Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 208
200
RRÐUIMRUTflfUNDUR 1999
Selen og ormalyf handa kvígum
Þorsteinn Ólafsson
Kynbótastöd Suóurlands
Sigríður Bjarnadóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Sigurður Sigurðarson
og
Guðbjörg Jónsdóttir
Embœtti yftrdýralœknis, Tilraunastöó Háskólans í meinafrœdi að Keldum
INNGANGUR
Frá því á sjötta áratugnum hefur verið vitað að frumefnið selen (Se) er öllum dýrum nauðsyn-
legt snefílefni. Grasbítar fá selen úr plöntum og kjarnfóðri, en fiskimjöl ber af sem selengjafi.
Selen er eklci nauðsynlegt æðri plöntum, en þær taka það upp úr jarðvegi. A Norðurlöndum er
seleninnihald í jarðvegi lágt, 0,1-0,4 mg pr kg. I basískum jarðvegi er það geymt sem selenat
(Se042~X en í ósúrum og súrum jarðvegi sem selenit (SeOí2-). Plönturnar eiga auðveldar með
að taka selanat upp en selenit.
Selen er næst IVrir neðan bremiistein (S) í röð í lotukerfinu. Þessi frumefni hafa því mjög
áþekka eiginleika og taka stundum sæti hvors annars í plöntum. Mikill brennisteinn í jarðvegi
dregur úr upptöku selens. Baldur Símonarson o.fl. (1984) fundu að selen-innihald í jarðvegi
hér á landi væri stundum meira en í Skandinavíu. Selenmagn í grasi á láglendi er hins vegar
mjög lítið vegna þess hve súr jarðvegurinn er. I hálendisgrasi og fjörugróðri er meira selen.
Erlendur Jóhannsson (1994) lét mæla selen í noklaum heysýnum 1994. I þeim var mjög lítið
selen.
1 spendýrum er megnið af seleni líkamans bundið í einu sérstöku ensími, glutation-
peroxydasi. Fitusýruperoxíð geta eyðilagt frumuveggi í ýmsum vefjum líkamans. E-vItamín
og glutationperoxvdasi vinna saman, þaimig að E-vítamín kemur í veg fyrir að fitusýru-
peroxíð myndist, en glutationperoxydasi brj'tur þau niður. Selen virðist eimiig hafa hlutn'erki
að gegna í ónæmiskerfi líkamans. Ymsar rannsóknir benda til þess að selen hafi jákvæð áhrif
á varnarkerfi júgursins. Selenskortur dregur úr framleiðslu vaxtarhormóns og gæti þannig haft
áhrif á vaxtarhraða og mjólkurframleiðslu.
Selenskortur í búfé er þekktur hér á landi. Hann hefur fyrst og fremst verið rannsakaður í
sauðfé. Þó hefur Gunnar Þorkelsson (1995) rannsakað samhengi milli selens í blóði kúa og
fastra hilda.
Þekktasta einkenni selenskorts í búfé hér á landi er stíuskjögur (hvítvöðvaveiki) I
lömbum. Talsvert er um að kálfar fái hvítvöðvaveiki og hún er einnig þelckt í folöldum. Vitað
er að kýr hafa drepist úr selenskorti hér á landi. Selenskortur hefur áhrif á starfsemi hjarta,
vöðva, lifrar, æxlunarfæra og varnarkerfi líkamans. Gunnar Þorkelsson (1995) sýndi fram á að
selen í blóði kúa með fastar hildir var marktækt minna en í kúm sem ekki höfðu fastar hildir.
Fastar hildir og dauðfæddir fullbornir kálfar geta verið vísbendingar um selenskort.