Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 213
205
tapast sem hiti, kallast nettóorka (NO). Nettóorka til vaxtar, mjólkurmyndunar og annarrar af-
urðamyndunar er sú orka sem afurðimar sjálfar innihalda og hana má því mæla. Nettóorka til
viðhalds er ekki eins áþreifanleg, þar sem hún verður öll fyrr eða síðar að hita, eftir að hafa
nýst skepnunni í þeim grannefnaskiptum sem alltaf eiga sér stað óháð afurðaframleiðslu.
Til að reikna út nettóorkuna, og þar með afúrðamyndunina, er breytiorkan margfölduð
með svokölluðum k-stuðlum. Þar sem nýting breytiorkunnar yfir í nettóorku er mismunandi
eftir því hvort um er að ræða viðhald, mjólkurframleiðslu, vöxt eða annað þá era sérstakir k-
stuðlar fyrir hvert þessara tilvika. Þessir k-stuðlar eru auk þess breytilegir eftir orkustyrkleika
fóðursins (q), nánar tiltekið hlutfalli
breytiorku af heildarorku: q=BO/HO
Stuðullinn q og k-stuðlarnir eru
því miklar lykilstærðir í fóðurmati
og mikilvægt að reyna að átta sig á
þeim. Á 2. mynd má sjá hvemig
tölugildi k-stuðlamia breytist eftir
orkustyrkleika fóðursins, q. Þama
má sjá að orkunýting til vaxtar er
mun meira háð orkustyrkleika fóð-
ursins heldur en orkunýting til við-
halds og mjólkurframleiðslu. For-
múlur fyrir k-stuðlana sem notaðar
eru í flestum nútíma fóðurmatskerf-
um, og línumar á myndinni byggjast
á, eru eftirfarandi:
0,7
q=BO/HO
2. mynd. Ahrif orkustyrkleika fóðursins, q, á nýtingu breytiork-
unnar yfir í nettóorku.
. Viðhald;
• Mjólkurframleiðsla;
• Vöxtur/fitun;
• Viðhald og vöxtur;
kv=0,287q+0,554
km=0,24q+0,463
kt=0,78q+0,006
kvt=(kvxkfxAPL)/(kf+0,5 xkv)
(Van Es 1975)
(Van Es 1975)
(Blaxter 1974)
(Harkins o.fl. 1974)
Fóðureiningar - hvað og hvers vegna?
Þegar nettóorkuinnihald fóðursins hefur verið reiknað út er ekki látið staðar numið, heldur er
þessi nettóorka, sem tilgreind er í júlurn eða kaloríum, reiknuð yfir í fóðureiningar. Þær fóður-
einingar fyrir jórturdýr sem við könnumst við, fitunarfóðureining og mjólkurfóðureining, nota
staðlað bygg sem gruim. í hollensku útfærslu mjólkurfóðureiningakerfisins (Van Es 1978) er
nhðað við að þetta staðlaða bygg, sem er 85% þurrt, innihaldi 6,9 MJ (1650 kcal) af nettóorku
til mjólkurmyndunar í hverju kg. Fóður sem iimiheldur t.d. 5,0 MJ nettóorku til mjólkur-
myndunar í hverju kg hefur þá 5,0/6,9=0,72 FEm í hverju kg.
Tilgangurinn með því að nota fóðureiningar en ekki júl (joule) eða kaloríur mun upphaf-
lega hafa verið sá að gera orkumatið skiljanlegra. Bygg var eitthvað sem allir þekktu og því
var það notað sem viðmiðun í okkar heimshluta. Á sama hátt var hafrafóðureining notuð
austan járntjalds. Svona stöðlun hefur ýmsa kosti, en einnig galla. Stærsti gallinn er e.t.v. sá
að fóðureining skilgreind út frá nettóorku til einhverrar tiltekinnar framleiðslu, svo sem mjólk,
er ekki þægileg í notkun ef um er að ræða aðra framleiðslu á borð við vöxt. Að þessu leyti er
t.d. breska breytiorkukerfið (AFRC 1990) mun þægilegra, en það er byggt á hugmyndum
Blaxters (1964). Þar er orkuinnihald fóðurs gefið upp sem MJ breytiorku, en fóðurþarfir bú-
penings sem MJ nettóorku. Til þess að tengja þetta tvennt eru svo notaðir mismunandi k-
stuðlar eftir því í hvað orkan er notuð.