Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 209
201
Seleneitrun er þekkt sums staðar í heiminum og það er mikilvægt að hafa í huga að það er
stutt frá þarfamörkum í fóðri til eiturmarka.
Það er dýrt og flókið að mæla selen beint, en tiltölulega auðvelt er að mæla
glutationperoxydasa í blóði dýra. Þannig er selen mælt með óbeinni mælingu.
EFNIVIÐUR
Fjörtíu kvígum og kálfum sem áttu að fara út á beit á Stóra Ármóti sumarið 1998 var skipt í
fjóra hópa með pörun miðað við aldur. Meðalaldur þeirra var 22 mánuðir (15-40 mán.) og
aldur þeirra við burð (þeirra sem eru með fangi) dreifðist svipað á hópana. Þann 30. júní voru
allir gripirnir vigtaðir og tekin úr þeim blóðsýni. Samanburðarhópur (hópur 1) fékk enga með-
höndlun, gripum í hópi 2 voru gefnir snefilefnastautar (ALL-TRACED), tveir stautar í hvern
grip. Þeir eiga að endast í 8 mánuði. Hópur 3 fékk ormalyf Dectomax® (Doramectin 10
mg/ml). Því var sprautað undir húð, 1 ml á 50 kg. Verkunartími þess er 1!4 mánuður og
gripirnir eru slátrunarhæfir effir 45 daga. Hópur 4 fékk bæði Dectomax® og ALL-TRACE®.
Síðan var gripunum sleppt á úthaga.
Þriðja september voru gripimir vigtaðir og færðir á ræktað land og 28. október voru allir
gripirnir vigtaðir og tekið úr þeim blóð um svipað leyti og þeir voru teknir inn á gjöf.
Þrettánda janúar 1999 voru allir gripirnir vigtaðir og tekið úr þeim blóð. Þá voru 6 kvígur
bomar.
Glutationperoxydasi og hemoglobin var mælt í blóðinu.
NIÐURSTÖÐUR
í 1. töflu eru sýndir samanteknar niðurstöður hópsins sem fékk ormalyf og hópsins sem ekki
fékk ormalyf.
Vaxtarhraði onnalyfshópsins var 448 g/dag á útjörð í júlí og ágúst, 587 g/dag á breytilegu
ræktuðu landi í september og október og 513 g/dag á gjöf inni frá 28. október til 13. janúar.
1. tafla. Vaxtarhraði kviga á Stóra Ármóti. Ormalyf og ekki ormalyf.
Vaxtarhraði, g/dag
30. júní— 3. sept. Úthagi 3. sept,- 28. okt. Ræktað land 30. júní- 28. okt. Beit 28. okt- 13.jan. Inni fóðrun 30. júní- 13.jan. Allt tímabilið
Ekki ormalyf (n=20a); n= 18b>) 325 440 378 645 477
Ormalyf (n=20a); n=16b>) 448 587 513 513 511
Mismunur. g/dag 123" 147" 135"* -132* 34em'
a) 30/6-28/10; b) 28/10-13/1 og 30/6-13/1.
e.m. = ekki marktækt; *P=0,10; **P=0,05; ***P=0,001.
Fjórar bornar kvígur voru ekki með í uppgjörinu síðasta tímabilið. Samsvarandi vaxtar-
hraði samanburðarhópsins var 325 g/dag á útjörð, 440 g/dag á ræktuðu landi og 645 g/dag
inni. Úr síðast talda hópnum falla 2 bornar kvígur. Á beitartímabilinu var vaxtarhraði orma-
lyfshópsins 513 g/dag og samanburðarhópsins 378 g/dag. Munurinn er marktækur; 135 g/dag
sem nemur 16,2 kg á tímabilinu. Eftir að gripirnir komu inn á gjöf bættu ómeðhöndluðu
gripirnir 132 g meira við sig á dag en meðhöndluðu gripimir. Frá 30. júní til 13. janúar bættu
meðhöndluðu kvígurnar 34 g meira við sig á dag en ómeðhöndluðu kvígumar. Sá munur var
ekki marktækur. Samtals voru það 6,9 kg á tímabilinu.