun
Heyið sem notað var í tilrauninni var frá sumrinu 1997 og var allt verkað í rúllum með sex-
földum plasthjúp. Hross komust í háarrúllur um haustið og voru þær þá vafðar tvöföldu lagi
utan yfír.
Húlíngresið kom af 2,3 ha mýrarstykki sem í var sáð Leikvin hálíngresi vorið 1995. Sam-
kvæmt þekjumælingu sumarið 1997 reyndist língresi þekja um 90% af sverðinum.
Vallarfoxgrasió kom af urn 4,2 ha stykki sem í var sáð vallarfoxgrasi af Öddu stofni
vorið 1990. Samkvæmt þekjumælingu sumarið 1997 reyndist vallarfoxgras þekja um 90% af
sverðinum.
Áburðargjöf var eins á bæði stykkin. í maí fengu þau um 10 tn/ha af mykju, um mánaða-
mót maí-júní um 450 kg/ha af Móða 1 og 20. júlí um 200 kg af Magna 2. Miðað var við að
stykkin fengju um 180 kg N/ha alls, þar af um 40 kg N á milli slátta.
2. tafla. Sláttutími og uppskera heytegunda.
Slegiö Hirt Uppskera hkg þe./ha Meltanleiki % af þe. Hráprótein % af þe.
Vallarfoxgras 1. sl 13. júlí 14. júlí 36 71 14,3
Vallarfoxgras 2. sl 24. ágúst 25. ágúst 16 65 20,3
Alls 52
Hálíngresi 1. sl 13. júlí 15. júií 44 64 16,2
Hálíngresi 2. sl 24. ágúst 25. ágúst 22 a) a)
Alls 66
a) Mælingar ekki til staðar.
Uppskera var rnetin út frá fjölda rúlla og þurrefni í fóðrinu og er um fjórðungi meiri af
língresinu en vallarfoxgrasinu þó gæðin séu minni, en ekki er vitað um gæði háarinnar af lín-
gresinu. Við slátt 13. júlí var talið að um vika væri liðin frá skriði vallarfoxgrassins og um
10-14 dagar frá skriði língresisins en yfirleitt fylgjast þessar tegundir nokkuð vel að í þroska.
Uppskera af língresinu sumarið 1998 var metin um 46 hkg þe./ha.
Lystugleiki vallarfoxgrassins af fyrra slætti var metinn ágætur en af hánni var þriðjungur
taliim mjög góður, þriðjungur heldur lakari þar sem örlaði á myglu á yfirborði og um
þriðjungur frekar ólystugur vegna myglu og bleytu á yfírborði. Allt slíkt fóður var þó tekið frá
og ekki gefið tilraunakúnum. Hálíngresið var ekki eins lystugt að sjá eins og vallarfoxgrasið
þó skýringin á því væri ekki augljós. Bæði i því og hánni var meira af blautum tuggum heldur
en í vallarfoxgrasinu af fyrra slætti og í língresinu voru blautlegu tuggumar rauð- eða brún-
leitar og dreifðust um alla rúlluna.
Yfirlit yfir efnainnihald í heyinu og breytileika þar í má sjá í 3. töflu en eitt sýni er frá
hverri tilraunaviku. Ljóst er að orkugildið er langhæst í vallarfoxgrasi af fyrra slætti en mun
lakara í hinurn heygerðunum. Prótein og steinefni em mest í hánni en einna minnst er af stein-
efnum í língresinu. Sýrustig (pH) mælist lægst í vallarfoxgrasi af fyrra slætti um 4,7 en rétt
um 5,0 í hinum heygerðunum en þar er einnig meiri breytileiki.
Kjamfóðurblandan sem kýrnar fengu voru Kúakögglar-20 frá Fóðurblöndunni en blandan
mældist með urn 4,9% tréni og 5,4% fitu af þe. en aðrar upplýsingar um efnainnihald eru í 3.
töflu.