Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 215
207
Heildarorka
Hérlendis er gengið út frá því að orkuinnihald hvers kg þurrefnis af gróffóðri sé 18,4 MJ, en
heildarorkuinnihald kjamfóðursins má reikna út frá innihaldi af einstökum næringarefnum ef
þær upplýsingar eru til staðar. Útreikningar á heildarorku eru því í allgóðu samræmi við það
sem tíðkast í Hollandi, en franska kerfíð gerir ráð fyrir að leiðrétt sé fyrir lnápróteininnihaldi í
gróffóðri, og þar að auki fyrir sýrustigi (pH) í votheyi (1. tafla). Niðurstaðan verður, skv.
frönskum fóðurtöflum (Demarquilly o.fl. 1989), að ferskt gras liggur oft neðan við en vothey
og stundum hey ofan við það meðaltal (18,4 MJ) sem við göngum út frá. Þetta er þó breytilegt
eftir grastegundum. sláttutíma o.fl.
Meltanleg orka
Útreikningur á meltanlegri orku (MO) byggist allsstaðar á því að margfalda heildarorkuna
(HO) með meltanleikastuðli sem á að vera sem næst in vivo meltanleika í þeim skepnum sem
urn er að ræða. Af hagkvæmniástæðum eru þó oftast notaðar in vitro aðferðir til rútínumæl-
inga á sýnum. Þá gildir að hafa sem besta vitneskju um tengslin milli in vivo og in vitro
meltanleika. Frakkar nota t.d. ítarlegt gagnasafn sem byggir á meltanleikamælingum í sauðum
(Demarquilly o.fl. 1989). Hérlendis hafa lengi verið notaðar tvær mismunandi in vitro að-
ferðir við meltanleikagreiningar. Pepsin- og sellulasa-aðferðin (Jones og Hayvard 1975) er
ensímatísk aðferð sem notuð hefur verið á Hvanneyri og Akureyri. Aðferð Tilley og Terry
(1963) sem notuð er á Rala byggir á því að nota vambarvökva og þar með örveruflóru
vambarinnar til að melta fóðrið. Af þessum sökum nær síðarnefnda aðferðin betur að líkja
eftir því sem gerist í vömbinni en sú fyrrnefnda og gefur raunhæf gildi fyrir breytilegra fóður.
Á síðustu árum hefur verið farið út í það á Rala að nota NIRS- (Near Infrared Reflectance
Spectroscopy) aðferðina sem byggir á imrrauðri mælitækni og er margfalt fljótlegri en eldri
aðferðir, þegar búið er að byggja upp nauðsynlegan gagnagrunn (Tryggvi Eiríksson 1990).
Breyliorka
Því næst þarf að reikna út hve mikið af meltanlegu orkunni nýtist sem breytiorka. Hérlendis
höfum við farið þá einföldu leið að margfalda meltanlegt lífrænt efni beint með stuðlinum 15.
Þessari aðferð er rnælt með í hollenska kerfinu (Van Es 1978) fyrir gróffóður með lágu
próteininnihaldi, en hins vegar eru þar gefnar upp formúlur með prótein- og fituleiðréttingum
fyrir aðra flokka fóðurtegunda. Franska kerfið er enn nákvæmara varðandi útreikning á hlut-
falli breytiorku af meltanlegri orku, en þar er tekið tillit til bæði prótein- og trénisinnihalds
fóðursins, og auk þess fóðrunarstigs, þ.e. hversu mikið skepnan er fóðruð fram yfir viðhalds-
þarfir.
Þar sem meltanleiki gróffóðurs er mældur á þurrefnisgrundvelli hérlendis notum við sér-
staka jöfnu (sjá 1. töflu) til að reikna frá þurrefnismeltanleika yfir í meltanlegt lífrænt efni. Sú
jafna kemur upprunalega frá Bretum (MAFF 1975). Ástæða er til að velta því fyrir sér hversu
vel þessi jafna hentar okkur og hvort einhverjar aðrar nálganir gætu verið betri í þessu sam-
hengi.
Nettóorka
Hér er notuð sama jafna og hollenska kerfið gerir ráð fyrir til að reikna nettóorku til mjólkur-
myndunar (Nom) út frá breytiorkunni. Þarna inni er sérstakur stuðull (0,9752) sem hefur þau
áhrif á niðurstöðuna að hún miðast við að fóðrunarstigið sé 2,38 x viðhaldsfóðrun. Viðmið-
unin þar á bak við er kýr í 14 kg dagsnyt, nriðað við 4% mjólkurfitu, en þetta var sá staðal-
gripur sem þótti heppilegastur við útfærslu hollenska kerfisins (Van Es 1978). í franska
kerfinu (Demarquilly o.fl. 1989) er þessurn fóórunarstigsstuðli sleppt, en að öðru leyti er