Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 211
203
Hb. Lægsta gildið var 82 og hæsta gildið var 191 U/g Hb. Nú voru 31% gripanna með gildi
undir lOOU/gHb.
Það er greinilegt að kvígur á beit tapa seleni úr líkamanum hafi þær engan aðgang að
steinefnum eða kjarnfóðri. A Stóra Armóti virðast kvígumar ekki tapa seleni úr líkamanum á
meðan þær eru inni. Þær virðast jafnvel bæta sér upp tapið frá beitartímabilinu. Eftir að kvíg-
urnar sem elcki fengu snefilefnastauta komu inn fengu þær ekki kjarnfóður, en glutation-
peroxydasi jókst í blóði 13 þeirra og lækkaði í blóði fjögurra. Þessar fjórar kvígur em á bás og
hafa ekki aðgang að saltsteini. Hinar kvígurnar eru í stíu og hafa aðgang að saltsteini (10 mg
selen/kg). Kvígurnar þrjár sem bám í desember og eru farnar að éta kjamfóður hafa hælckað
úr 133 U/g Hb í 216 U/g Hb frá því þær kornu inn.
Kvígur sem hafa aðgang að saltsteini eða fá kjarnfóður virðast fá fullnægt selenþörf simii.
Tveir ALL-TRACE'" stautar gera miklu meira en að bæta gripunum selentapið. í með-
höndlaða hópnum var lægsta gildið 253 U/g Hb og hæsta gildið var 369 U/g Hb í lok beitar-
tímabilsins. í janúar hafði glutation peroxydasamagnið í blóði kvíganna í þessum hópi lælckað
lítillega og var lægsta gildið orðið 185 U/g Hb og hæsta gildið var 399 U/g Hb.
í kvígunum í þessari athugun hafa elcki komið fram nein einkenni selenskorts, en á
undanförnum árum hefur noklcuð verið um að á Stóra Armóti hafi fæóst dauðir kálfar og að
hildir hafi verið fastar í kvígum.
Ætlunin er að haida áfram með athugunina, þannig að kvígurnar í hverjum hópi fái áfram
sömu meðferð áður en þeim verður sleppt á beit. Nýjum kvígum verður bætt í hópana. Fylgst
verður með þroska og heilsufari gripamra, nyt og júgurheilsu þeirra sem bera og heilsufari
kálfanna þeirra.
Nú þegar má draga þá ályktun af þessari athugun á selen og ormalyfsgjöf handa kvígum
að það skilar sér best að gefa snefilefnastauta og ormalyf í upphafi beitartímabilsins. Orma-
lyfsgjöfma þarf að endurtaka með jöfnu millibili séu gripirnir eklci fluttir á ósýlct beitiland
með stuttu millibili.
ÞAKKIR
Þaklcir til Pharmaco fyrir að leggja til ALL-TACE® snefilefnastauta og greiða fyrir blóðefna-
mælingar og til Isfarm fyrir að leggja til Dectomax® ormalyf.
HEIMILDIR
Baldur Símonarson, Guöný Eiríksdóttir, Sigurður Sigurðarson & Þorsteinn Þorsteinsson, 1984. Selenskortur og
seleneitrun: Freyr 79(22): 910-912.
Erlendur Jóhannsson. 1994. Persónulegar upplýsingar.
Gunnar Þorkelsson, 1995. Selen, Undersögelse af selenstatus med henblik pá tilbageholdt efterbyrd hos kvæg.
Hovedopgave i kvæggfagdyrlægekursus, desember 1995.
Sigurður H. Richter, Matthias Eydal, Baldur Símonarson, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðný Eiríksdóttir, 1981.
Áhrif snýkjudýra á vöxt og þrif kálfa og kinda á þröngri lágiendisbeit á Hvanneyri, Freyr 77(14): 547-551.