Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 203
195
fóðursins (AAT og PBV) svo og gildi fyrir orku- og próteinþarfír gripanna voru reilcnuð skv.
þeim líkingum sem birtar hafa verið í tengslum við ný orku- og próteinmatskerfi. Nyt var
mæld 2 daga í hverri viku og mjólkursýni tekin til efnagreininga og kýrnar voru vigtaðar einu
sinni í viku. Mjólkurmagnið var staðlað m.t.t. orkuinnihalds skv. líkingunni:
Orkuleiðrétt mjólk kg = mjólk kg x (0,25 + 0,122 x fitu% + 0,077 x prótein%)
Við útreikninga á verði mjólkur til framleiðenda var notuð líkingin:
Kr/kg = 30,09 + (0,25 x 33,79 x fita% / 3,94 + 0,75 x 33,79 x prótein% / 3,29)
I þessari jöfnu er gert ráð fyrir að grundvallarverð sé 63,88 kr; beingreiðsla 30,09 og af-
urðastöðvaverð 33,79. Vægi próteins er 0,75 og fitu 0,25 og grundvallarmjólkin er með
3,94% fitu og 3,29% prótein.
Við uppgjör voru notaðar mælingar úr annarri og þriðju viku hvers tímabils en litið var á
fyrstu 10 daga hvers tímabils sem aðlögunartíma. Hjá hverjum grip á hverju tímabili er því
um að ræða 4 mælingar á nyt og efnainnihaldi mjólkur, mælingar á frjálsu heyáti í 8 daga og
tvær vigtanir á gripnum. Líkanið sem notað var við tölfræðiuppgjör innihélt þættina
ferningur, kýr innan femings, tímabil, heygerð og samspil fernings við tímabil og femings við
heygerð. Uppgefm skekkja er staðalskelckja meðaltals fyrir heygerð en að baki því meðaltali
eru 18 mælingar. Miða má við að raunhæfur munur sé á meðaltölum ef P-gildi er minna en
0,05.
NIÐURSTÖÐUR
Eins og áður kom fram var þessum 18 kúm raðað í 6 feminga eftir aldri, nyt og stöðu á
mjaltaskeiði. Raunhæf samspilsáhrif komu fram milli ferninga og heygerðar í magni mjólkur
og mjólkurefna en í engum þáttum er tengdust áti. Heilsufar hjá kúnum var gott á tímabilinu,
ein kýr fékk súrdoða en ekki voru skráð önnur sjúkdómstilfelli og júgurheilbrigði var gott
eins og mælingar á frumutölu sýna.
Ahrif heygerðar á át
í 4. töflu er yfirlit yfir át kúnna og hlutföll næringarefna í heildarfóðrinu. Eins og áður kom
fram fengu allar kýmar 6 kg á dag (2,7 kg þe.) af vallarfoxgrasinu af fyrra slætti sem kallað er
grunnhey og leyfðu þær engu af því. Kýmar átu hins vegar mjög mismikið af tilraunaheyinu,
langmest af vallarfoxgrasi af fyrra slætti (12,1 kg þe./d) mun minna af hánni (5,2 kg þe./d) og
minnst af língresinu eða 3,6 kg þe./d og er það aðeins um 30% af átinu á vallarfoxgrasinu af
fyrra slætti. Munur á áti á heyjunum skýrist að hluta til a.m.k af mun á orkugildi þeirra en eins
og áður kom fram mældist meltanleiki þurrefnis í vallarfoxgrasinu af fyrra slætti um 71%, um
65% í hánni og um 64% í língresinu. Þetta er mun meiri munur á orkugildi heldur en niður-
stöður hirðingarsýna bentu til en sambærilegar tölur í þeim vom 73%, 69% og 74% fyrir
sömu heygerðir. Verkunartap hefur því verið óeðlilega mikið af einhverjum ástæðum í
þessum heyjum eða um ofmat að ræða á hirðingarsýnunum. Þessi mikli munur á orkugildi
skekkir að sjálfsögðu samanburðinn á heygerðunum sem slíkum þar sem vitað er að át kúnna
eykst að öðru jöfnu í réttu hlutfalli við meltanleika heyjanna.
Þurrefnisátið sem mælist í þessari tilraun hjá kúnum á vallarfoxgrasinu af fyrra slætti
(19,0 kg þe./d) er líklega það mesta sem mælst hefur í tilraunum með mjólkurkýr hér á landi
og ef átið er skoðað sem hlutfall af þunga kúnna þá reiknast það 4,55% sem er gríðarmikið.
Tölur úr fyrri tilraunum miðað við sambærileg gæði gróffóðurs og svipaða kjamfóðurgjöf
hafa legið á bilinu 3,0-3,2% en í þessari tilraun eru tölurnar fyrir hána og língresið 2,94% og
2,58%. Nauðsynlegt er að mæla ýmsa trénisþætti í fóðrinu til að reyna að skýra betur þetta
mikla át.